Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

BessiB
BessiB Notandi frá fornöld 974 stig

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Mikið rétt. Þetta var ekki nóg. Ofan á þetta bættist flóttinn og skrílslætin við lögregluna. Það virðist sem þú getir aðeins séð einn hlut í einu. Þú verður að átta þig á að ekkert þessara atriða dugar eitt og sér en þegar þau eru öll komin saman þá erum við komnir með næga ástæðu.

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þeir tala samt mismikið eins og þeir hafi horft á hlutinn gerast.

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þetta var langt frá því að vera einn maður. Þetta var stór hópur auk þess hafði enn stærri hópur rannsóknarlögreglumanna bent á að hann gæti tengst árásunum.

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Gætir líka bent honum á að hann hafði víst verið að koma út úr strætó en lögreglumennirnir höfðu víst ellt hann í því farartæki um stund. Merkilegt annars hvað skuggi virðist vera með staðarhætti á hreinu og geta áttað sig á öllum aðstæðum. Mætti jafnvel halda að hann hafi verið þarna.

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þeir reyndu að stoppa hann ofanjarðar. Það bara tókst ekki enda beittu þeir ekki öflugri vopnum en köllum og hótunum. Fólk verður að athuga að það er eftir það sem hann hleypur niður í lestarstöðina.

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
ganga? Gekk hann núna allt í einu? Labbaði kannski sallarólegur? Borgaði jafnvel í lestina og labbaði og stóð rólegur meðan rúllustiginn flutti hann niður? Margur hefur fært í stílinn þegar rök skortir…

Re: Skjóta fyrst - spyrja svo?

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Rétt! Þetta var ekki bara random gaur í þykkri úlpu. Þetta var maður sem á þeim tíma var talið að tengdist tilræðunum og þegar ofan á það bætist svona óafsakanleg hegðun gagnvart hótunum lögreglu þá gefur auðvitað auga leið að það verður að skjóta mannin. Það má því segja að maðurinn hafi dáið því hann var óheppinn og ósniðugur.

Re: virkið Oskarsburg í Noregi 1940

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þeir eru alveg að farast úr stolti yfir þessu varnarafreki sínu :-D Mæli með því að allir skelli sér til Noregs og líti á þetta.

Re: Afhverju má ég ekki biðja um miða til Eyja...?

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það er náttúrulega ekki það sama jón og séra jón.

Re: Sjálfstæðismenn fella grímuna

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það stendur víst til að setja svona gps staðsetningarkerfi í stofnleiðirnar. Þá verður að einhverju leiti hægt að fylgjast á stoppistöðunum hvenær von er á næsta vagni. Hef svo líka heyrt að hugsanlega væri hægt að tengja þetta við netsíðu eða sjónvarp og þá gætu allir fylgst með heima hjá sér. Þá fyrst fer þetta að verða kúl.

Re: Farice

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hélt nú að þeir væru á cantant enn þá.

Re: Alka-Seltzer

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ástæður höfuðverks geta nú verið aðrar en óhófleg áfengisneysla… og vatn verkar ekki á þannig hausverk.

Re: iRiver

í Hugi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég get líka alveg orðað þetta öðruvísi. Það er þrjóska í apple að styðja ekkert annað varið skrársnið en sitt eigið. Þar af leiðandi ef þú ætlar að setja löglega tónlist inn í ipodinn þinn þá hefur þú ekkert annað val en að versla við iTunes.

Re: iRiver

í Hugi fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Tveir punktar USB 2 er hraðvirkara en firewire. Þessi þrjóska í apple að styðja wma er fáránleg og mikill galli á ipod.

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Það sem þú sagðir sagðir þú engu að síður svona.

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Maður spyr sig. Er það gott að nýliði missi trú á því að leita hjálpar á spjallborði? Það flýtir nú varla fyrir námi hans…

Re: Læra Rússnesku

í Skóli fyrir 19 árum, 9 mánuðum
MR býður líka upp á rússneskuval.

Re: Önnur tilraun. um Frekjustæla og ókurteisi stjórnenda við hugagestina.

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Vissulega er þetta allt rétt hjá þér og rökstyðjanlegt sjónarhorn. Aftur á móti finnst mér að sá tilgangur sem þessi korkur og hugi á að þjóna í svona tilfellum er - að tilkynna atburðin þeim sem ekki lesa fréttasíður reglulega, - vera samansafn tengla í fréttasíður sem segja frá mismunandi sjónarhornum (einmitt að nýta hvað hugarar eru margir og lesa margar mismunandi fréttasíður) - og svo að lokum umræðuvettvangur um atburðinn. Þetta er þó bara mín sýn á málið og það sem ég vil sjá verða...

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Aftur þú mátt leika hálfvita eins og þú vilt (og í þessari setningu felst, úr því að þú varst greinileag ekki búinn að fatta það, að þú mátt hafa þínar skoðanir svo þú þarft ekki að endurtaka það aftur í byrjun næsta svars). En ef þú ætlar að kenna einhverjum eitthvað þá átt þú rökstyðja það afhverju er best að gera það svona. Annars gefur auga leið að það er ekkert gagn í kennslu þinni og þú ættir frekar að vera að eyða tíma þínum í eitthvað uppbyggilegra, t.d. að hata fjölskyldu mína sem...

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Hvernig á nýliðinn að geta teki ákvörðun um hvaða forritunarmál ef hann fær eftirfarndi tvö svör. Persóna A: c++ er handbendi djöfulsins Persóna B: c++ er frá guði komið Þetta segir ekki neitt og innihaldið í svörum xtremer er ekki að segja mikið meira.

Re: Önnur tilraun. um Frekjustæla og ókurteisi stjórnenda við hugagestina.

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
1. Hvað eru nokkrar línur margar? 2. Hvað á hann að segja, þetta var það snemma eftir að atburðirnir gerðust að það vissi í raun enginn neitt? 3. Það voru komnar nokkrum sinnum nokkrar línur í svörum við korkinum, afhverju ekki treysta samhugurm til að ræða um efni tengilsins. 4. Ég er í stuttu máli bara ekki sammála.

Re: Önnur tilraun. um Frekjustæla og ókurteisi stjórnenda við hugagestina.

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Sú ritskoðun sem hefur átt sér stað hérna síðustu daga er asnaleg. Stjórnendur eyða 75% nýrra korka og rökin finnst mér hæpin. Í dag sá ég sem dæmi korki um hryðjuverkin í london send á sama tíma og fréttir voru að berast var eytt. Rökin voru þau að þarna hafi einungis verið tengill og að hugi væri umræðuvettvangur og tengill sé ekki innlegg í umræðu. Í beinu framhaldi af því spyr maður sig þá hvort málin séu þannig að á huga megi ræða allt, nema það sem finna má á netinu? Mér finnst amk að...

Re: Iðíóðar

í Tilveran fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Já, afhverju var þeim kork eytt? Og evklíð er ég hjartanlega sammála.

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Þú mátt leika hálfvita hvar sem er mín vegna. Það sem þú mátt aftur á móti ekki er að reyna að breiða út hæstvirtan en heimskulegan, órökstuddan og beinlínis rangan boðskap þinn til nýliða.

Re: Langar að læra að forrita...

í Forritun fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Vinsamlegast haltu fordómum þínum gagnvart VB og microsoft utan við svona korka!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok