Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Bouclier
Bouclier Notandi frá fornöld Karlmaður
24 stig

Re: Meistarinn 32. ára.

í Formúla 1 fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég las þessa frétt í slúðurblaðinu Mogganum. Þar var sagt frá því að bræðurnir Michael og Ralf væru frá Alsír og hétu Farouk og Hassan. Miðað við ökulag eldri bróðursins, þá mætli ætla að þessi frétt sé rétt. Munið líka að Moggin lýgur aldrei.. :)

Re: Fjármál heimilana

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Spila Matador? Syngja með útvarpinu? Ef að ég myndi neyðast til að syngja með útvarpinu, þá myndi ég nota Rás1 til þess. Ógurlega góð útvarpsstöð, sem ég er neyddur til að borga af afnotagjöldin hvort sem mér líkar betur eða verr (það er verr í mínu tilfelli, ef einhver velkist í vafa um það). Kannski að maður rauli næst með tilkynningalestri Gerðar G… :)

Re: Fjárreiður stjórnmálaflokka

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Já já, þér er fyrirgefið að stíga aðeins útfyrir umræðuefnið. Ég ætlaði aðeins að minna menn á að fara alveg út um víðan völl í umræðunni.. :- ) Svo maður svari þessu í réttri röð: 1. Nei, auðvitað setur maður ekki lög eingöngu vegna þess að aðrir hafa gert það. Hins vegar er ástæða að skoða ástæðurnar fyrir því að aðrir hafa séð sig knúna að setja slík lög. Ég var aðeins að reyna að benda á að menn í öðrum löndum geta varla verið að setja lög um hluti eins og fjármál stjórnmálaflokka að...

Re: Fjárreiður stjórnmálaflokka

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Erum við ekki komin aðeins fyrir utan umræðuefnið með sjálfstæðisbaráttunni '44 og prentvélum Þjóðviljans? Svar var ekki komið við spurningu minni úr fyrri pósti: Fyrst að flest, ef ekki öll vestræn ríki hafa séð ástæðu fyrir því að setja reglur eða lög í einhverri mynd um fjárframlög til flokka (ath. að ég er aðeins að tala um fjárframlög fyrirtækja og einstaklinga), er þá ekki ástæða fyrir okkur að skoða setningu slíkra reglna? Eru aðstæður á Íslandi svo sérstakar, eða voru menn í fyrr...

Re: Fjárreiður stjórnmálaflokka

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Í þessu sambandi er ekki hægt að bera saman fjárreiður einnar persónu og heils flokks. Það er eitt að almenningi komi ekkert við hvaðan hver og einn einstaklingur fær tekjur sína (þó hægt sé að komast að því með því að skoða skattskýrslur hans, sem eru opnar almenningi), og hvort almenningi komi við hvaðan stjórnmálaflokkar fá tekjur sínar. Það er í raun fáránlegt að halda því fram að almenningi komi þetta ekki við, eins og dæmin hafa sannað, nú síðast í Þýskalandi Kohls. Allsstaðar í...

Re: Fjárreiður stjórnmálaflokka

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það er nokkuð til í þessu hjá þér Andrés, sérstaklega í sambandi við bókhald forsetans. Aðrir aðilar en Sjálstæðismenn hafa þó lýst yfir vilja til að opna bókhald sitt, en þó ekki fyrr en búið er að semja lög eða reglugerðir um slíkt. Hvort það er til eftirbreytni að vera fordæmisgefandi í þessu efni skal ósagt látið, en Davíð hefur staðið svo fast gegn því að opna bókhald flokksins, að menn hafa farið að spyrja sjálfan sig hvað sé eiginlega verið að fela.

Re: Davíð vill breyta lögum um Hæstarétt

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Hvernig getur staðið á því að Hæstaréttadómur sem er gegn ríkisstjórninni er pólitískur þegar mikill meirihluti dómarana eru Sjálfstæðismenn? Eru Flokksmenn að snúast gegn Flokknum?

Re: Re: Davíð vill breyta lögum um Hæstarétt

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég botna ekkert í manninum frekar en fyrri daginn. Af hverju athuga þessir menn ekki betur hvaða lög þeir setja saman áður en þeir samþykkja þau á Alþingi? Er ekki slysið í þessu máli að lögin vöru samþykkt '98, þrátt fyrir alvarlegar athugasemdir margra aðila, og þar á frá formanni heilbrigðisnefndar Alþingis? Var ekki “slysið” bara það að lögin voru samþykkt? Davíð er eingöngu að leika sama leik og hann leikur alltaf þegar hann kemst í vandræði, þ.e. að kasta rýrð á aðilann sem gerði á...

Re: Re: Re: Re: Re:

í Knattspyrna fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Ég hef lengi horft frekar á ítalska boltann frekar enn þann enska, eða allt frá því að ég fór að skilja fótbolta. Ég held nefnilega að enski boltinn sé fyrir fólk sem vill helst sleppa við að hugsa og bara horfa, ég (og aðrir) sem pælum virkilega í fótbolta skiljum hvað ítalski boltinn er með mikla yfirburði yfir þann enska, yfirburðir sem kristallast í hverri Evrópukeppninni og Heimsmeistarakeppninni á fætur annarri.. Auðvitað getur verið jafn gaman að horfa á 0-0 leik eins og 4-3 leik,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok