Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Chris Coleman rekinn frá Fulham (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Það sem mér fannst kannski stærsta fréttin í enska boltanum seinustu daga er brottrekstur Chris Coleman fyrrverandi leikmans og þjálfara Fulham. Fulham höfðu ekki unnið 7 leiki í röð og eru við fallsæti og lausnin var víst að láta Coleman taka pokann sinn. Þykir mér þetta einkar miður því mér fannst hann alveg vera búinn að gera glimrandi hluti með þessu félagi og búinn að þjóna þeim í 10 ár fyrst sem leikmaður og síðar þjálfari. Chris Coleman hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér meðal...

Hver er? (11 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þar sem þetta virðist vera vinsælt nú á tíðum ætla ég að prófa líka. Jæja hver er maðurinn á myndinni?

Mig vantar nafn á leik (11 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Hér forðum daga átti ég NES tölvu, og spilaði mikið, en síðan hætti maður, hún fór að safna ryki og eyðilagðist, allir leikirnir (nema Mario Bros/Duck Hunt sem gleymdist í drivinu) eru týndir. Mig vantar einfaldlega nafn á einum leik sem ég átti, ég man nú ekki mikið eftir honum en ég skal gera mitt besta að lýsa þessu. Eina sem ég man úr leiknum er að maður sá ofan á landið, svona svipað og í Adventure Island leikjunum (þetta er samt ekki hann/þeir), þetta voru einhverjar eyjar og maður gat...

Tónleikar (14 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Við vildum bara minni okkar kæru notendur á tónleika Tómasar R. og jazz sveitar hans í dag niðrí miðbæ Reykjavíkur. Tómas R. og hljómsveit hans munu leika seiðandi kúbverskan jazz fyirr gesti og gangandi fyrir framan Landsbankahúsið frá 15-17 í dag. Eru þetta fyrstu tónleikar sveitarinnar hér á landi síðan þeir komu heim úr tónleikaferðalagi fyrir stuttu. tekið af http://mbl.is Endilega nýtið tækifærið og kíkið niður í bæ í dag, sérstaklega ef veðrir verður jafn blítt og núna. Kveðja Stjórnendu

Könnun (1 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Sá notandi er sendi inn könnun nýlega sem var hafnað er vinsamlegast beðinn um að senda hana inn aftur, í gáleysi ýtti ég óvart á “eyða” takkann í stað þess að samþykkja hana enda fínasta könnun. Ég man ekkert hver sendi hana inn né um hvað hún fjallaði svona almennt, ég man bara að þetta var fín könnun. Kveðja WoodenEagle P.S. það er hálf aumkunarvert að þurfa að eltast við eina könnun sem týndist, en þetta er raunin, flæði á efni hér inn er svo lítið að ekkert má bera af, ég sé ekki fram á...

The Weavers (0 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hér er mynd af þjóðlagasveitinni The Weavers sem var gríðarlega vinsæl á fimmta og sjótta áratug síðustu aldar í Bandaríkjunum. Í þessari sveit var meðal annars Pete Seeger (neðst til vinstri með banjó) sem er einn þekktasti þjóðlagaflytjandi bandaríkjanna fyrr og síðar. Þessi sveit átti mjög erfitt uppdráttar á sínum tíma, aðallega vegna vinstrisinnaðara skoðanna og texta og lenntu illilega í McCarthyismanum svokallaða. Þessi sveit hafði áhrif á hina miklu endurreisn þjóðlagatónlistar á...

Fairport Convention (1 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hérna má sjá koverið á fyrstu plötu bresku folk rokk sveitarinnar Fairport Convention. Eins og stendur er þetta eina plata þeirra sem ég hef heyrt en því verður fljótlega breytt því þetta er alveg ótrúlega góð plata. Það hafa nú ekki verið sendar inn margar myndir af þessu bandi, er fólk eitthvað að hlusta á þetta?

Evgéni og dulmálið (12 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Evgení sat við tölvu seint á mánudagskvöldi, þó svo að miður vetur væri svitnaði Evgéni óeðlilega mikið og hafði ekki augun af skjánum sem birti tölur sem við fyrstu sínum virtust vera algerlega tilviljanakenndar en raunin var að þarna var á ferðinni háþróað dulmál, og Evgéni ætlaði að leysa það, hann þurfti að leysa það, líf hans lægi að veði. Evgéni hafði setið þarna undanfarna tvo sólarhringa og horft á mismunandi talnarunur birtast á skjánum ásamt því að hripa þær samstundis niður í...

Bjargvættir rokksins! (13 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Loksins, loksins, er orðinn þreyttur á þessu kjaftæði. GWYNEDD, WALES—Calling it the planet's last, best hope for saving rock music, the Guardians of the Protectorate of Rock announced Monday that they would take the extraordinary step of unleashing a never-before-heard Jimmy Page riff, hidden for decades in a mythic, impenetrable vault. “We who believe in the immortality of rock took a vow 30 years ago that we would never release this incredibly powerful force unless we faced a Day of...

Greinakeppni (20 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, fyrir stuttu var hér í gangi könnun um hvort halda ætti greinakeppni, eða réttara sagt hvort fólk muni taka þátt. Samkvæmt þessari könnun sögðust 8 manns ætla að taka þátt og 9 sögðu kannski, þannig að ljóst er að við stjórnendur hér verðum illilega svekktir ef það koma ekki inn minnst 8 greinar +2-3 frá “Kannski” hópnum. Það væri óheiðarlegt að segjast ætla taka þátt í greinakeppni en sleppa því síðan, það væri að ljúga, og hér eru engir ligarar er það? Þar sem 8 greinar eru alveg...

Brad Delp - Látinn (9 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Ég sá þetta á einhverri síðunni og ákvað að láta fólkið hérna vita, ef það vissi þetta ekki nú þegar. En Brad Delp sem lengst um var söngvari rokkhljómsveitarinnar Boston lést í gær. Ég hef nú ekkert hlustað á Boston að neinu ráði en hér eru eflaust manneskjur sem það hafa gert.

Trivia úrslit (8 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, þáttaka í þessari triviu var skammarleg, algerlega, þetta verður í síðasta skipti sem ég nenni að eyða tíma mínum í að búa til triviu fyrir engan. Mér fannst trivian alls ekki vera erfið, farið var yfir vítt svið og spurningarnar all flestar um mjög þekkt bönd eða atburði, ég var ekki að spurja um indverska tónlistarmenn eða biðja neinn að rekja ættir Bob Weir um 7 ættliði. En nóg með skammirnar, það er komið að skemmtilegasta hlutanum, svörunum og úrslitum. Ég ætla að byrja á því að...

Stríð! Stríð! (5 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Já þið heyrðuð rétt. Lengsta friðartímabil mið og vestur Evrópu síðan Pax Romana hefur nú verið rofið skyndilega. Nú er bara að bíða hvaða ríkistjórn er fyrst til að fordæma þessa augljósu stríðsglæpi. Andrúmsloftið í hinum vestræna heimi hefur ekki verið jafn eldfimt síðan Krúsjoff lét útbúa kjarnorkusprengjuskotpall á Kúbu. Þriðja heimstyrjöldin er hafinn, Bandaríkjamenn hafa þegar heitið þáttöku og Kínverjar eru með vopnasamning við stríðsglæpamennina. Spurningin sem brennur á vörum allra...

Saga frá Afríku: Ferðin til höfuðborgarinnar 2. kafli (0 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Það eru liðnir 2 mánuðir síðan Pópé fór til höfuðborgarinnar og enn hefur ekki heyrst orð frá honum, flestir þorpsbúar eru orðnir áhyggjufullir. Þannig vill það til að Salamon, faðir Owasa, þarf að fara til höfuðborgarinnar vegna vinnu sinnar og eftir mikið þras fær Owasa að fara með pabba sínum og halda þeir af stað um morguninn, fótgangandi til Kaye þar sem þeir fá far til höfuðborgarinnar, þangað eru um það bil 70 km en þeir láta það ekki á sig. Owasa hefur aldrei komið til...

Fyir hvern er leikurinn gerður? (63 álit)

í Tilveran fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta er ekki beint nöldur en hef samt ekki hugmynd um hvar á að setja þetta. Ég fór í keilu í gærkveldi með félögunum, í Öskjuhlíðinni. Um leið og stihið er inn fyrir dyrnar dynur á hljóðhimnurnar einhver tölvugerð lúppa, í alveg massífu hátalarakerfi. Ljósin eru auðvitað slökkt á brautunum og einhver neon blá ljós í gangi. Fyrir hvern er þetta eiginlega? Afhverju þarf að hafa þetta svona? Afhverju er ekki bara hægt að fara í keilu og spjalla og skemmta sér? Afhverju þarf maður að öskra til...

Syndsamlegar ánægjur (72 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég setti kork hérna inn fyrir stuttu sem eitthvað fór úrskeiðis og sumir virtust ekki geta hamið sig í skítkastinu, ég ætla að reyna aftur en nú með annan vinkill. Það hafa allir gaman af tónlist sem þeir eiga ekki að hafa gaman að, allir hafa sín frávik. Það væri til dæmis ekki talið eðlilegt fyrir harðasta metalhaus að hafa neitt sérstaklega gaman af Eminem, eða fyrir Led Zeppelin aðdáanda að hlusta nýjustu teknó eða house lögin. En það er staðreynd að allir hafa svona “guilty pleasures”,...

Original Dixieland Jazz Band (11 álit)

í Jazz og blús fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta er mynd hinu fornfræga O.D.J.B., hljómsveitin sem gerði fyrstu jazz upptökuna og var í hópi þeirra fyrstu til að gera jazzin vinsælan meðal almennings.

Hvernig í andsk... (10 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Ég er hérna að spila þennan nýjasta Zelda á Wii tölvunni og þetta er alveg fáranlegt. Ég er rétt svo nýbyrjaður, er ennþá í þessu ekkisens þorpi þar sem ég á að gefa einhverjum djöfulsins ketti fisk en það bara er ekki hægt. Ég get ekki veitt fiskinn, þegar ég tek stöngina upp úr vatninu að þá fylgir aldrei neinn helvítis fiskur með. Þetta heppnaðist í fyrstu tvö skiptin en síðan bara ekkert. Þetta er að gera mig fokkin ruglaðann. Ég er farinn að halda að þetta sé galli, ef að allur...

Hefurðu svindlað í Triviunni? (Svara heiðarlega!) (0 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum

Saga frá Afríku: Owasa Desi 1. kafli (1 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Owasa Desi er 10 ára strákur frá afríkuríkinu Burkina Faso, hann býr í litlu þorpi rétt fyrir utan borginna Kaya þar sem fjölskyldan heldur út nokkrum geitum og hænsnum ásamt því að Salamon faðir hans, þarf að fara til borgarinnar að vinna á hverjum degi. Owasa á líka yngri systur Nia og móður Opei, hann er heppin að eiga svona marga að og hann veit það. Owasa fer í skóla tvo daga í viku, hann þarf að labba yfir í næsta þorp en honum finnst það ekki langt, í skólanum lærir Owasa lestur og...

Ferðalög Gúllivers (3 álit)

í Bækur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hérna er mynd af opnu fyrsta heftis af bókinni Ferðalög Gúllivers eftir Jonathan Swift. Margir hafa eflaust lesið einhverja hluta úr þessari bók, svo sem Gúlliver í Putaland og svo framvegis.

Nýtt Upphaf (17 álit)

í Manager leikir fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þetta er áframhald úr fyrri grein minni um Arsenal tímabilið 06/07, þegar hérna er komið við sögu er tímabilið 08/09 að hefjast, það sem gerðist á milli var lítið og leiðinlegt tímabil þar sem ég var í basli með Arsenal en með frábærum lokasprett náði ég deildinni en datt út í öllum öðrum keppnum. Fyrir tímabilið fór ég á leikmannamarkaðinn eins og venja er á sumrin, þó var mesta fjörið í sölum hjá mér en ég selldi fyrir alls 35 millur það sumar þeir sem fóru voru: Francesc Fabregas (MC) –...

Tim Buckley (10 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Þessi væni maður hét Tim Buckley, frábært skáld og magnaður söngvari. Hann spilaði allskonar, byrjaði í fólk tónlist og sýkadelíu en fór síðan yfir í jazzinn á seinni plötum sínum. Hann lést ungur að aldri árið 1975, 28 ára gamall. Hann er einmitt faðir Jeff Buckley sem einnig var þekktur fyrir magnaða söngrödd. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni eins og sagt er.

Tónlist sem þið eigið að fíla en gerið ekki! (285 álit)

í Gullöldin fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Hérna á gullöldinni er alltaf eitthvað í gangi, á hverjum degi uppgötvar heppin einstaklingur nýja hljómsveit, hver kannast ekki við þá unaðslega tilfinningu. En inn á milli leynast vonbrigði, sumar hljómsveitir eru bara ekki að gera sig fyrir ykkur, alveg sama þótt að allir lofa þær í hástert, og þú mundir hugsanlega vera barin(n) í köku fyrir að tjá gremju þína gagnvart ákveðnum hljómsveitum. Jæja, nú ætla ég að gefa ykkur tækifæri á að lýsa yfir óánægju með þær hljómsveitir sem lofaðar...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok