Fyrsta hjálp I er umfjöllun og kennsla um þessa týpísku, verklegu skyndihjálp, en Fyrsta hjálp II fjallar meira um stjórnun aðgerða, hinar ýmsu nefndir og stjórnendur, ásamt því að farið er í ögn ítarlegri fyrstu hjálp, s.s. súrefnisgjöf, aðkomu og frágangi á látnum, áfallahjálp og þess háttar. Þetta námskeið er ekkert síðra, jafnvel skemmtilegra en Fyrsta hjálp I. En svo getur hver dæmt fyrir sig…