Lampar eru eins og bensín, þeir virka þangað til að tankurinn er búinn og ef keyrt er með sparnað í huga endast þeir lengur. Ég er með magnara sem í eru lampar frá árinu 1948 en hafa aldrei verið keyrðir á fullu og sánda rosalega flott. Alger misskilningur að það þurfi að skipta um lampa ef sándið fer versnandi, það þarf hinsvegar að stilla magnarann innbyrðis (laga BIAS) og það gerir fagmaður. Akkúrat það sem þú þarft að gera sem ert með 50watta marshallinn.