Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Græjuperrinn nr.2 í Austurbæjarbíói

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Tja sko já þetta er pæling. Í fyrsta lagi eru rosalega margir að ferðast um helgarnar núna. Helgin á undan er Eistnaflug og helgin á eftir er Lunga plús bara venjuleg ferðalög. Einnig þyrftu þá líklegast flestir starfsmenn að vinna í sjálfboðaliða vinnu (t.d. hljóðmenn fyrir tónleikana) því Reykjavíkurborg er ekki mikið í því að borga yfirvinnulaun. Auðvitað væri það eitthvað sem hægt væri að athuga en maður vill samt síður biðja fólk um það.

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Þetta er í byrjað!! Hlakka til að sjá ykkur:)

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Jæja þetta er á morgun! Endilega minnið fólk á að skrá sig með því að senda tölvupóst á hitthusid@hitthusid.is !! Það eru örfáir raunverulega búnir að skrá sig en fullt af fólki búið að segjast ætla mæta. Þarf að fá nákvæmari tölu á þetta sem gerist aðeins með skráningu!!

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Ég ítreka mikilvægi þess að þið hendið til mín línu ef þið hafið hugsað ykkur að taka þátt! Ath að þið þurfið ekki að vilja selja dót, þið megið líka bara mæta með það til að leyfa fólki að skoða og prófa!

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
<img src="http://i369.photobucket.com/albums/oo139/hitthusid/Poster_Grjuperrinn_NEWcopy.jpg“ border=”0“ alt=”Photobucket"> Bætt við 12. mars 2009 - 16:04 ahh gengur eitthvað illa að fá kóðann til að virka, þetta er amk hérna http://i369.photobucket.com/albums/oo139/hitthusid/Poster_Grjuperrinn_NEWcopy.jpg

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Með einhverjar græjur til að sýna þá? Og þú Moog? virðist eiga slatta af dóti miðað við undirskriftina!:) Sendið mér tölvupóst sem fyrst á berglind.sunna.stefansdottir@reykjavik.is (já ég veit þetta er hræðilega langt)! Annars verður ekkert úr þessu!

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Já, endilega komið með uppástungur og pælingar með þetta.

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Okey, þetta mega líka alveg vera allskyns hljóðfæri, held það gangi lítið að einskorða sig við effecta af hinum ýmsu gerðum. Áhugasamir vinsamlegast sendi mér póst hér eða tölvupóst á berglind.sunna.stefansdottir@reykjavik.is !!

Re: Græjuperrinn 2009!

í Hljóðfæri fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Snilld. Málið er samt að það verður ekkert úr þessu nema fólk skrái sig/láti vita að það ætli að taka eitthvað með sér til að sýna. Gengur lítið ef 5 aðilar sýna og 30 skoða. Koma svo, það þarf ekkert að vera rosa fannsí dót, bara ef þið viljið losna við gítar effect til að kaupa ykkur nýjan, mætið með hann og mögulega seljið eða getið skipt við einhvern annan! Látið orðið ganga, annars verður lítið úr þessu!!

Re: Cat Power á Innipúkanum

í Rokk fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já Innipúkinn er orðinn hinn glæsilegasti, held samt að það sé án efa annaðhvort 18 eða 20 ára aldurstakmark inn. Er orðin helv. spennt að sjá bara flest allar hljómsveitirnar, það er bara eitt sem skyggir á, vinkona mín var e-ð utan við sig og gleymdi að tékka á miða fyrr en í gær og þá var að sjálfsögðu uppselt, vitið þið um einhvern sem þarf að losa sig við miða? Endilega sendu mér þá skilaboð=)

Re: Ofnæmi fyrir grænmeti og ávöxtum, hvad getur mar gert?

í Heilsa fyrir 19 árum, 7 mánuðum
ég er nú líka svona ofnæmismanneskja, með ofnæmi fyrir alveg ótrúlega mörgu. En ég efast um að þú getir ekki borðað neitt grænmeti eða neina ávexti. Að vísu er orðið mjög fátt sem ég get borðað af þessu en það dugar að sjóða/steikja/elda grænmetið í flestum tilfellum. Þá ætti ofnæmisvakinn að hverfa.

Re: Ofskynjanir

í Smásögur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
hehe.. stórt bros:D snilldar saga, mjög myndræn;) kv. Berglind Sunna

Re: ..Fjarðarkaupsgíslinn..

í Smásögur fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Langt síðan ég las þessa sögu.. líklega búin að hrósa þér fyrir hana líka, en það er alltaf gaman að fá að vita þegar maður gerir e-ð vel. Svo glæsileg saga, hehe:D kv. Berglind Sunna

Re: Er lenging skólaárs ''holl''?

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
ýkjur átti þetta að vera afsakið:P en ég er sem sagt að útskrifast á morgun.. 8.júní, :S

Re: Er lenging skólaárs ''holl''?

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
jebb, árgangurinn minn horfði á along came polly, finding nemo, i kina spiser de hunde. Þess á milli sátum við í sófum frammi á gangi og biðum eftir að við mættum fara heim. Þetta eru engar ýkur.. vibbalega leiðinlegt. Svo í seinustu vikunni var bankafræðsla og skyndihjálp þar sem við sátum í 4 klst að hlusta á einhvern mann tala. Aðeins voru 2 hlé, 20 og 10 mínútna. Það getur enginn haldið einbeitingu í svona langan tíma, algjört rugl! djöfull er ég sátt að vera losnuð úr grunnskóla:D

Re: Súrrealismi, Abstraktlist og Endurreisn

í Myndlist fyrir 20 árum, 6 mánuðum
flott grein og til hamingju með einkunnina:D kv. Berglind Sunna

Re: Síðustu þrjúþúsund fetin

í Smásögur fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mjög góð saga.. skemmtilegt hvernig þú fléttar saman rósemdinni sem fylgir helgar morgnum og spennunni í stökkinu. Hún er vel skrifuð og lætur mann hugsa aðeins og spekúlera. Það er samt e-ð sem mér fannst mega betur fara, geri mér ekki alveg grein fyrir því núna. En ég ætla að lesa hana aftur og ef ég kem því fyrir mig skal ég lofa að láta þig vita. Enda er uppbyggjandi gagnrýni það sem fólk er að biðja um hérna, er að æfa mig í henni;)

Re: The O.C. 26. apríl - The Best Chrismukkah Ever

í Sápur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Góð grein, skítt með einhverjar innsláttar villur. Þetta var mjög skýrt og flott hjá þér:) Ekki spurning Önnu! kv. Berglind Sunna

Re: Sagan um litlu saklausu ýsuna

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hehe, vá þetta var sýra dauðans. Sjæsen..:)

Re: Undir áhrifum hafsins.

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Flott ljóð:) Mjög töff hugmynd. Held að þú getir heldur ekki verið heppnari en að fá eins góða rýni og hérna fyrir ofan. kv. Berglind Sunna

Re: Flugið til Boston

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
hehe, góð saga.. bjóst við að gamli kallinn væri einhver perri eða e-ð. Góður endir, væri til í að lesa meira..:)

Re: Vonin

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mjög góð saga og vel skrifuð:) Lifði mig alveg inn í hana.. En eins og Tigercop sagði hefði ég viljað hafa hana aðeins lengri, ekkert mikið en bara svo maður vissi betur hvað gerðist.

Re: Síðla kvölds í París

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
hehe snilldar saga:) kv. Berglind Sunna

Re: Hjartagosinn

í Smásögur fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þetta er yndisleg saga.. mjög fallega skrifuð og hrífandi. Hlakka til að lesa meira frá þér:) kv. Berglind Sunna

Re: jæja samræmdu bara að fara að koma....

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er nú ekki búin að læra mikið.. ætli maður reyni ekki að bæta aðeins úr því næstu daga:Þ Er að pæla í náttúrufræðibraut í MH. Flensborg og MR koma samt alveg til greina, en líst held ég best á MH. Gangi ykkur svo bara öllum vel á þessum yndislegu prófum;) kv. Berglind Sunna
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok