Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Og af hverju heldur fólk áfram að reykja þrátt fyrir að vita að það sé skaðlegt? Ég skal segja þér af hverju: Vegna þess að það er haldið sjálfeyðingarhvöt og er of miklir aumingjar til að taka sig taki og breyta rétt!” Mér sýnist ég ekki sú eina haldin “sjálfsblekkingu” hvað persónufrelsi varðar. Þarna kemur aftur þessi mynd af steríótýpu reykingarmannsins. Þessi vondi, ljóti og sjálfselski reykingarmaður sem tekur ekki tillit til annarra. Ég veit um fólk sem reykir aldrei heima hjá sér,...

Re: Fæðingar

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Lol, takk fyrir góð orð :)

Re: Pirrandi skólayfirvöld

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Og hvað veist þú um það? Kom hún og sagði þér það persónulega? Það breytir litlu um það að nemandinn réðst á þennan kennara. Hvort hún slasaðist alvarlega eður ei er aukaatriði. En sem víkur að því að hún hefur væntanlega farið í læknisskoðun, og dæmt útfrá því hvað hann sagði. Var læknirinn þá að ýkja? Það er ALDREI fyndið þegar það er ráðist á einhvern, burtséð frá því hvort að viðkomandi sé vinsæll eður ei.

Re: Pirrandi skólayfirvöld

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já, sem sýnir fram á enn minni þroska hjá þér. Þótt maður þolir ekki einhverja manneskju, er það ekki rétt að óska viðkomandi illinda. Ekki myndir þú hlæja ef einhver sem þú þekktir sætti árás af einhverjum ósáttum einstaklingi og hlyti mein af, þótt að viðkomandi “þyldi” ekki manneskjuna sem hún réðst á…. Eða er það? Finnst þér virkilega ofbeldi réttlætanlegt vegna þess að þú þolir ekki manneskjuna? Ég er nokkuð viss um að þér finndist það ekki réttlætanlegt ef einhver myndi ráðast á þig,...

Re: Pirrandi skólayfirvöld

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það eru allir skólar “vangefnir” - “þroskaheftir” o.s.frv. eins og hefur komið fram í greinarsvörum.. frá.. hinum og þessum aðilum. En ef þér finnst þú vera beittur virkilegu óréttlæti, þá er ekki um annað að ræða en að láta í þér heyra. Talaðu við foreldra þína, og einhverja aðra í stjórnunarstöðu. Talaðu við umsjónarkennarann þinn, námsráðgjafa eða einhvern sem þér finnst þú geta treyst. Það bætir lítið að vilja beita og beita ofbeldi. Sjálf lenti ég í miklu veseni með skólastjórann minn í...

Re: Pirrandi skólayfirvöld

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Já þetta finnst þér fyndið…. Sýnir ekki fram á mikinn þroska hjá þér, því miður.

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hélt líka að reykingar myndu minnka vegna hækkana á pakkaverðinu, en svo var ekki. Fann enga minnkun í því. Búið að vera að hækka hægt og bítandi í langan tíma. Reykingarbann myndi ekki leysa neitt. Minni peningur til ríkissins t.d. Sérð eins og með bjórbannið. Leysti það eitthvað? Nei, leysti ekki neitt. Á stöðum þar sem reykingar hafa verið bannaðar á almennunum stöðum og pöbbum o.s.frv. hafa strax komið upp mál vegna þess. T.d. hefur strákur dáið vegna þess. Semsagt þú sérð lausn í...

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Og svona for the record. Þá er fólk á Íslandi sem býr á götunni, vegna ‘gata’ í kerfinu.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er svolítið erfitt fyrir manneskju sem kannski þarf að rogast um í hjólastól, við gervifót, eða jafnvel á hækjum dagsdaglega í strætó. Auk þess sem ferðir með almenningsvögnum geta sannað sig að vera dýrar þegar allt kemur heim og saman. Fólk er ekki vanþakklátt fyrir þann litla pening sem það fær. Það er fegið að fá amk þennan littla eyri sem það fær, en er samt svekkt yfir því að það dugi litt yfir mánuðinn, og ekki einu sinni fyrir mánaðarlegum kostnaði þess að reka heimili.

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
En þá er mér spurn. Ef þú ert svona harður á því að þetta verði bannað á skemmtistöðum og kaffihúsum .. Hvað með fólk sem reykir heima hjá sér? Ætlar þú að hætta að heimsækja vini þína sem reykja? Eða ætlar þú að skipta þér af því og nöldra yfir því líka? Líkt og með heimili, þá held ég að eigandi skemmtistaðar eða kaffihúss, hefur réttinn sín megin hvort hann vilji leyfa reykingar eða ekki. Líkt og fólk á að ráða hvort reykt sé heima hjá þeim eða ekki. Ekki á að banna það, svona afþvíbara...

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þér finnst já. Mér finnst líka að heimurinn yrði ekkert verri án eiginhagsmunaseggja, áfengis, fíkniefna, krabbameins, alnæmis, kynsjúkdóma, fávita, fm-hnakka, og hálfvita. En það er mitt álit. En mitt álit skiptir ekki miklu máli ef það er ekki að virka fyrir samfélagið. Málið snýst um persónufrelsi. Ekki hvað þér og öðrum finnst, svona ‘afþvíbara.’

Re: Ljósið hefur slökknað : Myrkur

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mér finnst það rosalega leiðinlegt að þið hafið verið að hætta saman, eftir hvað þú tjáðir þig líða vel í síðustu grein þinni. En það er satt að lífið haldi víst áfram. Ég óska þér alls hins besta, og vona að þér gangi sem best. :)

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef líka minnst á það að ríkið reynir að skerða bætur þínar eins mikið og það getur. Samkvæmt einhverjum furðulegum lögum, eru sumar stofnanir jafnvel skyldugar til þess að taka af bótunum þínum, þá upphæð sem þú færð annarsstaðar frá. T.d. eins og þetta sem ég minntist á með félagsmálastofnun. Mér var aldrei bent á réttindi mín í sambandi við sjúkradagspeninga. Ég hef verið á bótum frá féló síðan í fyrrahaust þegar ég byrjaði að veikjast. Svo var mér sagt frá þessu núna fyrir minna en...

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Reykleysinginn: “Reykingar drepa” Reykingarmaðurinn: “Ég veit það vel, en maður deyr á endanum. ‘Non smokers die every day.’” Reykleysinginn: “Afhverju fremur þú ekki sjálfsmorð núna?” Reykingarmaðurinn: “Afhverju kemur þú ekki með betri rök fyrir máli þínu? Kannski langar mig að deyja hægt, eða þá að ég er ekki tilbúinn til að fara núna.” Mér fannst þetta nokkuð furðulegt greinarsvar hjá þér. Reykingarmenn eiga ekki að þurfa að afsaka það að þeir reyki, eða bera nein rök fyrir því afhverju...

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Er þetta þín hugmynd um góð rök við öllum svörum sem þú færð til þín? Kalla alla hálfvita og þroskahefta. Áhættuhóp lungnakrabbameins? Það er ekki til manneskja á þessu landi sem ekki hefur komist í færi við óbeinar reykingar. Hve stór prósenta af öllu þessu fólki fékk lungnakrabbamein útaf óbeinum reykingum? Víst að þú ert kominn út í sálma sem þessa, viltu þá ekki byrja að telja upp alla áhættuhópana sem þú ert í? Stundar kannski íþróttir, kominn í áhættuhóp þess að fá hjartaáfall, vegna...

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Er erfitt að taka 2-3 skref í aðra átt? strætó skýlið hleypur varla í burtu ef þú stendur við hliðina á því.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég veit það, en ég vildi einfaldlega benda á það að þessi peningur er ekki frír.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Kannski að bæta því við, að ég sjálf er ófrísk, komin 33 vikur á leið. Ég er óvinnufær, og líð kvalir alla daga þótt ég sé ekki dæmdur öryrki. Ég fæ 74.000kr á mánuði frá félagsmálastofnun. Ríkið notar allar leiðir til þess að skerða bætur þínar, jafnvel tekur af þér visst mikið á mánuði, því “það gæti mögulega verið að þú ættir rétt á sjúkradagspeningum”, án þess að kryfja það mál til hlýtar þá er strax tekið af þér. Kærastinn minn fær líka bætur frá féló, vegna þess að hann er í námi....

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það kemur ykkur ekkert við hvernig veik hún er. Held að öryrkjar sýni alveg nógu mikið þakklæti. Ég veit um konu, sem er ALVEG óvinnufær. Hún missti eitt lunga útaf læknamistökum, hún getur vart gengið nema við stuðning hækjanna sinna sem valda henni sársauka við að nota. Hún er með alvarlegan asma og liggur stundum við að hún hreinlega kafni. Örörkan hennar minnkar við allar tekjur sem koma inná heimilið, jafnvel tekjur frá hennar eigin börnum. Fyrir innan við 80.000kr á mánuði, var hún að...

Re: Black metal er manna best!

í Metall fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það ku vera Axelma, en ekki Axel. Ég sé bara fólk með corpsepaint inná síðunni. Engin bein tenging við BM.

Re: Elsku TR; má ég fá aumingjabæturnar mínar?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er satt að manneskja sem flokkast sem öryrki er hreinlega að skjóta sig í fótinn með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn. En þessi peningur er ekki frír. Ég er ekki dæmdur öryrki, en ég er samt á bótum vegna óvinnufærni. Ég borga skatt af bótunum mínum, ég borga skatt af skattpeningum. Visst mikið er dregið af bótunum á hverjum mánuði. Auk þess sem bætur öryrkja lækka, um leið og aðrar tekjur koma inná heimilið.

Re: Black metal er manna best!

í Metall fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég sé ekki hvað þessi síða þín hefur með BM að gera… Reyndar finnst mér ég ekkert tryggari aðdáandi BM fyrir vikið að hafa asnast þangað inn. Finnst þetta bara hálfbarnalegt ef eitthvað er..

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
“Non smokers die everyday.” Þessa setningu vorum við að ræða í gær, ég og tveir aðrir. Þessi setning segir meira en ykkur grunar. Þótt að reykingar séu óhollar, þá er það líka flest annað. Útaf allskonar drasli sem maðurinn hefur sett ofan í sig í gegnum árin, þá er hann svo mettaður og troðfullur af allskonar ógeði að það er hreint viðbjóðslegt. Að mér finnst, þá eru reykingar við hliðina á því voðalega saklausar. Reykingar eru óhollar. Við vitum það. En fólk deyr úr öllum andskotanum í...

Re: Bann á tóbaki

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Nei, en ég hef heyrt um meðvirkni og alkóhólisma, sem óneitanlega hefur áhrif á alla fjölskylduna, og stundum óbætanlegan andlegan skaða. En t.d. með bjórbanninu kom það bara í ljós að það bætti ekkert með að banna áfengi… Afhverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi með tóbak?

Re: Hækkum fermingaraldurinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Reyndar stendur í biblíunni að Jesú Kristur hafi ekki tekið skírn fyrr en hann var orðinn fullorðinn. Þ.e. eftir 33 ára aldurinn.. Allavega minnir mig það. Einnig segir biblían að maður eigi ekki að fermast fyrr en maður er orðinn fullvaxta og orðinn nógu gamall og þroskaður til að taka þessa ákvörðun. Og það er maður ekki orðinn þegar maður er 14 ára.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok