Það skiptir reyndar nokkru máli. Þó að hárin fari auðvitað á manneskjuna sjálfa líka þá festast hárin í fötunum og geta valdið ofnæmi. Þess vegna, ef maður á ofnæmisvaldandi dýr, þarf maður að passa sig því maður veit aldrei hver er með ofnæmi. T.d. bara það að systir mín, sem er með kattaofnæmi, fer til vinkonu sinnar (búin að taka töflu, lætur köttinn vera) lætur mömmu fá ofnæmisviðbrögð þó svo að systir mín komi ekki nálægt kettinum.