Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Og afhverju er áfengi þá ekki bannað? Það er skaðlegt fólki líka. Ég sé ekki fólk fara í meðferð vegna þess að það reyki of margar sígarettur. En ég sé hinsvegar fíkniefnaneytendur fara í meðferð, vegna þess að þeir eru töluvert skemmdari eftir notkun fíkniefna og áfengis heldur en sígarettur nokkurntímann. Þannig ekki einu sinni reyna að bera þetta saman.

Re: Danska fyrir dani

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvaða tungumál hentar þá vélvirkja? Svahílí? Cockney enska? Gelíska? Það er alveg sama hvaða starfssvið þú velur þér, það hentar ALLTAF að kunna einhver tungumál. En hinsvegar er ég sammála því að það eigi ekki að þröngva dönskunni uppá nemendur..

Re: Útbreiddur misskilningur meðal Poppara/Hip-Hoppara

í Popptónlist fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Sko.. það sem ég held að greinarhöfundur hafi átt við með að Metallica sé ekki öskurrokk, er að hann er ekki að þenja slímið á barkakýlinu á sér eins og söngvarar í Black og Deathmetal hljómsveitum gera. Það er annað að syngja með innlifun eins og svo margir söngvarar gera en að öskra, ekki allt hægt að kalla öskur þótt það sé ekki líkt píkuskrækjum og pípi.

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þú ert sumsé að segja að það á ekki að bera virðingu fyrir fólki sem reykir, er of þungt, á í erfiðleikum með áfengi o.s.frv. ? Samúð er aldrei sóað í fólk.

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Það er ÖLLUM skítsama um ykkar heilsu, þið megið alveg skjóta ykkur í hausinn ef að þið viljið bara ekki skjóta annað fólk í leiðinni.” Sætt.. Hvað með þína heilsu? Á öllum að vera annt um hana?

Re: Ancient Chinese Torture

í Húmor fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Haha! Snilld :D

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég get ekki sagt að þótt að ísland kalli sig frjálst, að það sé mikið frelsi hérna á íslandi. En að banna þeim sem langar til að reykja að reykja er bara asnalegt. Ég veit ekki um ykkur, en þegar reykingarfólk er í kringum mig og er að reykja óhóflega mikið, þá bið ég þetta fólk einfaldlega um að stilla reykingum í hóf. Og oftar en ekki þá gerir fólkið einmitt það. Fólk sem reykir ekki og vill láta banna tóbak, svona AFÞVÍ BARA! og “ég vil ekki að reykt sé í kringum mig” ættu kannski aðeins...

Re: Sorp

í Hugi fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég held að staðreyndin að þetta svokallaða áhugamál heitir ‘sorp’ svari nú eiginlega spurningunni. Ég veit alveg af þessu áhugamáli þótt það birtist ekki upp á forsíðunni, og ástæðan fyrir því að ég fer ekki þangað einfaldlega vegna þess að mig skortir áhugann. Áhuginn kemur ekki blossandi alveg hreint innum dyrnar hjá mér þótt að ‘grein’ af þessu áhugamáli sé birt á forsíðu. Held líka að þetta hafi upprunalega komið til fyrir allar stigahórurnar þarna úti, því að greinarnar þeirra hafa oft...

Re: Utanríkisstefna Bandaríkjanna

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvernig getur þú fordæmt bók fyrir hvernig menn túlka hana? Fordæmdu frekar fólkið.

Re: Vandræði :S

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ef þú ætlir að hætta með honum, og hann hótar þessu aftur, þá getur þú spurt hann hvort hann vilji frekar vera með stelpu sem vill ekki vera með honum og láta henni því líða illa, eða þá að sætta sig við gang mála og leita sér hjálpar…

Re: Íslenskar ,,grúppíur

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
HAHAHAHAHA! Almáttugur barn, hvað ertu gömul? :) Semsagt að ef gaurarnir væru ekki í hljómsveit, hvert færi þessi grein þá? Þetta er einum of fyndið :)

Re: Vandræði :S

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ef hann notar svona á þig er hægt að segja að þetta sé viss þvingunaraðferð sem hann notar. Það á ekki að vera á þinni samvisku hvort hann fremur sjálfsmorð eða ekki, og þótt þú hættir með honum þá ert það ekki þú sem bindur enda á líf hans, heldur hann sjálfur. Ég lenti sjálf í svona gaurum þegar ég var aðeins yngri, og var það mest pirrandi dæmi sem maður gat lent í. Ef hann gerir sér ekki grein fyrir óttanum sem hann veldur þér með því að segja svona, þá er hann hreinn og klár fáviti, sem...

Re: Ég er í vandræðum með son minn

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Bara fyrir að ljúga að honum per se, ættir þú að kaupa handa honum hjól hvort sem hann fær 7 á prófum eða ekki.

Re: Vandamál :(

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Huh? :P Annaðhvort eruð þið bæði svona rosalega viðkvæm eitthvað, og óörugg, eða þá að það sé bara svona rosalegt virðingarleysi hjá ykkur báðum í gangi… Eina sem þið getið gert.. (Segir sig sjálft), er að reyna að vera tillitssamari, og tala um hvað þið viljið ekki að það sé sagt við ykkur. Ég er nokkuð viss um þessi skot séu ekki með fullri alvöru, þannig að kannski aðeins að herða ykkur, og hætta þessari viðkvæmni. Ef þið eruð svona rosalega viðkvæm gagnvart hvor öðru, þá get ég ekki sagt...

Re: Eins og hinir narsissistarnir...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það eru fleiri en þú heldur sem búa á götunni. Það getur kallast fátækt þegar þú strögglast við að borga leiguna á réttum tíma, eða bara borga hana yfir höfuð, borga mat og reikninga og sjá fyrir nokkrum börnum á örorkubótum…

Re: Eins og hinir narsissistarnir...

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég get vel sagt að ég sé stoltur Íslendingur…. En kannski er það of sterkt til orða tekið, ég er.. ánægður Íslendingur. Áhugaverð og skemmtileg lesning ;)

Re: draslstig

í Tilveran fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Rosalega tekur þú þetta inná þig. Held að þú sért eina fíflið hérna.

Re: Hálf naktar í tónlistarmyndböndum

í Popptónlist fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þetta líka fullmikið. Því með flestar þessar ‘söngkonur’, þá er stærsti aðdáendahópurinn á aldrinum 6 - 13 ára.. og þessi klæðaburður og drusluháttur er ekkert sem börn á þessum aldri eiga að vera að ala með sér.

Re: Kettir og ólétta

í Kettir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Eins og þú hef ég heyrt um þessar rannsóknir, og tel mikið í þær koma. Ég veit um fjölskyldu sem var með 6 ketti þegar barnið kom undir, og voru ennþá 6 kettir til staðar þegar barnið fæddist. Stelpan er eins heilbrigð og mátti vonast :) Reyndar bara mjög heilbrigð, hress og dafnar :) Ég sjálf er komin 30 vikur á leið, og er með 3 ketti og hef passað mig að koma ekki nálægt kattasandinum. Kærastinn minn hefur verið rosalega duglegur við að sjá um það. Vertu ekkert að láta það hafa áhrif á...

Re: vínkona mín

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ef að vinkona mín færi að kenna mér um eitthvað sem væri ekki mér að kenna, t.d. eins og um að hún og kærastinn hennar hættu saman ( getur ekki verið neinum öðrum að kenna nema þeim tveim ), og hún kallaði mig öllum illum nöfnum: Þá myndi ég ekki vilja halda vináttu hennar, og svo sannarlega ekki vera að láta mér líða illa yfir að missa hana. Manneskja sem er nógu mikil drusla og tík til að gera svona er ekki vináttunnar virði, þannig að þú skalt bara slaka á og anda rólegar. Hún hjálpaði...

Re: draslstig

í Tilveran fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég þarf ekki að kynna mér málið með það, þar sem ég var að segja að ég væri alfarið á móti stigagjöf.

Re: ljós í myrkvi.

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þunglyndi þýðir ekki að maður sé alveg suicidal alla daga :) Þetta er sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með réttri meðferð sem hentar hverjum og einu einstakling. Ég og kærastinn minn erum bæði þunglynd, og reynsla hans hefur hjálpa mér og öfugt. Maður er bara svo miki sterkari þegar maður er með einhvern sem maður treystir, og er betur í stakk búinn til að takast á við vandamálin. Veit að þessu var beint til Randver, en mig langaði bara rosalega að svara þessu :)

Re: draslstig

í Tilveran fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já. Fyrir mér er hugi.is fyrir fólk sem vill koma skoðunum sínum á framfæri, og staður þar sem maður á að geta rökrætt og skipt á skoðunum o.s.frv. En ég skil bara ekki að það séu enn til svokallaðar stigahórur, sem senda inn greinar bara fyrir stigin. Yfirleitt eru þetta eitthvað þvílíkt leiðinlegar lesningar og fólk skilar þeim illa af sér.. Þakka fyrir að það séu ekki gefin stig fyrir að svara greinum.

Re: Er Ég til?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þegar talað er um að maðurinn sé skapaður í guðs mynd, þá er ekki verið að tala um mannslíkamann sem slíkann. Heldur sálina, og alla góðu eiginleikana sem maðurinn á að geta ræktað með sér. Bara spurning um hvort hann velur að rækta þá með sér, eins og ég kom inná í fyrri commentum..

Re: Er Guð til?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já kannski vert að bæta því við. Eins og ég sagði þá er guðinn þinn bara eins og þú trúir að hann sé. Margt í hinni heilögu bók, stangast á. En það er vegna þess að þessi bók var jú skrifuð af mönnum, og þeir trúðu ekki ‘alveg eins’ á guðinn sinn. Kannski má skjóta því inní líka að upprunalega þá stóð í biblíunni að kirkjur væru hræsni og hún ætti heldur ekki að eiga pening. Ættu engir prestar, biskupar eða páfar að hafa neitt um það að segja hvernig fólk hagaði bænum sínum… En Kaþólska...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok