Flugvélin sem fórst var, eins og áður hefur komið fram, Avro Mk. V Anson, TF-RVL frá flugfélaginu Loftleiðum. Flugvélin var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í sjónflugi. Flugmaður og allir farþegar fórust. Það liðu nokkrir dagar þar til flakið fannst, en þegar flugvélin fórst var dimm þoka á svæðinu sem ekki létti upp í marga daga, þannig að leitarskilyrði voru mjög erfið. Það var mjólkurbílsstjóri frá Selfossi sem fann vélin. Hann var að keyra mjólk til Reykjavíkur, og fann á sér...