Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Augustus
Augustus Notandi frá fornöld Karlmaður
992 stig
Summum ius summa inuria

Hvaða fartölvu á að mæla með? (13 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ein stúlka sem ég þekki ætlar að fara að fá sér laptop (hún er háskólanemi þannig að hún getur þannig séð valið úr nokkrum tilboðum), og ég sem “tölvugaur” á að vera ráðgefandi í þeim málum. Þar sem ég hef ekki verið að vakta fartölvumarkaðinn af neinu viti þá er ég pínulítið lost í þessu, mér sýnist að ódýrasti Omnibookinn sé á 159þ sem er svona líklega með því mesta sem hún myndi tíma að eyða. Thinkpaddarnir eru svo diskettulausir sem að er þvílíkt rugl, frúin mín þurfti að kaupa sér...

Power Puff Bluff (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Var að festa kaup á forláta Siemens græju, sem að getur líka dobblað sem vídjótæki ásamt DVD. DVD til vinstri, vídjó til hægri. Bara snilld. Að sjálfsögðu er það nokkuð mikið grundvallaratriði að eiga DVD mynd ef maður á DVD spilara og því fór ég og fjárfesti í Power Puff Bluff. Fyrir þá sem að þekkja ekki til Power Puff stúlknanna (sýningar á RÚV eru víst nýhafnar og þar heita þær Stuðboltastelpurnar) þá eru þetta snilldar teiknimyndir sem að finna má á ensku (með sænsku introi) á Cartoon...

Fordæminga hryðjuverka (57 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Núna voru Ísraelar að enda við að gera loftárás með F16 herflugvél á lögreglustöð í Palestínu, áður hafa þeir skotið á hinar ýmsustu aðrar opinberar byggingar í Palestínu. Það sem ég vil fá að vita frá hæstvirtum stjórnvöldum Íslands, er hvenær þau ætli að mótmæla þessum hryðjuverkum ísraelskra yfirvalda? Ekki eingöngu eru þetta árásir á opinber stjórnvöld annars ríkis, heldur eru þetta skýlaus brot á óteljandi samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil fá að sjá utanríkisráðherra Íslands þruma...

Dómarar teknir fyrir (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það eru mikil gleðitíðindi að tveir dómarar hafa fengið vítur og leikbann fyrir að sleikja rassinn á Mílan-liðunum og tryggja þeim báðum sigur í síðustu umferð. Það er ekkert launungarmál að dómarar gefa oft stærri liðunum meira svigrúm og dæma meira með þeim, það er í rauninni sálfræðilegt atriði sem að þjáir þá. Þekkt er sú staðreynd að ekki er hægt að dæma víti á Man Utd, sér í lagi á Old Trafford, en ekki hefur sést meira af þeim á útivöllum heldur. Mér er það sönn ánægja að sjá að það...

Er Techtronics.com treystandi? (4 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Er búinn að sjá alveg súperdúper DVD/VCR spilara sem mig langar í. Það er Samsung spilari sem að er til í Euronics í Smáralind. Ég veit ekki hvort að Euronics eru að selja “vanilla” útgáfuna en ég myndi halda það. “Vanilla” útgáfan spilar víst bara svæði 2 (Evrópa ef mig misminnir ekki). Techtronics.com bjóða þennan spilara á lægra verði (en ofan á það kemur svo VSK þannig að það verður það sama) en með því viðbættu að þeir hafa disable-að region locking, RCE og eitthvað meir, einhverjir...

Tilboð BT (5 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 12 mánuðum
BT er að bjóða einhvern Tyuaki (e-ð soleiðis) spilara sem á að spila öll DVD region (amk er það kallað multi-region), VCD, mp3 og eitthvað fleira minnir mig. Kannast einhver við þetta merki og er þetta þess virði að kaupa (23þ) ? Maður er alltaf hálfhræddur að versla við BT…<br><br>– Summum ius summa inuria

Hvað er svona skemmtilegt við TF(C)? (23 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum
Það er svo sem ekki nema von að maður fái svona spurningar nú til dags, blómaskeiðið löngu liðið og ekki eitt klan starfandi á landinu lengur. Ég skal segja ykkur hvað er svona gaman við Team Fortress (Classic/1.5). Það er stanslaus hasar í 30 mínútur. Þú ert soldier í vörn í Well og færð á þig endalausar öldur af medics og scouts concandi upp úr vatninu, soldiera sem rocketjumpa upp atticið, spies sem að læðast aftan að þér, HWGuys sem lötra áfram eins og skriðdrekar. Þú ert engie í vörn í...

[ASP] NT groups (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum
Er með smá kerfi fyrir innanhúsnot. Ætla að nota NT-auðkennin til að auðkenna á vefnum, læsi einni möppu á IIS-þjóni og leyfi þremur NT-grúppum aðgang að henni. Ég vil fá að vita í hvaða grúppu viðkomandi var þegar að einhver loggar sig inn, ætla að vera með þrískipt hierarchy á því hvað hver og einn má sjá. Einhver sumsé slær inn URLið, fær upp Authentication prompt og skráir inn NT usernafn og pass. Ef viðkomandi er í einni af þessum þrem grúppum fær hann því aðgang, en mig vantar að vita,...

Franskur straumur (0 álit)

í Háhraði fyrir 23 árum
Hellingur af frönskum útvarpsstöðvum live… <a href="http://www.tv-radio.com">www.tv-radio.com</a><br><br>– Summum ius summa inuria

RSS yfirlit (7 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum
Það ætti nú ekki að vera svo mikið mál fyrir Hugamenn að setja upp .rss þjónustu, ég er viss um að það myndi frekar auka heimsóknatíðni heldur en letja hana. Það mætti þá vera 1 .rss skrá per áhugamál. Kóðinn til þess að keyra út .rss skrár er meira að segja í Leiðbeiningahorninu í Vefsíðugerð, þannig að það er bara copy/paste fyrir hugamenn! :)<br><br>– Summum ius summa inuria

Holland var ekki hlutlaust! (7 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum
Það var hernumið af Þjóðverjum! Enginn heyrt um Önnu Frank? Vondi vondi drengur sem gerði þessa skoðanakönnun að skrópa svona oft í sögu. :)<br><br>– Summum ius summa inuria

Imbakall með flotta vél (3 álit)

í Ljósmyndun fyrir 23 árum
Ég hef verið að taka myndir eins og fleiri á imbavélarnar mínar, ég er ennþá að taka myndir á 35 mm imbavélina sem ég fékk í fermingargjöf (1989) og hef svo nú síðastliðið ár einnig notað aðra nýrri imbavél, sem nær panorama og svo 4:5 (eða hvað það nú heitir) (APS vél). Hins vegar hef ég haft í tösku hjá mér eina alvöru vél, með hraðloki (eða hvað það heitir), tveim roknalinsum, 2-3 filterum og einhverju fleiru sem ég veit ekki hvað á að kalla. Minnir að þessi sé Canon, og í eldri kantinum...

RSS með PHP/MySQL (11 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
RSS er XML-standard sem að fréttaveitur nota til þess að birta lista yfir fréttirnar hjá sér. <a href="http://rss.molar.is/“>RSS.molar.is</a> er snilldarvefur um RSS, og þar er að finna slóðir á ýmis RSS skjöl sem og hægt að smíða sína eigin yfirlitssíðu (ég hef smíðað mér mína eigin <a href=”http://joi.betra.is/portal“>vefgátt</a> þar sem að ég get fylgst með þeim fréttamiðlum og dagbókum sem ég hef áhuga á í gegnum .rss skjölin þeirra). Hvað græðir þú á því að nota RSS? Með því að nota RSS...

Hann á afmæli í dag (6 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
Fyrst að það er merkisdagur í dag ætla ég að vera kannski grófur með því að senda inn grein um aðalvefinn minn. Ég vasast í mörgum vefjum, bæði fyrir vinnuna og sjálfan mig, lénin sem ég er með puttana í eru fjöldamörg og misvirk eins og gengur og gerist. Aðalvefurinn minn hins vegar, á árs afmæli í dag, og því ætla ég aðeins að segja frá afmælisbarninu. Þetta má líka lesa sem smávegis pælingar um hvernig vefir eiga að vera uppbyggðir, og hvaða fítusa mætti reyna, svona í framhaldi af ýmsum...

Ósýnilegi maðurinn (nýtt svindl?) (26 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 1 mánuði
Var að leika mér aðeins í TFC á erlendum server þegar að ég rakst á ótrúlegan hlut. Borðið var Rock2, ég var engie og setti byssuna upp við innganginn að wardens respawn, og annar engie sína beint á móti þannig að inngangurinn var vaktaður. Við förum í sókn og skorum, og svo allt í einu kemur að þeir hafi náð lyklinum okkar. Jæja, þetta gæti hafa verið spy hugsa ég og fer að tölta til baka til að tékka á þessu. En nei, er hann þá ekki snöggur að því að taka lykilinn aftur og skora strax...

Aldursskiptingin (33 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég potaði inn skoðanakönnun nú fyrr í vikunni þar sem ég spurði að aldri CS-leikmanna. Þetta er í lengri kantinum hjá mér þannig að þeir sem ekki nenna að lesa mikið geta flett neðst þar sem að síðustu línurnar eru svona einfölduð samantekt. =x=x=x= Að koma inn í CS-heiminn er svolítið sjokk eftir að hafa verið í TFC-heiminum. Þetta kemur til aðallega út af því hversu mikill munur er á aldri leikmanna. Þátt tóku 216 manns, þar af voru aðeins 6 kvenmenn. Þar sem að ég geri ráð fyrir því að...

