Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Augustus
Augustus Notandi frá fornöld Karlmaður
992 stig
Summum ius summa inuria

Re: Byrjandi

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Varðandi PHP þá er best að nota vefþjóninn Apache (í stað þá Personal Web Server), hann er til fyrir bæði Linux og Windows. Það tók mig ekki klukkutíma að setja upp Apache, PHP og MySQL (gagnagrunnur) á Windows vél. Mig minnir að það sé núna búið að skrifa grein um uppsetningu á þessu, annað hvort í “Allar greinar” eða í Leiðbeiningahorninu (skoða “allar greinar” þar)<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Augustus

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Að sjálfsögðu er álit frægra gagnrýnenda komið beint frá Guði.. :p eða þannig. Ég varpaði ekki fram tilgátu, ég varpaði fram skoðun minni. Þetta eru tveir mjög ólíkir hlutir. Til að svara öðrum aðila, þá fór ég mjög svo hlutlaus á myndina. Félagi minn fór á preview sýninguna sem að var fyrir kvikmyndaeftirlitið og kom grátklökkur til baka, svo frábær fannst honum myndin. Mér leist þá mjög vel á hana og við skötuhjúin gældum við að fara jafnvel á hana í lúxussalnum. Daginn sem ég fór á hana...

Re: Bah, humbuck!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Veistu hvað.. ég tek Harry Potter framyfir LOTR. Ég hef lesið báða sagnabálkana (tolkieninn minn er þykkari en rowlinginn þinn.. ekkert svoleiðis rugl takk), séð báðar myndirnar og Potter stóð sig mun betur í bíó en LOTR.

Re: Augustus

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já maður ég er algjör fáviti sko! Stórskemmtileg röksemdafærsla hjá þér fyrir því líka, hvenær eru samræmdu í 9 ára hjá þér?

Re: LotR forsýning í Smárabíó (SPILLAR)

í Tolkien fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég verð nú að segja það að ég virðist vera á öndverðri skoðun við nokkurn veginn alla sem hér eru. Mér fannst voðalegur B-myndafnykur af þessu. Af hverju? Tæknibrellur voru flestar frábærlega gerðar þannig að það var ekki út af þeim. Myndin náði aldrei að grípa mig, aldrei. Leikurinn var ofleikur, þetta er vissulega dramatískt verk, og það komu góð augnablik í myndinni, en mér fannst sem að ef að myndin hefði heitið “The nine that went to return a ring” en ekki “Fellowship of the Ring” þá...

Re: Kannanir og ritstjórn á Huga

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Fidel getur þá sótt í smiðju mína, en ég skrifaði viðamikla grein um CS heiminn hér á huga :p

Re: Hvað er maður gamall í byrjun leiks?

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Í eldri CM stóð alltaf hvað maður væri gamall, og þá byrjaði maður 35 ára<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Spawncamp

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef mig rámar rétt í þetta þá eru documentin í kirkjunni.. man ekki dæmið með lykilinn… þetta auðvitað byggist á því að seg3 sé borðið sem mig minnir :p<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Power Puff Bluff

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Johnny Bravo er að sjálfsögðu mikil snilld líka Cow & Chicken er ekki beint með húmor, meira súrrealisma bara, launfyndinn húmor í PPG,Dexter og Johnny Bravo en bara silly slapstick í Cow & Chicken

Re: Frank er ekki sem verstur

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
hvaða rás? er þetta ircið? Annars er hann voða furðulegur greyið, þeir sem að fara í taugarnar á mér núna eru hins vegar Kelly og gamla með hvíta hárið. Það var meira hvað þau fussuðu og sveiuðu yfir smá stríðsmálningu hjá Clarence, algjör smábörn.

Re: Eiga aðrir séns í heimasíðu {iwrb} clansins?

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Uss uss Svei svei Hvað á maður að segja. Samkvæmt umræðu sem að maður hefur hlerað hér á korkunum eru þessi iwrb gaurar víst með betri DoD-klönunum hérna, þeir eru jafnframt með mottóið að hroki sé þeirra sérgrein og virðast oft (ekki alltaf) vera trúir því með svörum sínum. Samkvæmt þessum þrem myndum sem birtust af þeim eru þeir nú komnir af táningsaldrinum, þannig að ungur aldur er ekki að útskýra það af hverju þeim finnist það flott að vera hrokafullir. Ég er vonsvikinn að sjá svona...

