Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Addon faq - fyrir byrjendur

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Jájá, kannski það. En þá velur maður líka og hafnar seinna ef að taskan er orðin full, tekur VT dótið bara og hendir því. Finnst það taka minni tíma að gera það einu sinni á 30 min fresti en að stoppa, velja og hafna í hvert skipti sem lootað er. :P

Re: Danir í dag og

í Fjármál og viðskipti fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Ekki satt. Ég hef miklum tíma eytt útí Danmörku undanfarna mánuði, og hef verið að fylgjast eilítið með. Eftir að Íslendingar keyptu þetta fyrirtæki þá er það rekið með mörghundruð milljóna króna tapi. Verr sett en það var áður en það var selt. Og að hinu svarinu, þá þýðir ekki að kenna heilli þjóð um kaup eða sölu á einu fyrirtæki, þar sem þjóðin hefur voðalega lítið um það að segja. Líkt og þegar Íslensk fyrirtæki eru seld, þá eru eigendur að viðkomandi fyrirtæki ekkert að pæla í hvað...

Re: Íslendingar í wow

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Elskan mín góða… Ef þú hefur haft áhyggjur og pirring yfir disc og laggi, queue's og fleira.. þá ættir þú að prófa EU Earthen Ring. :)

Re: Druid!

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Ég gerði einmitt eins og þú, og byrjaði með warrior. Þegar ég var komin á lvl60 var mér farið að leiðast þetta svo ofsalega mikið, að ég ákvað að lífga við druidinn sem ég átti til. Búin að lvla hana, og hún hefur alltaf verið 100% resto. I lurve it. Ágætt að geta skipt úr því að vera maintank eða offtank, hvort sem vantar á hverri stundu, í það að sitja á rassgatinu og ýta á nokkra takka af og til. :D

Re: Paldin Epic mount FaQ -

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Muny fer munt plx.

Re: Paldin Epic mount FaQ -

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já, BARA 6 arcanite.. Ekki minna mig á þetta, er í stanslausu flæði í að transmuta fyrir alla þessa palla :D

Re: Banna ætti fóstureyðingar

í Deiglan fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mér þykir það sorglegt að þú skulir leyfa þér að kenna kvenmönnum svona um allt. Barnið valdi sér kannski ekki föður, en það valdi sér ekki beinlínis móður heldur. Börnin biðja ekki um að fá að koma í heiminn. Ef að læknar og vísindamenn teldu ástæðu fyrir því að fóstureyðingar væru óæskilegar vegna þess að þetta væri orðið að barni, þá væri þetta ekki leyft. Fóstureyðingar voru bannaðar í langan tíma í Bandaríkjunum hérna áður, og eina sem það hafði upp á sig var hreint alveg heill...

Re: Vissir þú..

í Fræga fólkið fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þótt ég sé ekki mikið fyrir fræga fólkið finnst mér þetta hreint ágætt hjá þér. Og þið hið, til hvers í andskotanum að vera að niðra 13 ára stelpu sem sendir inn grein um það sem hún hefur áhuga á? Gerið þið betur.

Re: Ég á ábyggilga met í ofæmi

í Tilveran fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég er með ofnæmi fyrir þykjustu lesblindum og stafsetningarvillum. *hnerr*

Re: Myndir þú halda framhjá?

í Rómantík fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hehe, ég held að þetta sé aðeins of mikil alhæfing. Vissulega gera margir þetta, en ekki allir. Var einmitt líka að pæla í þessu vegna komu Kiefer Sutherland og Jamie Kennedy hérna.. Ef ég myndi sjá Jamie, þá myndi ég ekki heilsa honum. Ef ég hitti Kiefer, myndi ég kannski ganga uppað honum, segja honum að mér finnist hann góður leikari. Og eftir það myndi ég ganga í burtu. Bara fólk eins og við, því miður. Ekkert til að missa vatn yfir. :P

Re: Myndir þú halda framhjá?

í Rómantík fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Furðulegt… Ég var akkúrat að pæla í þessu um daginn. Komst að þeirri niðurstöðu þá, og aftur núna, að ég myndi ekki halda framhjá bara afþví að manneskjan er fræg… Sel mig ekki svo ódýrt, eins og einhver sagði. :)

Re: Blade: Trinity

í Kvikmyndir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég fór einmitt á þessa forsýningu. Ég og vinur minn sem bauð mér með sér hlógum endalaust mikið af þessum one-liners frá Ryan Reynolds. Fannst mjög sniðugt hvernig þeim tókst að blanda meiri húmor inn í þessa mynd en hinar tvær, og fóru ekki yfir strikið með special effects eins og í númer tvö. Ég var hreint mjög ánægð með þessa mynd, miðað við hve lítið ég er fyrir flestar kvikmyndir í dag.

Re: kalt

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ohh… Nú langar mig í soðiðbrauð… Damn you.

Re: Hvern vildiru berja ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nú veit ég ekki hvort þú ert aðeins að reyna að pirra einstaklinginn.. En það á víst að vera “Alla í Korn” sem “Allir í Korn”. ;Þ

Re: Hvern vildiru berja ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Mörg atriði búin að koma fram. Hér eru mín: 1. Tengdamamma. 2. Fólk sem ekki er hægt að ræða við um pólitík án þess að það bara hristi hausinn og fari að öskra vegna þess að “þeir hafa rétt fyrir sér” (hvort sem það eru hægri eða vinstri sinnaðir). 3. Fordómafulla fjára. 4. Fólk sem reynir að koma sér inní umræður og rökræða um eitthvað sem það hefur augljóslega EKKERT kynnt sér. 5. George W. Bush. 6. Davíð Oddsson. 7.Geir Hilmar Haarde. 8. Britney Spears. 9. Karl bretaprins. 10. Enn og...

Re: Hvern vildiru berja ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég elskaþig. Eins og tekið út úr mínu hjarta.

Re: Hvern vildiru berja ?

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Gleðileg jól.

Re: Hann dó...

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég hef aldrei týnt síma, aldrei fjárfest í slíku apparati, en þrátt fyrir það hef ég átt fleiri en 6 síma… Allir ennþá í heilu lagi, þótt ég hafi stundum óvart misst þá í jörðina eða lent í svipuðu óhappi… En aldrei hafa þeir lent í pollo, klósetti, baðkari og síst af öllu þvottavél. Hvernig fórstu að þessu? :)

Re: Djöfull hata ég,,,!

í Tilveran fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er svona haki ([]) í BBCode.. ekki svigi. :)

Re: Kattavinur vikunnar

í Kettir fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Kíktu aftur, og horfðu á kubbinn fyrir neðan könnunina. Þetta er enginn linkur, heldur bara svæði þar sem hægt er að sjá kattavin vikunnar. Spurningarnar eru þar. Kattavinur vikunnar 12. des. - 19. des. er EbZ. 1. Huganafn: EbZ 2. Aldur: 12 3. Kyn: kvk 4. Atvinna/Nám: Grunnskólanemi 5. Stig á Köttum: 16 6. Nafn katta/r: Púki 7. Aldur katta/r: 2 ára 8. Önnur gæludýr ? Gári 9. Flottasta kattategundin: Persar og heimiliskettir 10. Hvað fær kisan/kisurnar þínar að borða ? Svona mat sem...

Re: Flottasta undirskriftin

í Hugi fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Einmitt.

Re: Mesta face ever!!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Þetta er örugglega mikið face, og mjög fyndið, ef þú ert 13 ára, veist ekki betur, heldur að þú sért fullorðinn og svakalega sniðugur, og eina manneskjan sem þú getur sagt þetta við er einhver sem hugsanlega er andlega heftur, með minnimáttarkennd, rautt hár og skakkar tennur og safnar frímerkjum…. Annars ekki. Og já, ég veit að það skorti punkta þarna. En mergur málsins er, að þetta er ekkert face frekar en eitthvað annað. Einstaklega barnalegt og ófyndið.

Re: Hrillingur í Kópavogi

í Börnin okkar fyrir 20 árum
Ég vil bara vinsamlegast biðja fólk sem ætlar sér að skrifa álit sitt á þessari grein að halda sig við efnið. Stafsetning kemur engu máli hérna við, þegar um svona háalvarlegt mál er að ræða. Einnig vil ég biðja fólk um að vera ekki með svona skítköst hægri og vinstri, hendandi allskonar óvirðingu og munnsöfnuði í allar áttir. Þetta á ekki heima hérna á þessu áhugamáli, eða hugi.is yfir höfuð.

Re: Litlu undirskriftir!

í Tilveran fyrir 20 árum
Mér þykir ein lína í undirskrift (auk línubilsins sem afmarkar póstinn frá undirskriftinni) vera bara alveg passlegt… Meira en það þykir mér of mikið.

Re: Download er ekki þjófnaður

í Tilveran fyrir 20 árum
Neibb, þekki einn sem var handtekinn, og hann kemur aldrei nálægt dc.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok