Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

41 dagur í mánuði!

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég fékk könnun samþykkta og það stóð að könnunin hefði verið samþykkt og yrði virk eftir 41 daga, þann 3. jan, 2002 … en þetta var 3. desember ;) Er mánuðurinn orðinn 41 dagur ?? ;)

Re: VERÐA MAN U MENN I FALLBARÁTTUNNI ??

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er nú soldið hæpið að Man Utd verði í fallbaráttunni sko ;) Ok þeir eru í 9. sæti en þeir eiga eftir að verða ofarlega í lokin. Ekki séns að þeir verði meistarar. Það verður Arsenal!

Re: Svona fer HM!!!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Marciano hvað meinaru með því?

On Still UnAnswered ;)

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Skemmtilegar sögur hérna ;) … en one question still unanswered … ef þið eruð ekki vissar hvort þið viljið eitthvað með stráknum … hvaða áhrif eru blómin/rós að hafa á ykkur ef hann sendir ykkur svoleiðis ;) ??

Re: hvar eru takmörkin?

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvað ert þú gömul? Ég er sammála fyrri ræðumönnum um aldursmun að vissu leiti. 15 ár er slatti. Reyndar finnst mér 15 ár of mikið. En ást er ást og hún spyr svona spurninga! ;) Ég þekki stelpu (23 ára) og hún er með manni sem er 9 árum held ég, eldri en hún og þau eru ekki látin í friði með það, sérstaklega ekki hún. En hverjum er ekki sama um smá stríðni ef ást í spilunum. Ef þú ert viss um að hans intention er good en ekki bara að komast í brókina hjá þér og þú ert viss um að þú viljir...

Re: En ef hún er sú eina rétta??

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég skil þig svo 100% Mér líður nákvæmlega eins!

Konur eiga leikinn!!

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er ekki sammála þér! En hins vegar eru margar kvk þannig að ef þær vilja eitthvað … þá eru þær einfaldlega of frekar til að sætta sig við að fá það ekki! Ef þær fá ekki það sem þær vilja, þá er best að gráta og láta hann hugga sig og reyna útfrá því o.s.frv. En samt … ég held nú samt að flestir kk hafi lent í því að láta reyna við sig! ;) .. Það hefur verið reynt við mig og ég fílaði það bara, þetta var öðruvísi! Svo hef ég lent í því að þurfa að forðast kvk ;)

Er þessu lokið?

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þú verður nú allavega að getað talað við hana! HREINSKILNI! Hreinskilni er eitthvað sem fólk þarf að temja sér betur. Settur þig í hennar spor. Þú segir að hún sjái að það sé eitthvað að! En þú getur ekki sagt henni það! Ef þú sæjir greinilega að það væri eitthvað að hjá henni, munduru þá ekki vilja að hún segði þer það??? Talaðu um þetta við hana! Segðu henni nákvæmlega hvað þér finnst! Ef hún fer að taka þessu illa, þá er það ekki sniðugt hjá henni. Þið eigið að getað rætt málin í...

Re: Krassi Krassi Krass!

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
30. des hefur aldrei verið vandamál hjá mér! Bara þetta að leikurinn deyr þegar honum dettur í hug! Hefur aldrei frosið 30. des hjá mé

Blahh

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
SAD! …… en til hamingju þið tvö … blahh

Re: Er ég svona ömurleg??

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þú verður allavega að átta þig á því hvorn þig langar meira í … þennan sem þú þorir ekki að segja “hæ” við … eða þennan útúrkynjaða kynsjúkdómasýkta þjóðfélagsenda! Eða eru kannski ennþá fleiri sem við huga notendur vitum bara ekki um ;)

Krassi Krassi Krass!

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Wbdaz, kannski erum við orðnir alltof gamlir og hættir að skilja fræði þá er kennd er við tíma

Krassi Krassi Krass!

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ekki veit ég hvað ég hef verið lengi í leiknum í einu. En það er lengi! En ég tek undir með wbdaz að ég er soldið ringlaður á því sem þú segir. Þú getur verið í leiknum í 3 sólarhringa en ekki spilað leikinn samt lengur en 14 tíma??

Re: Undo Clear

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Menn geta nú slysast í að rekast í takkann þegar t.d. músin er óhrein! Hefur komið fyrir hjá mér en einsog wbdaz segir þá get ég stillt upp liðinu blindandi ;)

Re: hmmmm

í Rómantík fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Höfnun er eitthvað sem allir verða fyrir og það er ekkert voðalega þægilegt að verða fyrir svoleiðis. Ég varð hálfpartinn fyrir feitri höfnun fyrir stuttu þegar ég hélt að allt væri nánst klárt! Þegar ég segi hálfpartinn þá meina ég að hún vildi tíma og vissi ekki hvað hún vildi (kannski vissi hún hvað hún vildi ekki ;) ) Ég jafnaði mig nú á þessu. En ég sé ekki eftir neinu, ég fékk að kynnast þessari frábæru stelpu og hún hefur ekki ennþá sagt nei og hún er nú mjög hreinskilin stúlka. Þú...

Áskorun, en um hvað?

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég var að byrja með lið í króatísku annari deildinni með lið sem heitir INKER, semi-professional lið. Byrjar með 6000 pund og er samt með “good” í peningamálum ;)

Slóðin á Patchið

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
þetta heitir “CM 01/02 v3.9.62 Patch” og er á http://www.thedugout.net/download_centre/CM01/Essential/

Krassi Krassi Krass!

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ég hætti alltaf venjulega í leiknum. En samt eru til fullt af þessum *.tmp skrám. Er í lagi að eyða þeim ? Gæti verið að þær séu vegna þess að leikurinn er alltaf að krassa hjá mér! Ég hef aldrei gert ctrl+alt+del með cm! Einhver spurði hvað patch væri … það er official update á leiknum. Kemur alltaf rétt eftir að leikurinn kemur út. Þetta á að laga villur og fleira í leiknum sem ekki var séð fyrir þegar hann var í bígerð.

Re: Cm quiz! Demo komið út

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ok, ég er búinn að dl þessu demói en næ samt ekki að spila það haha. Ekkert smá mikið bull mar einhver villuskilaboð sem ég nenni ekki að pæla í … blahhhhhh

Bogarde eykur á pressuna!!!!!

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Bogarde er heimsklassa varnarmaður! Ég hreinlega skil ekki að Ranieri sé búinn að tilkynna honum að hann fái aldrei að spila undir sinni stjórn. Einsog Augustus segir þá var hann snillingur hjá Ajax og hann er það ennþá. Hann er nú búinn að spila nokkra leiki með hollenska landsliðinu svo hann er enginn aukvissi.

Baráttan um dolluna fínu.

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Hafa Arsenal og Chelsea ekki sýnt neitt sem gera þau líklega til að hirða dolluna … ?? Hef enga skoðun á Chealsea … En lítum á Arsenal (mitt lið) og skoðum t.d. leikinn á móti man utd … þetta var einsog að horfa á Brasilíska landsliðið á 4-2-4 tímabilinu þeirra (fyrir einhverjum árum) á móti liði einog BÍ eða eitthvað … nema það að við máttum ekki skora! Svo miklir voru yfirburðirnir. Eflaust er einhver ósammála mér en þetta er mín skoðun! En ég held að Liverpool og Arsenal verði að berjast...

Re: Góðir Leikmenn

í Manager leikir fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Ever heard of copy/paste ;) Shotgun ég byrjaði að spila bmp sem er í raun upphafið að cm … skoðaðu sögu kubbinn

Re: Barthez sektaður

í Knattspyrna fyrir 23 árum
En samt bara svona svo að fólk viti það þá sat ég einmitt í norður stúkunni (stúkan sem fékk sýnda fingurnar tvo) í fyrra á móti Livrapolli … bara svona að segja ykkur ;)

Re: Barthez sektaður

í Knattspyrna fyrir 23 árum
Hvað mikið og hvað lengi? Sektina borgar hann nú samt líklega bara með bros á vör. Ef það er verið að sekta þessa atvinnumenn í knattspyrnu. Gera það almennilega! Sekta þá um 3 mán laun að minnsta kosti. Heví upphæð sem hægt væri að nota í eitthvað gáfulegt! Þessir gæjar lifa það léttilega af og kannski þá yrði þeim ekki sama. Oft hlægilegar upphæðir sem er verið að sekta menn um miðað við launin þeirra

Blahhhhhhh

í Rómantík fyrir 23 árum
Byrjaðu bara smám saman að hugsa illa um hana í gríni, grínast um hana á vondan hátt. Mundu eftir því slæma. Svo eftir smástund þá er þér slétt sama! ;) eða líklega ekki … hægt að prófa það … Ok, kannski er þetta komið fram … en færðu bara svona “á” í hjartað þegar þú sérð hana eða ? Vonandi nærðu að vinna þig útúr þessu
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok