Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Buddy
Buddy Notandi frá fornöld 188 stig
Áhugamál: Bækur

Re: PCI dívæder á AMD móðurborðum.

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Eh ég held að VIA KT333 sé með gamla góða heiltölu Dívæderinn. NVidia er með alveg frjálsann dívæder samkvæmt hlekknum sem ég lét fylgja. Þú gætir þess vegna verið með FSB 144 og PCI hraðinn yrði áfram 33MHz. Ég hef ekki kynnt mér þetta nógu vel.

Re: Vantar ráðleggingar fyrir AMD+móbó

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég myndi kaupa af einhverri búð sem er tilbúin að láta þig prófa aðrar tegundir ef sú fyrsta gengur ekki. Byrjaðu á ASUS ef þú getur.

Re: Fönkí fíla

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Stundum er olía undir örgjörfunum sem á að skafa í burtu. Hún hefur kannski verið að brenna í burtu. Einnig gæti það verið sambandsleysi einhversstaðar í rafmagninu sem gerir það að verkum að neistar fljúgi í tenginu sem brennur þannig að það lokar fyrir lyktina sjálf. Ég hef komið að svoleiðis vél sem hafði verið í gangi í 3 ár án vandkvæða. Þetta gæti verið 1000 hlutir. Ef það er ekkert vandamál myndi ég ekki vera að gera veður út af þessu.

Re: Vantar ráðleggingar fyrir AMD+móbó

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég myndi mæla með móðurborði með SIS 735 eða 745 kubbasettunum en af einhverjum orsökum virðast þau ekki vera á boðstólum þessa dagana. VIA móðurborðin eru nefnilega ekki með neitt sérstaklega gott throughput á PCI raufunum auk þess að þau eiga við PCI latency issue. NVidia 420 og 415 móðurborðin líka. Ef þú ert með einhver sérstök hljóðkort (50.000 kr og uppúr) þá ættirðu að skoða heimasíðu fyrirtækisins sem framleiðir þau og skoða hvort þeir mæla með einhverju frekar en öðru og jafnvel...

Re: Vantar ráðleggingar fyrir AMD+móbó

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ASUS frá boðeind.

Re: Mannsal á íslandi?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Tilv: Hvernig væri nú að gera fólki af öðrum þjóðernum, mannúðlegri séns á að flytjast hingað til lands. /Tilv: Hve mörgum? Öllum? Þangað til lífskilyrði á Íslandi verða svo slæm að það vilja ekki fleiri flytja hingað? Eigum við frekar að taka við gömlu fólki, sjúkum og fötluðum frá þriðja heiminum vegna þess að það fólk hefur það verst þar líka? Hve mörgum? Hvernig væri að taka við 10.000 eldri borgurum frá Afríku á ári? Eða eigum við bara að taka best menntaða unga fólkinu frá 3. heiminum...

Re: Jæja fólk, vantar ráðleggingu um kaup

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Cre er bullustampur.

Re: soundcard

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég held að þú verðir að shorta JP2 og JP3 og keyra dræverinnn á þá með Anti Aliasing á. Settu síðan haka á ADMA 266 undir properties -> Im a silly bastard -> settings. Ég veit þetta allt vegna þess að þú ert nógu klár til að segja mér hvaða stýrikerfi og hljóðkort/móðurborð þú ert með. Hvernig væri annars að stroka svona heimskar spurningar út adminar? HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM EIGUM VIÐ AÐ GETA SVARAÐ ÞESSU ÞEGAR VIÐ VITUM EKKI EINU SINNI HVORT ÞÚ ERT MEÐ PC TÖLVU YFIRLEITT???

Re: Spurningar um GeForce

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Æ ég held að það sé kominn tími á það að menn kaupi GF3 eða betra. MX kortin eru fín fyrir peninginn en ég held að menn ættu í það minnsta að kaupa GF3 Ti200 eða ATI 8500 ef menn eru að þessu á annað borð.

Re: venjulegt cd + skrifari

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þú ert með svolítið lítið minni fyrir Win2000. Prófaðu að setja Geisladrifið á Slave á Primary IDE og og láta geisladrifið vera eitt sér sem Master á secondary.

Re: Pantanir

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
www.tigerdirect.com Þeir eiga víst að vera ágætir. Veit ekki með verðin.

Re: Smá spurning um móðurborð

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
DDR og SDRAM á sama móðurborð? Hlýtur að vera ALI. Ég mæli ekki með svoleiðis. Nei, það er ekki til neitt móðurborð sem styður RDRAM og DDR.

Re: usb ...

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 10 mánuðum
<a href="http://www.qvs.com/usb/usbrptr.asp">Þú getur kannski notað USB Signal Rípíter</a

Re: Ad-Aware

í Windows fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að keyra nýtt adaware og það virðist ekki stroka út þessa CyDorr skrá sem ég var að skrifa um fyrr í dag. Mér sýnist því vera í lagi að stroka allt saman út sem Adaware finnur ef þið eruð með Kazzalite.

Re: Harði diskurinn bara 32gb?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Maxtor sendu frá sér bönns af diskum sem voru vitlaust merktir þannig að ef menn jömmperuðu á rétt samkv. mrkingum fengu þeir bara 32GB af þeim. Þú hefur kannski lennt í einum af þeim.

ASUS P4S533

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Abit TH7 er Intel 850. Þú hefur úr nokkrum kubbasettum að velja: DDR Intel 845x SIS 645 og 645DX RDRAM Intel 850 Persónulega er ég mest fyrir SIS 645DX. Það styður nýju Intel P4B örgjörfana og er mjög stabílt og ódýrt. Ég mælist til að þú kaupir: ASUS P4S533, Socket 478, SIS 645DX AGP 4X, 6 PCI, 1 ACR, ATA/133, 6xUSB CMI 8738 6 Channel hljóðkort ->20.063 kr. www.bodeind.is <a href="http://www.newegg.com/app/Showimage.asp?image=13-131-306-01.JPG/13-131-306-02.JPG/13-131-306-03.JPG">[Mynd]</a>...

Re: Ad-Aware

í Windows fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eina sem maður verður að varast er að KazaaLite (sem allir eiga að vera með) skemmist ef ein CyDoor skráin er strokuð út. Það fylgir readme með Kazaalite sem útskýrir hver hún er.

Re: Harði diskurinn bara 32gb?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Eina sem mér dettur í hug er að þú sért með onboard RAID controller sem þarf að flassa aukalega. Getur það verið?

Re: Harði diskurinn bara 32gb?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Strax við 60GB ertu búinn að tapa 2,5GB á því hvernig þeir telja megabætið.

Re: Innra minni

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Tölvulistinn lofar Infineon og Samsung minni. Bæði merki mjög góð. Infeneon er gamla Siemens og er þekkt fyrir gæði út í gegn. Infineon er í sérstöku uppáhaldi hjá mér vegna þess að þeir fóru í málarekstur við RAMBUS og losuðu okkur undan oki leyfisgjalda til RAMBUS á DDR minni. Samsung er fremsti minnisframleiðandi í heiminum í dag. Það þýðir samt ekki mikið því margir kaupa af þessum tveimur framleiðendum og seta á minnisspjöld. Þau geta verið mjög mismunandi vel gerð. Hinsvegar ef þetta...

Re: Harði diskurinn bara 32gb?

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Allir HD framleiðendur svindla svona á kerfinu. Þeir telja MB vera 1000KB í stað 1024 og græða þannig nokkur GB. Síðan námunda þeir upp að næstu flottu tölu þannig að allir HD'ar eru aðeins minni en gefið er upp.

Re: Pælingar með monitor profiles

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Auðvitað verðurðu að aulast til að segja okkur hvaða stýrikerfi þú ert með ef við eigum að finna reklana fyrir þig. Prófaðu: www.fujitsu-siemens.com -> Service&Support -> Drivers.

Re: Pælingar með monitor profiles

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Refresh rate er stillt með því að hægri klikka á Desktoppinn -> Settings -> Advanced -> Monitor og velur úr rennilistanum. Þessi 100Hz sem Fujitsu/Siemens segja að skjárinn ráði eiga við einhverja tiltekna upplausn þannig að ef þú ert að keyra 1600x1200 þá getur vel verið að skjárinn ráði einfaldlega ekki við hærra en 60Hz. Yfirleitt lagast allt svona við að finna rétta rekilinn.

Re: Bios

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ruglast klukkan hjá þér líka? Það gæti bent til þess að batteríið væri að klikka.

Re: Bios

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Breyttu þessu bara núna. Þú ferð bara í BIOS og opnar Softmenu 3 (eða 2) finnur stillingu sem heitir ‘'CPU FSB clock(MHz)’' úr 100 í 133. Við finnum úr hinu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok