Það er ekkert annað… 1. Sinclair Spectrum 48kB. 1982 að mig minnir. Eina sem ég notaði hana í var BASIC ;) 2. Amstrat CPC 464. Man lítið eftir henni. Notaði hana mest í leiki. 3. Commodore Amiga 500 1MB með tveim diskadrifum! Kostaði 90.000,- að mig minnir á sínum tíma. Besta vél sem ég hef átt. Seldi hana á 5.000,- árið 1996. Blessuð sé minning hennar. 4. Hyundai 386DX, ath. DX! Heil 33MHz, 8MB minni og 96MB diski. Kostaði rúm 200.000,- ný! Hætti að nota hana í DOS bókhald um áramót...