Dystópía er andstæðan við útópíu, útópía þýðir paradís, heimur þar sem allt er við ljúfa löð, dystópía er þá helvíti, heimur þar sem allt er farið til fjandans það eru engin tímarammi á þessum sögum, geta gerst í framtíð, nútið eða þátíð. Þetta er algerlega þverefnislegur flokkur, segir ekkert til um gerð bókanna, getur verið rómans eða grínsaga eða hvað annað sem til er. En yfirleitt eru þetta gagnrýnar sögur sem ætlaðar eru til að vara fólk við eða vekja fólki viðbrögð.