Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Eyðibýlið þitt (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
í kyrrð nætur skríð ég upp á fætur í leit að þér þar sem ég týndi mér öllu er gleymt og þó - samt er allt geymt mér í hjarta tómi mínu svarta

Þjófur (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þegar ég þarfnast mest að láta halda um mig að fá, þegar ég hef ekkert að gefa þá kemurðu til mín lætur mig halda um þig tekur, og lætur mig ekkert hafa

Frekja (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Reiðin og frekjan bullandi, sjóðandi inní mér ég vil mig langar og þegar ég fæ ég má þá veit ég aldrei í hvað mig langar og hvað ég vil reiðin og frekjan bullandi, sjóðandi inní mér ég brenn mig alltaf á þeim

Kappreiðar! (10 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hæhæ! Mig langar að segja frá því þegar ég tók fyrst þátt í kappreiðum í fyrra, og fannst það ALGJÖRT æði! Það byrjaði þannig að sumarið áður (2001) hafði Björk (“stjúpan mín” :) tekið þátt í 300 m. brokki á hestinum sínum, og unnið. Svo var komið sumar 2002 og hún spurði mig hvort ég væri ekki til í að verja titilinn hennar! Ég horfði á hana og reyndi að afsaka mig með því að, “æi, ég væri nú að fara að keppa í unglingaflokknum og hafði ekki tíma til að skipta um hest- ég væri svo hrædd um...

Skiptir ekki (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Margt- Fátt Stórt- Smátt Fallegt- Ljótt Dagur- Nótt Hverju ætli það skipti? Það gleymist hvort er með tímanum

Sokkinn (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég varð máttlaus af ást þegar ég sá þig fyrst Ég varð sem blómstrandi blómi þegar ég var með þér Ég var hrædd þegar ég sá þig stökkva í hafið Ég var negld við jörðina þegar ég horfði á þig sökkva til botns Nú er ég aftur máttlaus og get ekki stokkið útí og bjargað þér þú verður alltaf á botninum botni lífs

Engin hetja lengur (7 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Sofandi löngum svefni máttlausan sé ég þig Allt í hröðum hvelli hrundi kringum mig Baráttan er búin Brunnin vonin er sorgbitin sálin lúin sé ei hvert hún fer Með hausin háan hetjan horfir eftir þér flogin og farin getan fyrir að lifa hér Margt er mikilmennið ekki mikið innaní hátt var haldið ennið hetjuskapin nú ég flý

Gangsetning! (6 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hæhæ hestahugarar! :) Það er svo langt síðan að ég hef sent grein hingað inn, svo ég ákvað að setjast niður og biðja ykkur um smá ráðleggingu og hjálp; Ég á meri sem er á fimmta vetri, undan Skorra frá Gunnarsholti, sem ég er farin að ríða nokkuð mikið. Hún er mjög þæg, hefur gaman af allri vinnu, og er sjálfstæð og viljug. Nú er svo komið að því að ég þarf bráðum að fara að gangsetja hana! Ég hef unnið með marga hesta í sambandi við tölt; hesta sem binda sig, hesta sem vilja ekki tölta, og...

Bál (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Brennandi stórt bál sem þúsundir manns koma og henda á eldivið svo það geti brunnið brunnið lengi Lengur orðið stórt Stærra Og ein stend ég veifandi berum höndum á bálið með von um að það muni einhvertíman slökkna

Bakvið tjöldin (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Undir fötunum ertu nakin Bakvið brosið hikar þú Undir meikinu felurðu þig bakvið augun grætur þú því undir fótum þínum er líka bara jörð og bakvið tjöldin ertu þú ps. Það kom ekkert álit á greininni minni sem ég sendi inn um daginn, (“hjálpaðu þér upp, ef þú ert að drukna”) Mér myndi finnast gaman að fá álit einhvers á því ljóði, so if you have time… :) Takk!

Hjálpaðu þér upp, ef þú ert að drukna (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þessi sársauki sem ég upplifði -upplifi Hann sé ég éta þig upp að innan þessvegna vil ég gera allt til að hjálpa þér því ég þekki þennan ofsalega sársauka - allt of vel Leyfðu mér að draga þig upp

You (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þetta var bara svona ljóð sem kom úr mér allt í einu…. þetta er kanski ekki súper gott, en þetta er líka bara einskonar hugsanastreymi sem ég skrifaði niður í ljóð. I cant bare to think of that this might be what you really want I dont dare to think of that this might not have happened if I'd been there I tried to come but wasn't allowed I tried to rech you but couldn't I hate to think of that you don't know I'm sorry And am waiting to tell you that I was worried sick Mabey I dont get to tell you

Horfinn (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þú komst inn í líf mitt, skaust þar inn þú komst þar með traust þitt svo varstu minn Nú er þetta bannað þú hvarfst burt hvað hefði gerst annað ég vita hefði þurft hefði ég komið þar látið sjá mig hitt þig þann dag -huggað þig Hefði þetta þá farið svona?

Mamma (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Hvernig gat ég gert þér þetta? Skilið þig eftir með tómleika í hjarta vaðið yfir allar þínar tilfinningar þrátt fyrir mótvilja þinn sveik ég þig og særði -og fór, fór frá þér aldrei myndi ég gera þetta aftur þrátt fyrir það að enginn eftirsjá ríki í hjarta mínu Nema eftirsjáin að hafa sært þig mína eigin móðir. ps. ef svo vildi til að mamma læsi þetta þá mátt hún vita að ég elska hana af öllu mínu hjarta! :* þú ert best og takk fyrir allan skilning og alla vernd sem þú hefur veitt mér mamma!...

Flutt burt (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
hvernig gat ég haldið að ég gæti plantað mér á einn stað, rifið mig svo upp með rótum, og haldið að ég gæti blómstrað aftur á nýjum stað, í nýrri mold, með aðra næringu, allt aðra en þá næringu sem ég þarf til að lifa?

Komin með nóg (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég veit ekki -afhverju ég er alltaf að passa mig ég hata -hvernig skynsemin ræður alltaf yfir mér ég þoli ekki -að ég geti ekki bara látið allt vera gefið skít í allt og gert það sem ég vil en ekki það sem aðrir vilja að ég geri Ég er komin með nóg alveg nóg meira en nóg mig langar til að æla út um allt og er komin með handlegginn lengst oní háls en það kemur ekkert því ég passa mig með skynseminni og get ekki gefið skít í allt sama hvað ég reyni

Fyrirgefðu mér (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Ég tileinka þér þetta ljóð þú sem ert ekki til þú sem ég sé ekki heyri ekki finn ekki Fyrirgefðu mér fyrir hvernig ég var í gær hvernig ég er í dag og hvernig ég verð á morgun Því ég veltist um af sársauka og grátbið þig um að hætta að vera til

Farin frá þér (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 12 mánuðum
Hér er ljóð sem ég er mjög ánægð með og held að hafi nú bara heppnast nokkuð vel hjá mér! :) hvað finnst ykkur?? Og hvað finnst ykkur um ljóðið sem ég sendi inn, 10. des (dagamunur) ? bara gaman að fá álit annara….. ! Fallegur lagstúfur sem minnir á þig Snjórhvítar bréfdúfur hertaka mig Svo sakleysislega þær fljúga afstað Enginn þér sagði að ég vissi það; Hvert dúfurnar færu endastöðin sú þar sem enginn væri þarmeð enginn þú Á leiðinni söng ég lagið á enda og kveið þess svo sárt þarna að...

Dagamunur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Þú sagðist elska mig í gær En ég hata þig í dag Alltaf er maður deginum vitrari í dag en í gæ

Norðlingaholtið- byggingaframkvæmdir?! (5 álit)

í Hestar fyrir 22 árum
Jæja, nú verð ég eins og alltaf að fara að róta til í “leiðilegu” umræðunum, en mér finnst samt þetta mál eigi umræðuna skilið. Þetta er ósangjarnt -MJÖG- að mínu mati og er mál sem hestamenn ættu ekki að sætta sig við. En best að útskýra hvað ég er að tala um yfirhöfuð, áður en ég byrja! Norðlingaholtið, hesthúsahverfi rétt hjá Fákshúsunum (ef maður fer í gegnum undirgöngin og upp bröttu brekkuna er maður kominn), rauðhólar eru þarna rétt hjá og mjög fallegar útreiðaleiðir, ef ekki einar...

Með slaufu um magan! Fyrsti hesturinn minn (18 álit)

í Hestar fyrir 22 árum
Með slaufu um magann Það var sumar, og ég var nýkomin í sveitina. Ég var 10 ára og mér hlakkaði mikið til því ég var að fara að keppa í annað skipti á ævini þetta sumar. Fyrsta daginn þegar við vöknuðum í sveitinni, spurði pabbi mig hvort ég vildi ekki koma með honum út í hesthús og heilsa upp á hann Draum (hestinn sem ég átti að keppa á). Við röltum út í hesthús og á leiðinni sá ég að hestarnir voru allir úti í girðingu, en þeir voru það langt í burtu að ég sá ekki hvort þeir voru þar allir...

Karlmenn bestu knaparnir?? (10 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta er grein sem ég setti bæði inn á slúðrið á hestar847 og krakkavefinum sem er þar, og sem mér datt altl í einu í hug að setja inn hér. Hún er dáldið gömul en ég ákvað samt að gera bara copy-paste, fannst hún nokkuð góð eins og hún er! En látið þig mig endilega vita hvað ykkur finnst um þetta mál! Þetta sem stendur hérundir er tekið úr spurningu sem send var til Lindu Karenar á “stóra” hestar847 vefinum. “ Ég á í vandræðum með 8-9 vetra hest! Vandamálið er það að hann er latur og einnig...

Keppnis "snobb"?? (18 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hæhæ öllsömul….! Ég hef undanfarið verið að heyra frá mörgum krökkum sem eru í hestum að þeir krakkar sem eru að keppa séu bara snobbaðir og leiðinlegir og viti ekkert um hesta því þeir láta nú öruglega allir kaupa handa sér bestu hestana og láta síðan mömmu og pabba eða fagmenn um að þjálfa (þetta er kanski dáldið ýkt, þótt þetta sé skoðun sumra þá eru kanski ekki allir sem meina allt þetta, en samt sumt af þessu) En allavega, pointið mitt er að jú, ef krakkar eru að fá bestu hestana keypta...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok