Ég var fastur lesandi WANDERLUST sem var birt á Salon.com. Fyrir þá sem ekki lásu það þá voru þetta ferðasögur, yfirleitt nokkuð góðar og hnitmiðaðar sem sögðu frá ferðalögum í Burma, Filippseyjum, Ölpunum, Alaska, Perú, Ítalíu og svo framvegis. Mér finnst oft gaman að lesa svona, og held að það gæti verið fínt að skiptast á ferðasögum, vondum og góðum. Maður gæti lært af einhverjum stað sem maður myndi vilja heimsækja. Svo væri hægt að athuga hvort að Úrval-Útsýn/Ferðaskrifstofa stúdenta...