Mér finnst líklegast að þeir hafi fengið sér að borða stuttu fyrri æfingu. Ef maður ætlar að gera það þá er gott að borða í síðasta lagi klukkutíma fyrir æfingu.
Skemmtileg hugmynd hjá þér HwaRang! Ég fór í Karate i ca. 3 mánuði þegar ég var 10 ára, en fékk leið á því af því að það var ekki eins og í bíómyndunum sem ég var að horfa á (Bruce Lee og Ninja myndirnar með Lee Van Cliff). Leigði mér fyrstu 2 UFC keppnirnar í kringum 1995 og þá kviknaði áhuginn á bardagalistum aftur. Kíkti á einhverjar kung fu æfingar hjá Jimmy, þegar hann var í Gym80 en hætti þar snemma aftur. Byrjaði í World Jiu Jitsu 1999, var farinn að kenna þar árið 2000 og orðinn einn...
Tad er satt ad segja sart ad lesa sum commentin herna. Pota i augun…sla hann med flotum lofa…. please, ekki vera ad tja ykkur um eitthvad sem tid haldid ad virki. Maettu bara a aefingu hja Mjolni og biddu einhvern um ad syna ter hvernig tu att ad losna ur tessu taki. Jon Gunnar lysti tvi nokkud vel. Tad getur verid saraeinfalt (ekki alltaf taegilegt samt) ad losna ur tessu taki.
Latino, alveg rólegur að fara strax í vörn. Ég var bara að benda á að Matt var að tala um TMA bardagamann sem að hefur aldrei sparrað við einhvern með mótspyrnu. Ég var ekki að segja að ALLIR sem að æfa TMA sparri ALDREI við einhvern með mótspyrnu :)
Latino, ég held að Matt hafi verið að taka dæmi um einhvern sem að hefur æft traditional bardagaíþrótt í 10 ár og aldrei sparrað við andstæðing sem að streitist á móti, viti ekki hvernig það er að nota það sem hann hefur verið að æfa, ef hann skildi sparra við einhvern sem að streitist á móti.
Jú það er rétt, ég mætti á æfingabúðirnar en Jón Gunnar komst ekki. Jón Gunnar var búinn að vera að æfa/kenna BJJ í rúmt ár þegar Jao Pedro kom hingað á vegum Egils. En það skiptir engu hver byrjað fyrst, heldur hvar þú lærir best. Eins og alltaf þá hvet ég alla til að prófa fleiri en einn stað og velja það sem að þér lýst best á!
eitt er segja annaðer að gera og það er vandamálið hja k-1 fighterum .. góðu boxaranir hefðu hlaupið inni þa´og RÚSTAÐ ÞEIM K1 hefur verið með keppni þar sem að allt cardið var Muay Thai/Kickboxarar á móti boxurum og ekki 1 boxari vann sinn bardaga. Það er samt ekki þar með sagt að það sé ekki hægt. Ég er ekkert að setja út á box með því að segja þetta, boxarar eru án efa með bestu hendurnar af öllum bardagasportunum. Staðreyndin er hins vegar sú að lappirnar á okkur mannfólkinu eru...
Afsakið stelpur, ég ætlaði ekki að útiloka ykkur! Titillinn ætti að vera “Hver ykkar myndu vilja keppa…..” Þetta verður að sjálfsögðu opið fyrir bæði kynin.
Mér fynnst að forsvarsmenn Huga.is ættu frekar að taka sig til og hafa spjallið hérna eins og það er á flest öllum öðrum spjallsíðum. Þ.e. að um leið og einhver bætir við einhvern kork að þá færist sá korkur efst á listann í stað þess að vera á sama stað í röðinni og þegar hann var settur inn upprunalega! (vona/býst við að þið skiljið mig)
Sæll Diðrik, Við erum nokkrir úr Mjölni sem erum að spá í að kíkja á þetta hjá þér, en höfum lítinn áhuga á vopnunum. Er hægt að droppa inn hvenær sem er, eða villtu frekar hafa fólkið allan tímann? Kveðja,
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..