Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Gítarleikara Vanntar Band

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Vá þú ert gáfaður, þvílíkur hugsuður, framtíð heimsins er björt með menn eins og þig í fararbroddi. Vá hvað ég get verið fyndinn stundum. Hehe, jú það er nú alltaf hægt, að stofna bara hljómsveit, en það vantar náttúrulega fleiri og síðan er vesen með æfingapláss, er yfirleitt bara einfaldara að “joina” band sem er þegar komið af stað. En ég er alveg til, en það er bara meira vesen.

Re: Hvaða tónlist/hljómsveit?

í Músík almennt fyrir 18 árum, 1 mánuði
1. Eiginlega bara allur playlistinn minn, engin ein sveit sem kemur mér í betra skap en aðrar, síðan er ég alltaf í góðu skapi hvort eð er hehe 2. Tja, öll Another Side Of Bob Dylan platan, lagið Mr E's Beautiful Blues með Eels, allt sem ég á með Them 3 Puff the Magic Dragon með Peter Paul and Mary

Re: Gítarleikara Vanntar Band

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Úff, djöfull lýst mér á smekk þinn. En ég er nú líka gítarleikari á lausu, því miður. Langaði bara að hrósa þér fyrir góðan smekk.

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
takk

Re: Sol Campell

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hehe, ætli markmiðið hafi ekki bara verið að klára eins og einn æfingleik og pakka síðan saman. Annars er Sol Campbell sá besti í 06, engin spurning, og verður bara betri þegar hann eldist, ég er meðan hjá Arsenal á 2009 og hann orðið 34 eða eitthvað og hann brillerar í öllum leikjum sem hann spilar (fær nú samt ekki að spila alla leiki, orðinn of gamall í það).

Re: Fender Vs Squier

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Vá fólk virðist ekki sjá kaldhæðni þótt hún sæti ofan á því félagi, þetta var kaldhæðni er það ekki?

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já ég er alveg að fíla lookið á nýja editornum, alger óþarfi að hafa eitthvað fansí look á þessu, sérstaklega ekki ef það lengir loading tímann. Ég hef ekki rekist á þessi FM scout forrit fyrir Makka, notaði það þegar ég var enn á PC en hef ekki fundið þetta fyrir makkan, en þetta skiptir nú ekki miklu máli, nenni nú ekki að fara að vesenast eitthvað í kringum svona, maður finnur þá bara góðu leikmennina “the hard way” eins og sagt er. Annars er ég búinn að fatta þetta með “offer to clubs”,...

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
svo virðist vera

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
ok, get ég semsagt ekki valið hvaða klúbba ég vil targeta, eins og í gamla

Re: Áskorun til Færeyskra stjórnvalda

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já góðar pælingar, ætli þetta sé ekki rétt hjá þér.

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
ertu Makka þá? Svo virðist sem makka útgáfan sé gallaðri en hin, var svona ó 06, fullt af göllum sem engin kannaðist við í PC og síðan voru fullt af leikmönnum sem ég fann aldrei á makkanum eins og þessi Cardenas og Loe Bing meðal annars, jafnvel þótt ég væri með “huge” í DB og þannig.

Re: Áskorun til Færeyskra stjórnvalda

í Deiglan fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já, Íslendingar vart mikið skárri, en það er þó bannað með lögum að níða fólk vegna samkynhneigðar þeirra, jafnvel þótt að þeim lögum séu ekki alltaf fylgt. Íslendingar eru bara fordómafullir smáborgara upp til hópa, hálffyndið hvað við teljum okkur alltaf umburðalynd og miklur heimsborgara síðan um leið og það flytur hommi í blokkina þína að þá er ekki um annað rætt á húsfundum næstu mánuðina.

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
ok, geri það, þakkir Bætt við 27. október 2006 - 12:36 Búinn að tékka á þessu, ég get bara valið að haka við “Load Histories” og “Load Non-Playing Histories” eða eitthvað og ef ég vel það að þá verður editorinn bara helmingi lengur að loadast og ekkert breyst síðan. Annars er ég á makka og það er ekkert “edit-options” en ég fór í Preferences og þá voru bara ofantaldir möguleikar í boði.

Re: FM 07 - Kvartanir

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
ok, veit ekki alveg hvað þú ert að tala um en ég tékka samt á þessu, takk

Re: Meining We are the Champions?

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Jahá :D

Re: Greyið Paul

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Djöfull er þetta óþroskaður korkur og svörin við honum í samræmi, nema þá notanda að nafni Lucifersam. Þó svo ég sé lítt hrifin af kenningum kirkjunnar að þá mætti hér nota þær, ekki dæmi aðra og þá verður þú ekki dæmdur, umburðarlyndi og fordómaleysi eru dyggðir sem ber að virði og iðka.

Re: Leikmenn

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Birkir Bjarnason í Viking Stavangri er bara þrusu öflugur, sennilega sá efnilegasti í norska boltanum og lang efniliegasti íslendingurinn.

Re: Fender Deluxe Players Strat

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
http://www.music123.com/Fender-Deluxe-Players-Stratocaster—-Solid-Body-Electric-Guitar-i144260.music gersovel

Re: Fender Deluxe Players Strat

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
ég hef sagt það áður og segi enn, ef ég fæ mér strat verður það svona, nema blár það er ara flottasti strat sem ég hef augum litið.

Re: Eftirsóttur

í Manager leikir fyrir 18 árum, 1 mánuði
Já hann er stundum öflugur þessi, í einu seivi sem ég stofnaði var hann orðinn landsliðsmaður og var þessar þvílíku tölur eftir 4 season en í öðrum hefur hann bara gleymst í varaliði Fulham og farið í neðri deildirnar.

Re: Það ætti að banna sumu fólki að vera með bert á milli

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Hey smá spurning, þessi texti sem þú vitnar í í undirskriftinni þinni, úr hverju er hann? Þetta er allavega ekki úr laginu, er þetta einhver bók?

Re: Það ætti að banna sumu fólki að vera með bert á milli

í Tilveran fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það er nefnilega ekki verið að því, þessvegna er svona fólk í alltof litlu, ef þeir mundu framleiða föt í réttum stærðum að þá yrði þetta betra

Re: Þitt næsta hljóðfæri?

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
Næsti gítar (sennilega langt í hann því mig vantar ekki fleiri eða betri gítara) verður sennilega Fender, annaðhvort Strat eða Tele ef það verður Strat að þá fæ ég mér Deluxe útgáfu helst bláa en ef ég verð í Tele stuði (sem mér finnst líklegra) að þá verður það einhver flottur. Annars held ég að næst á dagskrá sé að fá sér einhvern góðan pikkupp í kassagítarinn og kannski floota munnhörpu og fleira trúbadorslegt. Síðan fær maður sér almennilegan bassamagnara ef maður nennir að spila á þetta.

Re: Semi Hollowbody gítar til sölu LÆKKAÐ VERÐ!

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 1 mánuði
ég held að ég hafi sagt þetta við þig áður en ég segji það bara aftur að þessi gítar er ofboðslega fallegur, alger bjútí. En ég á hollowbody gítar fyrir og er ekki að leita að öðrum.

Re: Ivan Rebroff

í Gullöldin fyrir 18 árum, 1 mánuði
Kannski ekki beint gullöld þó svo hann hafi verið hvað vinsælastur á þeim tíma, en samt alltaf gaman af svona öðruvísi, maður verðir svoldið þreyttur á þessum eilífa Zeppelin, Floyd og Queen hring sem rúller hér stöðugt. En hann er Þjóðverji var það ekki?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok