Bubbi mætti í MR í dag og verð ég að segja að hann náði til mín og gjörsamlega allra að ég held. Hann fékk gott lófaklapp eftir fyrirlestur sinn ef fyrirlestur má kalla, því mér fannst hann meira vera að tala við okkur. Þetta var sko alls ekkert “kúl” mynd sem hann dró upp af eiturlyfjum, þveröfugt. Mér finnst allavega ekki “kúl” að missa af öllum jólum sem krakki og unglingur, hafa lítið sem ekkert þekkt móður sína og skynja heiminn í gegnum eitthverja þoku. Hann á heiður skilið fyrir að...