Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Calliope
Calliope Notandi frá fornöld 42 ára kvenmaður
602 stig

Meira um sjónskynjun (4 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum
Þetta er í raun lítið svar við öðrum eldri korki hér á Heimspeki: “Annars sér maður þannig að ljós lendir á tilteknum hlut, hluturinn endurkastar þeim hluta ljóssins sem samsvarar lit hans, ljósið lendir í auganu og heilinn nemur það. .. í stuttu máli. :)” Það er algengur misskilningur að sjónskynjun sé ferli með aðeins eina stefnu, það er frá augum til heila, svokallað bottom-up eða gagnastýrt ferli. Rannsóknir í skynjunarsálfræði og taugavísindum hafa aftur á móti sýnt að sjónskynjun ræðst...

Fræðigreinafordómar (3 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er staðreynd að sumar fræðigreinar þykja fínni en aðrar. Ef einhver tilkynnir að hann ætli sér að fara í læknisfræði, nú eða lögfræði, þá fær hann óskipta athygli allra viðstaddra. “Vááá! Dugnaðurinn í sumum…” Aðrar greinar þykja ekki eins merkilegur pappír. Fólk sem ætlar að fara í dönskunám eða mannfræði kannast kannski ekki við sömu viðbrögð og þau sem lýst var hér á undan. Mér sýnist tiltekin goggunarröð vera í gangi, einhvern veginn á þessa leið: 1. Læknar og lögfræðingar 2....

Skiptingin innan vísinda og fræða (3 álit)

í Vísindi fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ykkur er velkomið að setja þetta á korkinn, en ég vildi bara vera viss um að stjórnendur fengju þetta í hendurnar, og sendi þetta því inn sem grein. Ég skil bara ekki lógíkina á bak við það að skipta áhugamálinu í geimvísindi, sagnfræði, dulspeki og heimspeki. Flestar fræðigreinar eiga ekki við þessa flokkunarfræði. Hvað með flokkun svipuð og hún er í Háskólanum, sbr: 1. Atferlis- og félagsvísindi, svo sem sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. 2. Hugvísindi, svo sem heimspeki,...

Áhugaverðar gamlar myndir? (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nú er ég búin að sjá svo margar myndir að mér finnst ég ekki eiga neinar eftir. Þess vegna er ég að spá hvort einhver geti bent mér á einhverjar myndir, 10-25 ára gamlar, sem gætu verið áhugaverðar… Calliope

Coverband - meðlimir óskast (5 álit)

í Hljóðfæri fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Komiði öll blessuð og sæl. Mér datt nú bara svona í hug að athuga hvort einhver áhugi væri fyrir því að stofna koverhljómsveit með mér til að skemmta mér og jafnvel öðrum… Ég er stelpa á 20. aldursári sem er nýbúin að klára menntaskólann og hefur allt í einu fullt af frítíma á kvöldin og um helgar :-) Ég syng líka bara ansi vel. Ef ykkur líst vel á þetta og þið kunnið eitthvað til verka á hljóðfærum megið þið endilega senda mér skilaboð. Ákjósanlegt væri að fá bassaleikara, gítarleikara,...

Sálfræði í HÍ (1 álit)

í Skóli fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Er einhver hér sem væri til í að fræða áhugasama manneskju um nám í sálfræði við Háskóla Íslands? Allar ábendingar eru velkomnar. Calliope

Könnun (0 álit)

í Netið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Bara smá um könnunina þar sem spurt er hvort maður vilji að einn mánuður sé frír á netinu á ári. AUÐVITAÐ vill maður það. Hver myndi svara: “Já, ég heimta að fá að borga fyrir þessa þjónustu!” Bara svona pæling… Calliope

Árás dýra (1 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mig dreymdi tvo drauma um daginn. Sá fyrri var þannig að ég kem inn í fjós og sé að naut gengur þar laust. Það setur fyrir sig hornin og tekur á rás að mér. Ég hleyp út úr fjósinu og rétt næ að skella lokunni fyrir fjóshurðina áður en nautið stangar mig. Síðari draumurinn var þannig að risavaxin bænabeiða (fyrir þá sem ekki vita er það skordýr sem er rándýr) var að ráðast á húsið mitt en í lok draumsins nær eldri systir mín að ráða niðurlögum dýrsins. Hvernig túlkiði þessa drauma? Ég ætla að...

Kannabis (3 álit)

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Eins og þið vitið þá er skoðanakönnum í gangi um hvort leyfa eigi kannabis á Íslandi. Mér finnst að annað hvort eigi að leyfa það eða banna það ÁSAMT TÓBAKI. Sígarettur eru að drepa tugi manna á ári hverju. Varð bara að koma þessu á framfæri hér þar sem þessi kostur var ekki gefinn í könnuninni. Calliope

GSM-okur (1 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Mikið hefur verið rætt um að engin samkeppni sé á milli olíufélaganna en ég spyr á móti: Hvað með GSM-fyrirtækin? Það virðast allir sætta sig við það gríðarlega okur sem GSM-notendur búa við. Er það eðlilegt að mínútan í GSM-sambandi kosti allt að 20 sinnum meira en mínútan í sambandi milli heimasíma? Varla er viðhaldið á GSM-sendum svona miklu kostnaðarsamara en viðgerðir á línum? Og hvað með notendafjöldann? Nær hver einasti maður yfir fermingaraldri er GSM-notandi á meðan heimasímar eru...

Hættir (0 álit)

í Ljóð fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Fyrir þá sem hafa gaman af mismunandi háttum í ljóðagerð þá rakst ég á fína síðu: http://members.nbci.com/Arnaut/prosody/

Nú er ég pirruð! (7 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég bara þoli ekki hvernig fólk er að reyna að fara í kringum gildandi auglýsingalög! Síðasta dæmið um það og það versta að mínu mati er auglýsingaherferðin “spegils.is”. Jújú, forvitni mín var vakin og ég fór á heimasíðuna www.spegils.is. Þar er mér sagt að ég þurfi að vera a.m.k. tvítug til að komast inn á síðuna. Þannig varð ég auðvitað ennþá forvitnari og sló inn vitlausan aldur svo ég gæti skoðað þessa merkilegu síðu (ég er 18 ára, á 19. ári). Neinei, eftir rosa-Flash show kemur í ljós...

Future Room? (4 álit)

í Black and white fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Veit einhver hvaða tilgangi, ef einhverjum, The Future Room þjónar?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok