Ef einhver segir að vél sé 2000 þá á hann við að hún sé 2000 rúmsentimetrar eða 2 lítrar að slagrými (samanlagt magn af lofti sem kemst í strokkana). Fjórgengis bensínvél eða ottóvél (nefnd eftir manninum sem smíðaði fyrstu nothæfu fjórgengisvélina, Nicholas Von Otto), hefur 4 slög. 1. Sogslag: Soglokinn (inntaksventillnn) er opinn og stimpillinn gengur niður, við þetta sýgur hann inn eldsneytisblönduna (14,8 kg lofts á móti 1 kg bensíns). Þegar dástöðu er náð (stimpillinn alveg niðri) lokar...