Í fyrsta lagi, ef einhver vill skrifa grein sem er tekin alvarlega, þá skal hafa staðreyndirnir sannar. Eins og kork er búinn að benda á, gerðu Sex Pistols allt vitlaust árið 1976 og hófu þar með “pönkbylgjuna”, ekki “í kringum 1980”. Síðan er ekki nokkur glóra í því að segja að Led Zeppelin hafi komið með þunga-rokkið. Aðrar, minna dýrkaðar hljómsveitir voru þar á undan. Hægt er að rífast að Led Zeppelin hafi gert þessa stefnu vinsæla fyrir alþýðuna, en þeir voru alls ekki upphafsmenn...