Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brighton
Brighton Notandi síðan fyrir 18 árum, 9 mánuðum 34 ára kvenmaður
838 stig
Áhugamál: Harry Potter, Leikhús
-Tinna

Re: Hvað fariði í mörg próf ?

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Maður fer samt í próf þó maður sé í grunnskóla o_O

Re: Stressaðir foreldrar!

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Alltaf hér til að styðja þig ^^,

Re: Vinsamlegast bjargið mér frá vítislogum helvítis.

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Talaðu við námsráðgjafa. Ég er með 79% mætingu í spænsku og talaði við námsráðgjafa og það var bara allt í lagi sko

Re: Stressaðir foreldrar!

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Miðað við þína heppni, samkvæmt sögunni um hæfileika þína amk, kæmi mér ekki á óvart ef þú labbaðir fyrir bíl eða lentir óvart á morðvopni !

Re: Myndband

í Harry Potter fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ahahahahahaha :'D Þetta var frááábært!

Re: Skipulag

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég skipulegg mig ekkert allt of vel. Eða skipulegg mig of vel og fer ekki eftir því. Í ár er ég ekki með neina skipulagningu, ætla bara að læra.

Re: Síðasta lag sem þið hlustið á...

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég sagði Untitled #4 þarna fyrir ofan en ef þetta væri í desember þá klárlega eitthvað jólalag…

Re: rómantík

í Rómantík fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Nei. Ég er að meina þegar það gerist bara svona upp úr þurru. Við leiðumst líka oftast en stundum ekki. Tók bara dæmi. Fyrir utan það hittist það ekkert það oft, er það nokkuð? Þar af leiðandi minni tími fyrir ykkur til að leiðast…

Re: rómantík

í Rómantík fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Þetta er mjög algengt hjá pörum. Fyrst er svo mikil spenna því þið þekkist ekkert, eruð að kynnast, læra að treysta hvort öðru. Núna þekkir hann þig líklega inn og út og treystir þér væntanlega líka. Málið er bara að tala við hann. Og gera eitthvað sjálf! Aldrei ætlast bara til þess að það sé rómantík eða það sé á hans ábyrgð. Komdu honum á óvart… Gætir t.d. boðið honum út, keypt blóm, beðið heima hjá honum í einhverjum flottum undirfötum, hringja í hann bara til að segjast elska hann (ef þú...

Re: Píptest

í Íþróttir fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég vil ekki deila mínu, því það er einstaklega lélegt. Okkur var reyndar aldrei sagt þetta með að stoppa og eitthvað ef við næðum ekki, við hlupum bara þangað til við gátum ekki meir. En náttúrulega ef við vorum alveg einu á eftir (semsagt hinumegin við alla hina ef þú fattar) þá hættum við bara sjálf, vissum að það var ekki rétt. Ég hata píptest.

Re: Harry Potter og Fönixreglan

í Harry Potter fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Tja, hann er reyndar stundum kallaður Snati í bókunum. Þegar þau eru að tala um hann fyrir framan fólk segja þau Snati, sérstaklega af því að Snape t.d. þekkir hann sem Þófa…

Re: rómantík

í Rómantík fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég held að opinber rómantík hafi minnkað. En rómantík innan sambanda er örugglega ennþá mikil, en að sjálfsögðu mismikil. Rómantík er heldur ekkert sérstakt. Mér finnst til dæmis mjög rómantískt þegar ég er með kærastanum mínum t.d. í Kringlunni og svo tekur hann allt í einu í höndina á mér. Til dæmis…

Re: Afhverju eru þið í skóla?

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Vegna þess að sumt af þessu er gott að vita. Til dæmis tek ég marga enskuáfanga til að skilja ensku betur þar sem ég ætla mér að búa í enskumælandi landi seinna meir. Auk þess taka fæstir háskólar við fólki með enga menntun nema þegar þau eru orðin eitthvað sérstakt gömul. En annars ætla ég í leiklistarskóla. Ég veit ekki hvort þau skoða mikið svona stúdentspróf og það (LHÍ gerir það samt, veit ekki með skólana úti). En ef það skildi svo ekki virka er gott að hafa eitthvað á bakvið sig… Svo...

Re: Jólaböll?

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Eh, MH ballið er líka annað hvort 18 eða 19 oog ég ætla ekki því ég er kúkur. :)

Re: er framhjáhald í lagi?

í Rómantík fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Nei. Framhjáhald er aldrei í lagi. Ef vinir hennar/hans segja ekki frá því þá vorkenni ég henni að hafa annaðhvort valið sér slæma vini eða valið sér kærasta með slæma vini. Framhjáhald er ALDREI í lagi.

Re: Varðandi „væmni“ og einelti

í Rómantík fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Sammála. Reyndar finnst mér alveg mörk á spamm fólks, en það tengist því ekkert hvort það er væmið eða ekki. Bætt við 29. nóvember 2007 - 23:31 Sagðistu annars ekki hafa læst þræðinum? Því hann er ekki læstur… eða var ég að misskilja? :)

Re: Nú leita ég á...

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Oh, nú er ég með þetta lag á heilanum!

Re: Nú leita ég á...

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Júróvissjón lög klikka sjaldan á íslendinga.

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Ég skildi aldrei þetta meðaltalsrugl, enginn í mínum skóla amk spáði í það. En já, þetta “ÞÚ DEYRÐ EF ÞÚ TEKUR EKKI SAMRÆMDUPRÓFIN” mætti alveg hætta

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Já reyndar. Mér finnst reyndar vitleysa að leggja samræmdu prófin af. Þau eru ekkert það erfið ef maður lærir nógu vel (sem ég reyndar gerði ekki, en fannst þau samt ekkert svo erfið). Og svo þarf bara að skipa kennurum að hætta að stressa krakkana, hafa þetta kannski úr minna námsefni líka…

Re: Stærðfræði/Prósentur :@

í Tilveran fyrir 16 árum, 12 mánuðum
Samt svolítið erfitt fyrir suma að muna aðferðirnar…

Re: Stærðfræði/Prósentur :@

í Tilveran fyrir 17 árum
Þessi þríhyrningur bjargaði mér á þónokkrum kaflaprófum í grunnskóla og framhaldsskóla

Re: Stærðfræði/Prósentur :@

í Tilveran fyrir 17 árum
Úps, linkurinn varð óvart vitlaus hjá mér Ýttu hér

Re: Stærðfræði/Prósentur :@

í Tilveran fyrir 17 árum
Ég lærði mjög góðan þríhyrnig fyrir prósentur… Sem ég ætla að teikna upp í paint og setja á netið eftir smástund fyrir þig, er ég ekki góð? Bætt við 29. nóvember 2007 - 14:02 [urlhttp://img512.imageshack.us/img512/5091/hlutideiltmedheildsinnufh3.png]Ýttu hér Já, þetta virkar semsagt svona. Ef þú ert með hluta og heild, sem þú ert með núna, þá gerirðu hluti deilt með heild, eða; 55/125 = 0,44 (=44%) Ef þú ert með hluta og prósentu þá geriru hluti deilt með prósentu; 55/0,44 = 125 Ef þú ert...

Re: Samræmd próf aflögð og kennaranám lengt.

í Skóli fyrir 17 árum
Nei, það eiga reyndar að vera “kannanir” svipaðar og samræmdu í 4. og 7. bekk í október. Og jafnvel að færa þau próf yfir í október líka, til að krakkarnir hafi svigrúm til að bæta sig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok