Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

BenDover
BenDover Notandi frá fornöld 98 stig
Áhugamál: Matargerð

Kátir Piltar

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Kætir kátan pilt, Rooster sæll og glaður Kynna siðinn vilt Og ekki með þetta blaður. “I´m a poet and didn´t know it” Ben

Re: Ahl hættir í NiP ...

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, mikilvægi náms verður seint ofmetið og hverjum þeim CounterStrike spilara sem ætlar sér langt, nauðsynlegt að sinna kennslubókunum eins og Roosterinn bendir svo skemmtilega á. Eins og verðugt viðfangsefni að segja sig sérstaklega inní mállýsku CS eins og GGRN-menn lögðu nú svo skemmtilega drög að með “orðaskýringum Fidels” á sínum tíma, en það starf virðist liggja í dvala nú, eins og annað á vegum GGRN. En við bíðum eftir betri tíð með blóm í haga börnin góð. Ben

Re: Gagarin myndilstarsýningin

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Leitt að heyra, en ég veit að þú stendur við orð þín og mætir við fyrsta tækifæri og kíkir á dýrðina - enda ferðu með stórt hlutverk í myndinni (“as the man in the tent” ef ég man rétt). Kaffibolli hljómar vel, sumarangan í lofti eins og allir finna og maður kominn í sumarskap. Ættum að draga Fídel með okkur og gera okkur glaðan dag eða kvöldstund á næstunni og líta yfir farinn veg, velta fyrir okkur fortíð, nútíð og framtíð - enda af nægu að taka. Hef ég heyrt að Grand Rokk bjóði upp á...

Re: Gagarin myndilstarsýningin

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, ákaflega skemmtilegt. Ég var meðal frumsýningargesta ásamt Ólafi Ragnari, Dorrit og Cro-Magnon og skemmti mér konunglega. Gott framtak hjá GGRN (Fudgy og Castor Pollux). Bendi ég þeim á sem vilja kíkja á að þetta er sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi Tryggvagötu 2. hæð, á hverjum degi (stöðugt sýnt). Það er ókeypis inn. Ég saknaði þó sárlega vinar míns Roosters, sem hafði ekki fyrir því að mæta og berja snilldina augum - amk ekki á frumsýninguna með mér og Preza. Lét þó GGRN-Fidel...

Re: cs - listviðburður af bestu gerð!

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Að fá mig ekki í hlutverk í myndinni er náttúrulega skandall! Má ég benda þér á það Rooster að ég fór með stórt hlutverk í Hvíta Víkingnum og hef því umtalsverða reynslu af kvikmyndaleik, að ekki sé nú minnst á reynslu mína sem CS-leikandi. úff En ég kem! Ben

Re: Loka Orð =]

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
gg Penguin minn. Megi gæfan fylgja þér í því sem þú tekur þér fyrir hendur :-) Ben

Re: Rooster - hafðu stjórn á þínum mönnum!

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skemmtilegt að þú skulir minnast á snilldarverk Kubricks, A Clockwork Orange. Ég var einmitt að horfa á hana núna fyrir örfáum vikum og skemmti mér konunglega. Reyndar synd að sjá hvernig farið hefur fyrir stórleikaranum Malcolm McDowell eftir að hafa leikið í þessari mynd. Hann virðist greyið hafa farið eitthvað illa útúr því að hafa verið þvingaður með tækjum og tólum til þess að horfa á og lesa það sem hann ekki vildi. Kannski að það séu örlög okkar CS-huga.is manna? Sífellt lesandi...

Re: BenDover - hafðu aga á þínu mönnum!

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Rooster Rooster Rooster Undur og stórmerki gerast enn, ljóst er það. Sömuleiðis er ljóst að menn virðast ásælast að nota NeF-taggið til þess eins, er að virðist, að slá sig til riddara. Annað eins gerist nú reglulega, og án efa flestir sem hafa rekið sig á það öðru hvoru að menn spila með tag/merki sem þeir tilheyra augljóslega ekki. Koma þeir iðulega upp um þessi “svik” með því að láta illum látum, eða sína fram á getu sem ekki sæmir því taggi/merki sem þeir bera. Ekki ætla ég þó að leyfa...

Re: Stutt greinargerð um 4 andlit BenDovers

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fídel sæll. Megirðu njóta utan-ferðarinnar, en heimildir mínar herma að þú sért að fara að kynna þér nýjustu uppgötvanir á sviðum læknavísinda. Vonandi að þú sjáir eitthvað sem kemur lasburða klani þínu til góða. Ekki virðist veita af. NeF óskar þér góðrar ferðar. BenDove

Re: Stutt greinargerð um 4 andlit BenDovers

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, afbrýðisemi GGRN-klansins í heild, í skjóli huga-adminnans Roosters, er ekki einleikin. Ótal oft höfum við mæst á kappvöllum CounterStrike og att harða og skemmtilega keppni þar sem GGRN hefur aldrei haft sigur. Þetta virðist standa í þeim. Látlausar, en þó hálf máttlausar, tilraunir til þess að ata mig og NeF aur skilar þeim litlu, enda fáir svo vitlausir að trúa nokkru í skrifum þessara drengja. Einhverra ástæðna vegna hafa þeir talið fyrirmyndir mínar liggi í stór-glæponinum Artemis...

Re: Aðvörun - Hjálparkorkur er til að nota

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, ég verð að vera sammála þeim er sagði að Rooster ætti að vera rithöfundur. Þvílíka vitleysu hef ég sjaldan lesið og á hún svo sannarlega heima í bestu reifurum, þessi samsæriskenning GGRN-mannsins Roosters. Þar sem ég veit að það er algjörlega tilgangslaust að rökræða við Roosterinn, sem hikar ekki við að beita fyrir sig verstu lygum og uppspuna, sínu máli til stuðnings, þá hef ég ekki hug á að beita mér frekar í þessu máli. Það hefur frá örófi verið þakklaust og vanmetið starf sem hefur...

Re: Aðvörun - Hjálparkorkur er til að nota

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já, það kemur ekki á óvart að Roosterinn skuli vera snöggur að grípa sér alræðisvald á huga.is/hl enda þekktur fyrir það hvar sem hann kemur, og ævinlega hefur það orðið honum að falli. Nýjasta tilraun hans er nú að níðast á vammlausum ungmennum sem eiga í örlitlum vandræðum við að sinna sínu helsta áhugamáli klakklaust. En nei, það vill Roosterinn ekki sjá á sínum stað, heldur vísa þeim í myrkviði hjálpar-korksins sem engir sækja nema villuráfandi sauðir almúgans. Rooster Rooster hvenær...

Re: [-=NeF=-] Komið i 4 Liða úrslit

í Half-Life fyrir 22 árum, 7 mánuðum
tja tja gat verið að roosterinn þyrfti að tjá sig um þetta. enn tekst þér ekki að fara rétt með staðreyndir, en ég hef fyrir löngu síðan gefist upp á að leiðrétta þig og ákveðið að halda mig við Artemis Fowl og Kaftein Ofurbrók, sem eru menn að mínu skapi. Ben

Re: Sick kansíðutenglar!

í Half-Life fyrir 22 árum, 8 mánuðum
NeFndi einhver bók? Hafiði lesið Artemis Fowl? Ben

Re: Hagur Parma vænkast

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Já, maður er búinn að halda með Parma síðan maður sá fyrst auglýst í sjónvarpi … “Parma - Hafnarfirði” :) En síðan hefur maður fylgst nokkuð með þeim og þeir hafa staðið svona þokkalega fyrir sínu - nema í ár. Vonandi tekst þeim að hífa upp um sig buxurnar og fara að spila eins og þeir ættu að geta, amk skv. liðinu sem þeir hafa á pappírunum.

Re: Mikael Torfa - hvernig eru þær?

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hef bara lesið Heimsins heimskasta pabba og verð að segja að ég hafði ákaflega gaman af. Hélt mér vel við efnið, var fyndin og skemmtileg. 8 af 10. Ben

Re: Artemis Fowl

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jámm, Ég mæli eindregið með henni. Ég er núna að vinna í leynikóðanum (táknin sem eru á öllum síðum). Ég heyrði að það væri eitthvað dæmi sem kæmi í ljós ef maður leysti hann. Ben

Re: Af gefnu tilefni

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Afar einföld ástæða fyrir því. Þeir gáfu ekki kost á sér í þennan leik. Í stóru klani sem NeF þá er það ekki mikil sök. Auk þess áttum við vart fræðilegan séns á titlinum … Þykir sjaldnast tiltökumál þegar einhverjir gefa ekki kost á sér í leiki. Ben

Re: Bókamarkaðurinn í Perlunni

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hann er venjulega í lok febrúar minnir mig. Ben

Re: Höll minninganna

í Bækur fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég fékk 2 eintök. Í stuttu máli skipti ég þeim báðum og fékk mér aðrar bækur í staðinn. Líst ekki, og hefur aldrei litist, á Ólaf Jóhann og hans verk. Það fer bara óstjórnlega í taugarnar á mér hvernig maðurinn er stanslaust markaðssettur frekar en hans eigin verk. Má vel vera að maðurin sé snillingur … bara pirrar mig. Ben

Re: Til Sölu!

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég býð 1500 krónur!! Gegn heimsendingu og tryggt 1. sæti í Þursinum. Ben ps. sendu mér meil ef þú gengur að dílnum.

Re: TF Old-school: VIT vs gRiD

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já, ég frétti að Cisqo/Compact væri eitthvað að svíkja lit í þessu :) [-=NeF=-]BenDover [gRiD] BenDove

Re: TF Old-school: VIT vs gRiD

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jámm, ég mun þurrka rykið af med-kittinu mínu og mæta galvaskur með mínum gömlu félögum í gRiD og rúlla enn einu sinni yfir VIT menn :) Ben

Re: kjálfti 1 | 2002

í Half-Life fyrir 22 árum, 10 mánuðum
:) /minns mætir Ben

Re: Besta áramótaskaup hingað til!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Qualitor það breytir þó ekki því að Skaupið 2001 er lang lang langsamlega besta Skaup sem RÚV hefur sýnt, í amk 10 ár. Og ég er sammála því að síðustu 5 ár hafa Skaupin verið hryllilega léleg … En brilljant núna … Ben
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok