Sennilega eitthvað svar við NVidia en Savage kortin eru ekkert voða öflug. Þeir ætluðu samt að reyna að koma með Hardware T&L á þessu ári þannig að það er aldrei að vita nema að þeir slái Geforce2 64bita kortunum út sem NVidia bauð með 420 kubbasettunum. NVidia var að koma út með 415 kubbasettin sem eiga að taka við af 420. Þau eiga að vera sveigjanlegri, ódýrari, stöðugri og hraðari.