Ég á einn klár, 15 vetra og heitir Erpur. Hann er “dökkskoljarpur, stjörnóttur.” Þegar ég fékk hann, þá réði ég eiginlega ekkert við hann, þar að auki var hann í rokum. Í heilan vetur fór ég ekkert á bak en var bara að vesenast uppi í hesthúsum, þann vetur urðum við rosalega góðir vinir, ég kenndi honum að heilsa og núna heilsar hann oft að fyrra bragði. Ég fór á námskeið með hann og náði tökum á honum, núna rýkur hann ekki lengur með mig, því ég komst að því að hann vildi alls ekki koma mér...