Það er í rauninni ekki hægt að lesa, en það er hægt að halda að maður hafi og geti lesið. Alveg eins og það er hægt að halda að maður kunni frönsku þótt maður kunni hana ekki í alvöru. Ef maður fattar að maður sé í draumi (kemur stundum fyrir) og reynir svo að lesa, þá sér maður bara eitthvað rugl eins og “f&eprð%afj”. Svo þegar maður lítur í burtu og svo aftur á sama textann þá er hann allt öðruvísi. Þetta er vegna þess að sá hluti heilans sem sér um að þekkja stafina er ekki starfandi, eða...