Uppskriftir.is þakka Engel ritstuldinn (2 álit)

í Matargerð fyrir 23 árum, 1 mánuði
:p

GK Training (2 álit)

í Manager leikir fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hvernig er það, er alveg vitavonlaust að fá markmenn til þess að hækka í tölum hjá manni? Það besta sem ég hef náð er að þeir standi í stað í flestu en hækki örlítið bara í handling. Það sem er algengast er að nærri allar tölur verði rauðar, þó hef ég prófað allt mögulegt, eins og að hafa skills og tactics í Medium, Light og full (ásamt none), reynt að hafa sér markmannaþjálfara (x2 jafnvel) etc etc. Er einhver með góða markmannataktík?

Could not complete connection attempt (5 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 1 mánuði
Undarlegt dæmi, eftir uppfærsluna þá þarf ég alltaf að tvítengja mig við servera, hvort sem á LANi eða netinu. Fyrra skiptið kemur alltaf “Could not complete connection attempt”, en seinna skiptið gengur 99% sinnum upp?

CS spilarar : Hve gamlir eruð þið? (0 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 2 mánuðum

Lazio í kröggum (1 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Lazio hafa skipt út Dino Zoff fyrir Alberto Zaccheroni (sem mig minnir að hafi gert fátt sniðugt hjá AC Milan á sínum tíma). Eftir 2-0 tapið á móti AC Milan er Lazio vængbrotið lið, Nesta og Crespo báðir frá í fleiri vikur, auk þess sem aðrir máttarstólpar hafa ýmist verið frá lengri (Negro & Mihajlovic) eða skemmri tíma (Dino Baggio og fleiri). Lazio tapaði í kvöld 1-0 á móti PSV og öllum að óvörum er það neðst í sínum riðli þegar að hann er hálfnaður, án stiga. Þetta gæti orðið erfitt...

Stóra bróðurs fasismi (6 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í dag er ekki góður dagur, heimskir stjórnmálamenn vilja taka öðruvísi á glæp sem að er framinn með aðstoð tölvu en glæp sem að er framin án aðstoðar tölvu, jafnvel þó að brotið sé hið sama. Þannig að ef að þú rænir einstakling vopnaður hnífi, þá færðu líklega lægri dóm en ef þú rænir hann með því að nota VISA-kortið hans á Amazon eða brjótast inn á bankareikning hans á netinu. <a href="http://bre.klaki.net/dagbok/faerslur/1001415192.shtml">Bjarni</a> spöglerar aðeins í þessu í dagbókinni...

HádegisFriendly (3 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Við vinnufélagarnir stunduðum það í síðustu viku að leika okkur í svona hálftíma í matartímanum okkar, þá bara á LANi. Spurning hvort einhver annar vinnustaður sjái sér fært að taka leik við okkur, ég veit af því að mörg fyrirtæki eru með duglega CS spilara (TVAL, HATE og LOVE komu frá Tæknival og Símanum í dentid ef mér skjátlast ekki, og VIT að sjálfsögðu frá Hugviti). Það væri sumsé gaman að taka eins og eitt hádegislan í viku. Þetta krefst þess hins vegar að server sé laus og læsanlegur,...

de_survivor (19 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Engin Jeri þarna að spóka sig um léttklædd því miður, en þetta er samt sem áður ansi skemmtilegt borð. Við vinnufélagarnir tókum smá hádegispásu í þetta, og líkaði vel. Þara er að finna vakir og brýr sem að menn geta fallið ofan í (passið ykkur á snjóbrúnni og tjörninni undir brú við byrjunarreit Terrorista). Það snjóar og fínerí, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst okkur ekki að skjóta niður örninn sem sveimar yfir gilinu, hann var í massive kevlar no doubt. Ískristallarnir í gilinu eru...

Ég VAR með punkbuster í gangi (3 álit)

í Half-Life fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er að prufa að leika mér í CS í fyrsta sinn fyrir alvöru. Var aðeins að dunda mér á Simnet 32 Mania áðan þegar að mér var sparkað af server fyrir PunkBuster compliance. NEMA HVAÐ að ég var með Punkbuster í gangi, rétt eins og í gær og í fyrradag, nema hvað að núna var Simnet ekkert að gúddera hann þó að það stæði “New PB Server Connection detected” í Punkbusternum? Hvaða rugl er þetta? Eitthvað sem einhver kannast við?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok