Ég held að það geti flestir skilið það sem þú ert að ganga í gegnum. Það eina sem hægt er að segja sem meikar sens er að þú kemst uppúr þessu. Lífið heldur áfram og það ERU fleiri fiskar í sjónum. Klisjur ég veit en afhverju helduru að þær séu notaðar svona oft? Því þær eru réttar. Nú þarft þú bara að halda þér uppteknum. Hitta vini, fara kannski í ræktina ef þú gerir eitthvað svoleiðis, labbitúra! Bara eitthvað til þess að drepa tímann, ekki bara hanga heima og velta þér uppúr eigin sjálfsvorkunn.