Re: Transfer speculation djöfull....

í Manager leikir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þeir voru í áhorfendastúkunum :p

Re: Bræður: Finnst ykkur þetta ekkert óþægilegt?

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er voða rólegur.. hún fer með stelpunum og þær flissa og hlæja og skemmta sér ofsa vel… strákarnir valda mér engum áhyggjum… hún kemur alltaf aftur :)

Re: Stöðvum Sharon!! [Mótmælafundur fimmt. 20. des]

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þú ert ekki ennþá að stíga í vitið vinur minn…

Re: Meðalaldur i clönum

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
í VIT var meðalaldur svona 27<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: The Expanded universe

í Sci-Fi fyrir 22 árum, 11 mánuðum
hey.. smá typo :p Átti að standa Star WARS þarna.. ekki haldið þið þó að Mos Eisley sé líka til í Star TREK…

Re: Hvar verði þið um jólin?

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef það er einhver huggun þá er Ísland víst hlýjasti staður í Evrópu um þessar mundir… úti eru núna 8°C og snjór löngu horfinn… þannig að ekki er jólasnjórinn alveg til staða

Re: jólin eru feik!!

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er nú trúleysingi og skráði mig úr Þjóðkirkjunni (skilst reyndar að við séum núna að styrkja GUÐFRÆÐIDEILD Háskólans í stað kirkjunnar sjálfar…), en ég held jólin hátíðleg. Til forna voru sólstöðuhátíðir haldnar á þessum tíma (jólin þróast upp úr þeim). Það er mannsandanum nauðsynlegt að fá smá upplyftingu hérna í niðurdimmu norðrinu þegar að dagur er dekkstur. Við frúin erum róleg í þessu, kaupum nokkrar gjafir, sendum nokkur jólakort og æsum okkur ekkert. Margir af gamla skólanum hins...

Re: Hvar verði þið um jólin?

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Við unnustan erum komin með smá kerfi í gang, þessi jól erum við hjá móður minni ásamt bræðrum og ömmu, um áramótin verðum við svo hjá móður hennar og einhverjum fleiri ættingjum. Á næsta ári verðum við um jólin hjá móður hennar (reyndar búum þar…) og um áramótin hjá móður minni…

ljóta undirskriftin

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég skoða korka í flötu mode, sé öll svör saman og get því ekki sleppt því að lesa þín svör… vildi bara pirrast á málfræðivillunum í undirskriftinni… <br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Um utanríkisstefnu Bandaríkjanna

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
“En hafiði tekið eftir að þið rífið bara niður, komið ALDREI með neinar tillögur til úrbóta. Bara afmá BNA af kortinu, en hvað á að koma í staðinn? ” Ég held að mig misminni ekki að ég hafi talað um Sameinuðu þjóðirnar oftar en einu sinni… en ef að tillagan er þér ekki að skapi er henni gleymt? :p

Re: Heimasíðupláss??

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
&lt;mont&gt; á mínum eigin server með 45gb plássi ha ha! &lt;/mont&gt;<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Úrslit í CS móti Lan-Setursins.

í Half-Life fyrir 22 árum, 11 mánuðum
æ æ… öll liðin nefnd nema þeir sem lentu í síðasta sæti… voða var það kvikindislegt :p

Re: PHP editor ???

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
hey.. nývaknaður maður og mundi ekki orðið.. nota það oft á dag :p takk samt<br><br>– Summum ius summa inuria

Re: Um utanríkisstefnu Bandaríkjanna

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jamm.. þessir 4 ára palestínu krakkar eru stórhættulegir og auðvitað skotnir með bandarískum eldflaugum (úr bandarískum þyrlum, bæði í eigu Ísraelsher) í nauðvörn! Einfaldað dæmi en það er nóg af svona skuggadæmi… Ísraelar eru ekki í vörn, það eru Palestínumenn. Ástandið væri mun betra ef Peres væri við völd í stað stríðsglæpamannsins og öfgamannsins Sharon sem að er engu betri en Bin Laden.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok