Sænski djasstónlistarmaðurinn Esbjörn Svensson, 44 ára, lét lífið í köfunarslysi í Stokkhólmi um helgina. Í sænskum fjölmiðlum hefur komið fram að Svensson var að kafa með hópi af fólki og köfunarkennara, nærri eyjaklasa í kringum Stokkhólm, þegar hann hvarf skyndilega. Svensson fannst á sjávarbotni, með alvarleg meiðsl, og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús, þar sem hann lést. Umboðsmaður Svensson segir hann hafa verið einn áhrifaríkasta djasstónlistarmann síðasta áratugar, sem náði til...