Bókin “The Fight Club” sem samnefnd bíómynd David Finchers byggir á, kom út árið 1996 og olli miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Ef ykkur fannst myndin hörð, beitt og ádeilubroddurinn sterkur, lesið þá bókina. Hún er eftir bifvélavirkjann Chuck Palahniuk sem var orðinn drulluleiður á tómhyggjunni, neysluæði og dauðhreinsun ungra karlmanna og ákvað að skrifa bók um gremju sína. Bíómyndin var að mörgu leyti gríðarsterk. Fyrri hluti hennar var með því besta sem ég hef séð í kvikmyndagerð sl. 10...