Ég skal nú viðurkenna að ég fór heldur hörðum orðum um sveitina í fyrri pósti mínum, ég hlusta nú reglulega á þá þegar iTunes mitt velur þá handa mér, þá sérstaklega finnst mér Tarkus (lagið) vera alger snilld. En hinsvegar leiðist mér yfirhöfuð progg, sérstaklega á seinni hluta áttunda áratugarins og á níundaáratugnum, með endalausum synthum og ekki vott af frumleika. Upphaf þeirrar stefnur er allt annar handleggur þar sem bönd fóru að feta ný spor, eins og Pink Floyd og King Crimson, en á...