ég veit ekki. Ég held að það sé mismunandi. Ég hef æft á fiðlu og píanó og það er bara of ólíkt til þess að bera það saman. Og svo spila ég líka á slagverk í lúðrasveitinni (tabúrínu, kúabjöllu, wood-block, symbala, klukkuspil og þríhorn) en ég held að það sé erfiðast. Kannski af því að ég er að spila með öðrum og er ekkert sérstaklega taktviss. En annars finnst mér auðveldast að spila á píanó af þessum hljóðfærum enda komin lengst á því á svo stuttum tíma!!!!