Mmmm, já, afhverju er ég hrædd.. Ætli það sé ekki bara það að ég, einsog svo margir aðrir, er hrædd við höfnun. Auk þess er ég alveg ótrúlega feimin:) Það er líka mjög skrítið hvernig mín feimni lýsir sér, ég þori t.d að fara upp á svið, syngja, spila og leika eitthvað. Það hef ég gert oft og mörgumsinnum. En þegar það kemur að því að reyna við stráka sem ég þekki ekki(og takið eftir, það er, ég lokast aðallega þegar kemur að því að reyna við stráka sem ég þekki EKKI:)þá gjörsamlega lokast ég.