Ég mæli sterklega með Hverahlíð. Flottur skáli við endann á Kleifarvatni. Nýuppgerður og flottur. Rafmagnið í skálanum er keyrt með sólarrafhlöðu svo það er ekki alveg endalaust. Góð kamína sem hitar skálann mjög fljótt, gaseldavél. Útikamar er við skálann. Ef ég man rétt þá eru 15 dýnur í skálanum en alveg hægt að fara með stærri hópa þangað svo lengi sem fólk mætir með dýnur. Nánari upplýsingar hjá skálanefnd Hraunbúa, hverahlid@hraunbuar.is