Ég er búin að þurfa að koma strætónöldri frá mér heillengi. Ég þarf að taka S4 á hverjum degi, tek síðan 12, 14, 3 ofl einstaka sinnum. Strætóinn minn kemur ALDREI á réttum tíma. Samkvæmt leiðabókinni og bus.is á hann að koma í strætóskýlið mitt 17, 37 og 57 en hann er oftast kominn 4-5 mínútum of seint. Jú jú, ég skil alveg að það er umferð, umferðaljós, hálka, snjór og fleira sem gæti tafið þá en sumir þeirra eru einfaldlega ekki að skilja að það er fólk til sem þarf að komast í skólann!...