Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Brighton
Brighton Notandi síðan fyrir 18 árum, 9 mánuðum 34 ára kvenmaður
838 stig
Áhugamál: Leikhús, Harry Potter
-Tinna

Úrslit Morfís! (24 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, hverjir ætla að skella sér á úrslit Morfís á föstudaginn? MH á móti Borgó. Umræðuefnið er hvort það ætti að vera eitt tungumál í heiminum og MH mælir með. Hverju spáið þið? Áfram MH! Bætt við 12. mars 2007 - 20:09 Reyndar frekar fúlt að MH er að keppa í Gettu Betur á sama tíma >_

:) Smá sögur (4 álit)

í Börnin okkar fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég þekki litla stelpu. Eitt sinn var soðinn fiskur í matinn hjá henni og mamma hennar setti fisk, karteflur og stóra smjörklessu á diskinn. Hún ætlaði svo að setja á sinn disk og klára að stappa þegar hún væri búin að því. Þegar hún teygði sig eftir disk dóttur sinnar var allt smjörið horfið… og krakkinn með útbelgdar kinnar! Annað skipti var stelpan í sveitinni hjá ömmu sinni og afa. Áður um daginn höfðu tvær mysingsdollur verið keyptar. Morguninn eftir var önnur opin, næstum búin og það...

Einhver útskýring eða bara tilviljanir? (7 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég hef síðan ég var svona 7 ára dreymt með reglulegu millibili að einhver nákominn mér deyi. Það hefur sem betur fer aldrei gerst, nema þegar afi minn dó þegar ég var 8 ára en þá var ég einmitt búin að vera dreyma nokkuð oft að hann hafi dáið. Eins hefur það oft gerst að manneskjan hefur meitt sig eða lent upp á spítala svona 1-2 vikum eftir draumana. Mig dreymdi t.d. fyrir um ári að amma mín hafi dáið og ég fór í jarðaförina og allt. Vaknaði og fann að koddinn var rennandi blautur. Seinna...

Óliver! (1 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Sagan um Óliver Twist var sett upp af LA árið 2004. Mjög gott leikrit og mikil aðsókn var í hlutverk krakkana. Ég fór meðal annars í áheyrnarprufur og gekk reyndar bara frekar illa þó ég segi sjálf frá. Ég fór svo á sýninguna og var hæstánægð, mjög góð sýning!

Samkoman? (34 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hver fór? Hvernig var? Hvað gerðist? Hvernig? Af hverju? Til hvers? Nú? Ég fékk köku í gær. Og hangikjöt áðan. Og ég er ótrúlega södd. Ég fór á Karíus og Baktus áðan og það er ótrúlega krúttlegt. Svo fer ég á “Ófagra Veröld” næsta fimmtudag. Og svo… eitthvað. Hvernig eydduð þið gærdeginum?

Tilvitnanakubbur! (2 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Sæl veriði! Ég var að skoða mig um á huga þegar ég sá svona “Tilvitnanakubb” og datt þá í hug að það gæti verið skemmtilegt að hafa svoleiðis hér. Þá gætu það til dæmis verið tilvitnanir eftir leikara, gagnrýnendur eða úr leikritum. Endilega sendið inn eins mikið og þið viljið, til mín eða hinna stjórnendanna. Við skiptum svo reglulega. Það sem þarf að koma fram er; Tilvitnunin Hver sagði hana Hvaðan (leikriti, viðtali, blaðagrein) Og ef hægt, ártal. Með leikhúskveðju! Brighton

*blót* (40 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Fokkings djöfulsins andskotans helvíti á jörðu! Also known as, Náttúrufræði103. ÉG HATA NÁTTÚRUFRÆÐI103. Við gerðum skemmtilegt um daginn en núna þurfum við að búa til skýrslu og svara spurningum um þetta skemmtilega… fyrir síðasta fimmtudag -_-“ Þetta er að gera mig geðbilaða. Hvers vegna þarf ég ÞRJÁ áfanga í raunvísindagreinum til að komast í leiklistarskóla? Einhver góð skýring? Gott að kunna ýmsa hluti en af hverju er ekki hægt að kenna á skemmtilega vegu -_-” Spúff!

Skróp (83 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Oh, ég er svo fúl við mig. Ég á það til að skrópa. Mikið. Á morgnanna þegar vekjaraklukkan hringir þá ætla ég bara að liggja í smástund í viðbót - eins og áðan. Og núna er næstum klukkutími síðan skólinn byrjaði og ég næ ekki í tíma til þess að redda því að fá ekki fjarvist. Ég kann engin ráð til að hætta þessu. Ég ætla alltaf að standa strax upp úr rúminu en ég geri það ekki. Og ef ég geymi símann minn annarstaðar, svo ég þurfi að standa upp, þá labba ég bara til baka! Einhver ráð?

Lýst þér vel á að hafa Trivia á /leiklist? (0 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 9 mánuðum

Janúartölur (3 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Halló! Í janúar lenti leiklistaráhugamálið í 110. sæti, á milli /danstonlist og /popp. Síðuflettingarnar voru 7221. Það er ekki gott þar sem við lækkuðum um 12 sæti! Vonandi byrjar þetta að batna og þess vegna minni ég á Þessa Tilkynningu sem gæti aukið ásóknina á áhugamálið. - Brighton

Pirr út í sjálfa mig (9 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég er venjulega mjög brosmild og jákvæð manneskja en stundum geri ég eitthvað lítið sem pirrar mig svo. Eins og áðan lét ég eins og fáviti og var eitthvað fúlleg þegar ég hafði ekkert til að vera fúl yfir! Ég veit ekki hvort ég var særandi við manneskjuna og ég er búin að segja fyrirgefðu en samt líður mér svo illa inn í mér fyrir að hafa látið svona kjánalega >_< Þó þetta hafi ekki verið eitthvað mikið. Stundum er maður eitthvað svo flókinn -_-"

Trivia? (9 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Notandinn Selten kom með góða hugmynd um að hafa Triviu á /leiklist. Mér lýst mjög vel á þetta en ég vil auðvitað ekki að þetta verði sett upp og enginn taki þátt svo ég ákvað að athuga hversu mikinn áhuga fólk hefði á því að taka þátt? Þetta myndi líklega bara byrja sem eitthvað auðvelt og sjá áhugann og getuna og svo verða erfiðara með tímanum. -Brighton

Valentínusardagurinn (59 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 9 mánuðum
“Valentínusardagurinn, puff! Ég þarf ekki á neinum degi að halda sem er búinn til að af verslunarfólki til að taka af mér peninga. Ég þarf engan sérstakan dag til að sýna einhverjum að ég elski hann. Þetta er bara asnaleg amerísk hefð sem á ekki rétt á sér á Íslandi, við höfum bónda – og konudag. Þessi dagur er hvort eð er bara gerður fyrir pör!” Þetta lýsir vel þeirri sjón sem margir Íslendingar hafa á Valentínusardeginum. Ég er ekki bara að segja þetta, ég fann mér nokkur blogg til að lesa...

Hjálp með val á kjörbók (8 álit)

í Skóli fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Nú er ég komin með lista yfir þær bækur sem ég má gera kjörbókarritgerð um í ÍSL103. Mig langaði að vita hvort einhver hefði lesið einhverja af þessum bókum og mæla með eða á móti þeim - með tilliti til að ég þarf að gera ritgerð um hana. Mig langar að lesa skemmtilega bók ekki einhverja dull bók sem verður leiðinlegt að gera ritgerð um. :D Bætt við 31. janúar 2007 - 22:27 Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur Opnun kryppunar eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur Persónur og leikendur eftir Pétur...

Pæling um 'Hunsa notanda' (13 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var að pæla hvað gerist þegar maður ýtir á ‘Hunsa notanda’. Ég geri mér grein fyrir því að það er til að notandinn böggi mann ekki, en hvað gerist t.d. ef manneskjan reynir að senda manni skilaboð eða svarar manni einhverstaðar? :)

Draugadans (2 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 10 mánuðum
LFMH er loksins að fara frumsýna leikritið sitt næsta laugardag! Ég setti það í Atburði en ég ætla að paste-a þetta hingað líka; “Þann 20. janúar næstkomandi mun Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýna hið æsispennandi leikrit Draugadans. Sýnt er í Tjarnabíói og byrja sýningar á slaginu klukkan 20:00. Hægt er að panta miða milli klukkan 14 og 17 alla daga í síma 846-2618. Sýningin er samansafn af íslenskum drauga- og þjóðsögum. Þessi sýning er ein síns dæmi og ætti enginn að láta hana...

Könnunin "Hver tók fyrsta skrefið?" (14 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég var að svara könnunnunni um hvor í sambandinu tók fyrsta skrefið og svaraði annað [við tókum skrefin eiginlega bara jafnt :P] En þá varð ég forvitin, ef þið eruð í sambandi, hvor tók fyrsta skrefið og hvernig? Ég er of löt til að skrifa mitt niður núna :P

Árstölur og Desembertölur (5 álit)

í Leikhús fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Góða kveldið, eða daginn. Þá eru árstölur 2006 komnar inn og þar lenti leiklist í 121. sæti, með 44305 flettingar,á eftir /klassik og á undan /idol Það er skiljanlegt þar sem þetta er frekar nýtilkomið og við skulum bara vera eins aktív og við getum á þessu ári og komast upp fyrir 100! Hver er með? Í desember lentum við í 98. sæti með 7373 síðuflettingar. :)

Gulur 'reykur' (7 álit)

í The Sims fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég er nú enginn Sims snillingur, en skemmti mér bara ágætlega í þessum leik. Núna er ég með eina konu sem býr ein og það er alltaf einhver svona gulur reykur í kringum hann. Alveg eins og þegar þau eru skítug, þá kemur svona grænn reykur, en þessi er gulur. Hvað er þetta eiginlega? Ég sá þetta út um allt og henti öllu úr húsinu hennar og byggði alveg nýtt en þetta kemur ennþá.

Heimska veður! (34 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég hata íslenskt veður! Í dag er búið að vera alltaf að skiptast á. Ég átti bókað flug kl. 11.15 til Akureyrar. Til mömmu, pabba, systkina minna, vina o.sv.frv yfir hátíðarnar. Mamma geymdi það meira að segja að gera laufabrauð þangað til í dag svo ég gæti verið með en NEI! Ógeðslega veðrið á þessu landi! Var komin upp í vél 11.30 og þá segir flugstjórinn að það sé of mikill vindur og það verði athugun kl. 12 og við beðin að fara aftur inn í hús. Klukkan tólf er okkur sagt að næsta athugun...

Kaffihús? (15 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Halló! Ég þekki ekki mikið hér í bænum, en ég og nokkrir vinir ætlum að hittast á kaffihúsi á mánudaginn og hafa það kósí svona rétt fyrir jólin og ég var að hugsa hvort eitthvert ykkar vissi kannski um gott, sætt kaffihús? Helst niðri í bæ - ekki í Kringlunni Og þar sem verðið er viðráðanlegt fyrir 16 ára fátæka námsmenn :) Takk takk!

Týpískt af mér! (36 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Argh! Ég þoli mig ekki akkúratt núna! Hvernig er þetta hægt? Ég týni ÖLLU. Það er staðreynd, en í 99.999999% tilvika finn ég hlutinn aftur og þá var hann oftast beint fyrir framan nefið á mér. En nú er ég búin að leita oft. Ég er búin að fá hjálp og ég er búin að leita út um allt! Mér tókst að týna tvem jólagjöfum! Jólagjöfum til bestu vina minna! Af hverju passa ég ekki upp á hlutina? Ég held í alvöru að ég þurfi sterkari gleraugu, og svona bíbthingy á ALLT! Argh! >___

Þú komst með jólin til mín - Björgvin Halldórs & Ruth Regnialds (5 álit)

í Rómantík fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Ég trúi því ei Hve allt er nú breytt Ég leitaði einhverju að En aldrei fann neitt Í vonlausri villu og brasi á enda Var ævinni eytt Ef fengi ég bara að vera friði Þá mátti fólk halda jól fyrir mér Ég stóð utan við allt þetta vesen Það gildir ekki lengur Ég vil eiga jólin með þér, með þér, með þér Það er allt breytt vegna þín Þú komst með jólin til mín, til mín, til mín Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér Nú á ég jólin með þér Nú á ég jólin með þér Allt það sem mér áður þótti skrítið...

Ertu þreyttur? (0 álit)

í Sorp fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok