Ég er alveg sammála, jafnvel þó ég hafi ekki alist upp við leikjatölvur, heldur sé bara nýlega komin í bransann og sé ekki alvarlega hengd á þær. Ég held að þetta fylgi bara kynslóðinni, krakkar eru orðnir ófyrirleitnari gagnvart öllu, hlutum, fólki, dýrum og hverju sem er. Virðingarleysi er einfaldlega ríkjandi þessa dagana. Ætti næsta kynslóð fyrir ofan krakka dagsins í dag kannski að skera upp herör gegn þessu og innræta sínum afkvæmum betri siði?