Ást er… The Notebook Nei ég segi svona, ást er svo margskonar. Ást getur verið bæði slæm og góð, sbr. kona sem elskar manninn sinn þrátt fyrir að hann sé ofbeldisfullur. Ást fær mann til þess að gera ótrúlegustu hluti, bíða eftir smsi, bíða eftir hringingu. Ég trúi því að það þarf tvær heilar manneskjur til þess að búa til fallegt og heilbrigt samband. Æi þetta er allt svo heimspekilegt, það sem að mér finnst heilbrigt og fallegt finnst öðrum kannski mjög óeðlilegt. Eins og margir hafa sagt...