Ég meina, það er bara þægilegt að fá sér á kálfann, þú liggur þarna bara, sérð ekkert hvað er verið að flúra, finnur bara hvernig nálin stingst inn og hún hreyfist til eftir því hvað er verið að gera. Svo er það bara þannig að þegar maður liggur svona lengi án þess að gera nokkuð þá verður maður þreyttur og dofinn og bara nánast sofnar… Tala nú ekki um þegar maður heyrir þetta nálarsuð æ ofan í æ, þetta suð er geggt þægilegt…