Ég veit það allt of vel (IE er með eitthvað um 85% markaðshlutdeild, Firefox með um 10% Safari með 2% og hinir með minna). Ég sagði hins vegar að umrædd síða væri fyrir fáa sem ég þekki sem flestir nota þessa vafra :)
Þegar maður gerir síður fyrir sjálfan sig og fáa aðra sem fletir nota Firefox/Opera/Safari finnst mér alveg réttlætanlegt að leyfa IE að mistúlka síðurnar. Ég læt síðurnar samt alltaf virka í IE, bara ekki eins vel og í Firefox.
Ef þú ert að leita þér að bók þá getur verið að Vefsmíðahandbókin eftir Gunnar Grímsson komi að góðum notum, hún fjallar um allt það mikilvægasta við að gera vef í dag, bæði uppsetningu hans og kóðun í Dreamweaver hvaða editor sem er. Ég er ekki búinn að lesa hana alla en það sem komið er hefur mér fundist mjög gott
Prófaðu að setja <title> í head Gæti samt ekki verið betra að setja út refresh header með php? header(“Location: $url_full”); sjá http://is2.php.net/manual/en/function.header.php
Ég er til í að veðja við þig að sá sem kann vel á HTML og CSS verði fljótari en einhver sem vinnur í Dreamweaver að gera heimasíðu ;) Það er ekki hægt að forrita (php og asp) í Dreamweaver, eða það er hægt en tekur miklu lengri tíma en að gera það bara í notepad.
Það er nákvæmlega ekkert mál að ná þessu marki sem þeir eru með. Ég er búinn að vera með www.hullcity.tk í mörg ár án þess að fara nokkurn tíman á hana.
Help, I need somebody, Help, not just anybody, Help, you know I need someone, help! "ATH! Látið titil korkana vísa til innihalds. Ekki kalla þá hjálp, aðstoð osfr."-Forsíðan á /vefsíðugerð
Stuff.is er það ódýrasta sem ég hef fundið (ekki það að ég hafi leitað neitt mikið) Sem dæmi geturðu fengið 9400mb pláss 5-10mb MySql gagnagrunn (meira en þú munt sennilega þurfa) og 20 póstföng fyrir 40.000kr Þú getur líka reiknað út hvað þú þarft með gjaldskránni þeirra
Jájá, þessi síða er fín, útlitslega, en hörmuleg kóðalega. Það væri hægt að gera þessa síðu nákvæmlega eins nema með réttu, merkingarbæru HTMLi og CSSi. Það er ekki heldur janf “gaman” að skoða síður án alls útlits, en það er hægt. Það er ekki hægt á þessari.
Þegar þú ert búinn að læra flestann kóðann á bak við vefsíðurnar er Notepad2 mjög gott því það er létt í keyrslu, litar kóðann og fleira. Þangað til er Dreamweaver 8 besta forritið :)
Mér finnst nú þessi “skandall” vera blásinn upp. Allar síðurnar sem unnu áttu þessi verðlaun vel skilið. Varðandi staðla er svef.is vel gerð og fylgir þeim vel. Mér þykir líka vænt um þessa síðu því ég stúderaði hana í botn þegar ég var að byrja í CSS stússinu og lærði helling af henni. Hún er líka einföld og flott.
Arg.. ekki gera þetta svona. Notaðu frekar betri uppsetningu á HTMLinu: <ul> <li>Af og Amma <ul> <li>Pabbi og mamma <ul> <li>Ég og mín <ul> <li>Börn</li> </ul> </li> <li>Brósi</li> <li>systir</li> </ul> </li> <li>Frændi</li> </ul> </li> </ul>og svo framvegis Síðan geturu notað CSS til að fegra upp á listann
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..