Alveg rétt. Það er ekkert meira íhald heldur en Sjálfstæðisflokkur. Ég vil sjálfur samkeppni á sem flestum sviðum og sem minnstann ríkisrekstur (í anda Adam Smith). Ég vil að ríkið einbeiti sér að heilbrigðisþjónustu, menntun, félagslegri þjónustu og löggæslu (í anda Adam Smith). Ég vil minnkaða tolla og alþjóðahyggju (í anda Adam Smith). Þess vegna kýs ég ekki Sjálfstæðisflokkinn. Neinei hvað fáum við. Niðurgreiddan landbúnað, einokun eða fákeppni á flestum sviðum, stærsta ríkisbákn í OECD...