Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Háskólar í UK og stúdentspróf

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Er til eitthvað almennilegt enskt orð yfir stúdentspróf? Ég hef stundum reynt að útskýra íslenska menntakerfið á ensku og mér hefur alltaf mistekist hrapalega.. það er vonlaust á meðan maður veit ekki einu sinni hvað menntaskóli á að kallast!

Re: Háskólar í UK og stúdentspróf

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Örugglega bara venjulegt stúdentspróf af bóknámsbraut eins og í háskóla á Íslandi. Þó mikil sögukunnátta sé alltaf æskileg þegar maður skráir sig í svoleiðis nám er ekkert sem segir hvað maður eigi að taka í framhaldsskóla. Það eru ekki nema örfáar háskólagreinar sem biðja um ákveðinn einingafjölda í viðkomandi fagi. Það er bara auðveldara að komast í gegnum nám ef maður hefur góðann grunn :)

Re: ágúst

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Jú ég hlakka geðveikt til =)

Re: í hvaða skóla ertu?

í Skóli fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Er að fara á 3. ár í ME ;P

Re: .... tómir veggir

í Myndlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Nota bara fína pensla :) Nei annars, skil hvað þú átt við. Maður fær líka bara húsamálningu í gámatali en ekki smá eins og akrýl. Þú getur kíkt á það hvernig þetta kom út hjá mér á http://flickr.com/photos/grapefruit313/

Re: .... tómir veggir

í Myndlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Tja… ég notaði bara venjulega málningu sem maður notar á vegg til að mála grunninn hjá mér (3 mismunandi grænir litir) en annars er ég bara með nokkrar litlar myndir á veggnum sem ég teiknaði bara með acryl málningu sem ég hertók heima hjá mér en voru upphaflega notaðir í að mála einhverjar spýtur (svona föndur dóterí eitthvað). Ætla að gera tilraun með að nota blek einhverntíman.. gæti komið skemmtilega út :P

Re: mála vegg

í Myndlist fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Flott þarna myndin númer 2 ! :) Drekinn.

Re: Gyllti Kompásinn: Fylgjur

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Minn heitir Adan og er “jackal”. Hvaða dýr er það? Einskonar refur/kattardýr Bætt við 23. júlí 2007 - 18:59 Komst að því að það er sjakali :P

Re: Rússneska (Русский язык)

í Tungumál fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Flott grein :) Ég er einmitt að byrja í RÚS103 í skólanum í haust ;)

Re: Múmínálfarnir ^^

í Teiknimyndir fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Án efa einir bestu þættir sem gerðir hafa verið!!

Re: Toto

í Gullöldin fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er flott lag, sammála þér. Hef samt heyrt of fá lög til að geta sagt eitthvað til um hvað mér finnst flott.

Re: House - sería 3. **spoiler**

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Að segja að þau öll hætti? Ekki hefði ég allavega viljað vita það fyrir fram nema náttúrulega ef um umræður og vangaveltur hafi verið að ræða.

Re: House - sería 3. **spoiler**

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Of seint, þau eru föst :P Og Hugh Laurie líka. Annars reyndar, ég væri alveg til í að sjá leikarann sem leikur Chase í öðrum þáttum eða jafnvel bíómyndum. Get ekki gert að því en ég sé hann bara fyrir mér í dramaþáttum eða ástarmyndum. :P

Re: Besti þáttur ever

í Spenna / Drama fyrir 17 árum, 6 mánuðum
House :D

Re: How did thee fare, what have thee seen

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mér finnast puttarnir kúl þarna :P

Re: Siðferði í fjölmiðlum

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Eitt orð: Slæmt. Bætt við 15. maí 2007 - 20:24 Alveg rétt.. ég skrifaði 5 bls ritgerð um auglýsingar og fór aðeins inn á siðferði bara fyrir hálfum mánuði.

Re: Og Kukkan er.

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Mín er 20:21 and still counting! Bætt við 15. maí 2007 - 20:22 Ég er eina sem kom ekki með skítkast og svaraði spurningunni!

Re: Jæja

í Söngvakeppnir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Eurovision er ekki fyrir alvöru tónlistarfólk sem er að gera það gott út í heimi. Annars veit ég ekki með sigurmöguleikana með Björk :P Hversu vel er hún þekkt í Austur-Evrópu? Og hvað er vinsælt í A-Evrópu? Allavega hef ég verið í Króatíu og að hlusta á útvarpið þar er svo slæmt (vondur tónlistarsmekkur) að FM957 er himnaríki við hliðina…

Re: Stjórnarmyndun

í Stjórnmál fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég held að D+S stjórn sé það eina góða sem hægt er að gera í stöðunni. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu myndað stjórn en ég efast um að hún muni ganga upp lengi þar sem þjóðin er greinilega á því að Framsókn eigi að taka sér frí. Þessi stjórn myndi ekki hafa nálægt því eins mikið traust og hún ætti að hafa, Íslendingar eru á því að eitthvað þurfi að breytast! Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingu myndi njóta mesta traustsins og eiginlega eina leiðin til að koma einhverjum...

Re: Flickr

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 6 mánuðum
http://www.flickr.com/photos/grapefruit313

Re: Teikniborð?

í Myndlist fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Okei. Kannski ég ætti að skella mér á þetta :o)

Re: Hve lengi hafið þið..?

í Myndlist fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég teiknaði og litaði alveg svakalega mikið þegar ég var yngri. Svo hætti ég í kring um 6. bekk og teiknaði varla 1 mynd fyrr en ég endur-uppgötvaði hvað það er gaman að teikna í 10. bekk og byrjaði þá á því og gat greinilega ekki hætt þar sem ég er á listnámsbraut í framhaldsskóla :P

Re: Hann reið gegnum rökkurskóg ...

í Myndlist fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég hætti líka, aðeins seinna bara og byrjaði fyrr aftur ;)

Re: Sendi glósur fyrir SAG-103

í Skóli fyrir 17 árum, 6 mánuðum
grapefruit313@gmail.com Bætt við 7. maí 2007 - 14:57 Takk :D :D

Re: Teikniborð?

í Myndlist fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Cool. Mig hefur langað í svona borð lengi en aldrei vitað almennilega hvað er gott og hvað ekki og ekki treyst mér í að kaupa bara eitthvað. En í hvaða forrit byrtist svo teikningi? Bara í phtooshop, paint, illustrator og þannig eða er þetta eitthvað sérstakt forrit sem fylgir með?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok