Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Tunglsljósaskuggi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Í stundarbrjálæði Og ég dreg þig Dreg þig frá mér Á augnabliki Og ég missi takið Er ég gríp það Á studarbroti Og ég græt Öfugum tárum Óljóst, án tíma Vinn ég ykkur Í keppninni Keppninni að tapa

Villt í þoku lífsins (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég man þá nótt Er dimmbláar tuskur himins felldu létta dögg Sem dansandi fylgdi mér heim Droparnir á kinnum mínum Endurköstuðu þokukenndu ljósi tunglsins Ég var viss um að þau grétu öll Með mé

Sumar (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég er ennþá ekkert nema litli krakkinn sem hlakkaði svo til sumars á hverju ári Ég er ennþá ekkert nema litla stelpan sem beið svo eftirvæntingarfull eftir Íslandi Ég er ekkert nema; Nema hvað að núna ofsækir mig söknuður og þrá og ég fæ aldrei aftur að hlakka til í friði Ég sakna svo litlu stelpunna

Röng kona (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
-líkt og rokkara sem villist á klassíska tónleika, popptónleika og batl-keppni til þess eins að fatta að það voru engir rokktónleikar þetta kvöld- ;líður mér Eins og minn tími sé ekki nú og komi ekki fyrr en kýr fara í dansskóla og maurar verða seldir í sjálfsala

Mitt gamla ég (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sem óraunverulegir draumar Virðast gömlu dagarnir Og ég efast um að þeir áttu sér stað Með hverjum degi Efast ég meira -sakna þeirra meira Kannski vildi ég bara Að þeir væru ekki sannir Svo ég þyrfti ekki Að finna svona til

Brokkum meira! :) (14 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hæhæ hestahugarar! :) Það er svo langt síðan að ég hef skrifað eitthvað af viti á þessa síðu vegna þess að ég hef haft mikið að gera og alveg sérstæðlega lítið að segja (ég sem hef ALTAF eitthvað til mála að færa :) En um daginn sá ég eitt sem vakti athygli mína hér á síðunni. Ég var að skoða könnun sem hét þetta: “Hvaða gang ríður þú mest í útreiðartúr???” Og mér til skelfingar svöruðu meira en helmingur “tölt”(nánar tiltekið 54%) Já, nú spyjra nokkrir sig ef til vill afhverju mér var það...

Hvar ertu þá? (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Að passa þig er sem að halda á innihaldslausu tuskudýri; Þú ert ekki viðstaddur við predikunina við fyrirgefningarnar við ástarorðin ekkert frekar en þú ert viðstaddur þegar ég sleppi þér og þú brýtur öll loforð

Sumarregn í Danmörku (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Myndirnar leyfar eftir storm gærdagsins Lyktin af peysunni ilmur þess liðna, rétt til að minna á örstutt Bréfin söknuður á blaði Rósin akkeri fortíðar Regndropar, ég bið ykkur; strjúkið mér eitt skipti enn líkt og þið gerðuð síðasta sumarið

Blekkjandi? (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Undan þeim sem of mikið vita hlaupandi yfir þá sem þig ekki vantar dettandi Hjálpina drepandi Segðu mér; hvað ert þú flýjandi? Hvað helduru sé eftir þér bíðandi: Friðurinn brosandi?

Það óhugsanlega (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Kannski bjargaðir þú mér Frá sorg yfir í gleði, frá áhyggjum yfir í ást, frá þreytu yfir í bros Kannski það óhugsanlega hafi gerst; Kannski bjargaðir þú mér?

Litlasystir (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Litlasystir mín fæddist í gær, og eftir að hafa horft á fæðinguna vallt þetta ljóð út úr mér næstum í einni runu, en þó lagaði ég það aðeins um kvöldið: Sjá þig svona Sjá mig svona Starandi af undrun báðar Hvað gat ég sagt með þig í fanginu grátinn í hálsinum og óvissu í huga? Sjá þig koma í heiminn og ég hataði þá sem hlakkaði til Þú; alsaklaus og gast ekkert sagt Mikið vildi ég að þú gætir skammað mig

Púsl (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ef þú hefur ekkert betra að gera einn góðan veðurdag leiktu þér þá með líf mitt Ef þú hefur ekkert betra að gera þegar þokan leggst taktu þá líf mitt og púslaðu því Ef þú hefur ekkert betra að gera þegar rignir úti taktu þér þá smá tíma til að leita af púslinu sem þig vantaði þarna um daginn

Á sporbaug um þig? (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
-Getur verið að þyngdarkraftur frá þér verki á mig? Og að vegna lögmálsins láti tregðan mig hringsóla í staðin fyrir að fara beint til þín? -Æi, ég veit það ekki. Hvernig á ég að vita svarið við þér, þegar þú veist það ekki einu sinni sjálf?

Hringinn í kringum landið (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þetta er ekki alveg 100% tilbúið ljóð og ég þigg ábendingar takk! :) Ísland æviskeiðið; Reykjavík, upphaf og endir á leiðinni kemur maður við í litlum sjávarþorpum og stærri merkilegri bæjum; stóru viðburðunum í lífinu en samt bið ég þig að gleyma ekki litlu sjávarþorpunum

Sveitastelpa (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Esjan fellur í eilangan himinn Einmanna hún starir á Reykjavíkurborg Nýfallinn snjórinn, þá stöðvast tíminn Hjá staðföstu barni við Lækjartorg Hlekkjað húsum miðborga Hugurinn reikar út á land Saknar fjalla og fjöruvinda Festist, veit ég er hér strand

Tvö ljóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég er hnefi hermannsins reiði hans og vilji og þú; þú ert öruggt skotvopn andstæðings Eins og dýrið hennar Fríðu kemur þú og ég er Fríða. Þarf ég að líta aftur á þig til að skilja að þú ert líka vera? Að þú ert kanski lítil sál? Eða þarf ég að líta aftur á sjálfa mig, skilja að ég er ekkert frábrugðin þér?

Ælupest (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Þá saknaði ég mömmu hendi hennar á enni mínu hvernig hún hjúfraði að mér sat hjá mér var hjá mér Það var fyrst þá sem ég fann hvað ég saknaði mömmu

Lífsregla (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Elskaðu engan og treystu engum það mikið að hann geti sært þig þegar hann fe

Fölsk (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Í augum annara getur hún alveg eins verið fötluð sál dáin sál? En hún er það ekki hún er lítil óvitur sál sem svelgir sig á falskri hamingju og sjálfsvorkun

Tvö "hesta"ljóð! :) (7 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Jæja, þar sem ég var að senda ljóð inn á ljóð hér á huga, datt mér í hug að þessi tvö ljóð eftir mig ættu vel heima hér á hesta-áhugamálinu, því þau eru bæði um hesta. Vonandi njótið þið lesefnisins! :) Hér kemur svo fyrsta: FRIÐUR Úti - með goluna í hárinu gróft faxið strýkur hendur mínar og hófadynur glymur mér í eyrum áhyggjulaus finn ég frið Og hér er hitt: FRELSISSVIPTING? Fljúgandi faxið hendist aftur Fákurinn með vinindum berst Þessi þvílíki ógnarkraftur Þetta gæti ekki betur gerst...

Hvort er betra? (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hér eru tvö ljóð til sömu mannsekjunnar, og nú spyr ég ykkur; hvort finnst ykkur betra? Man ég þegar við vorum litlar klettarnir svo stórir út um langa fjöru trítlar tásur og fætur fjórir Man ég elsku systir mín við rifumst, fýldumst, slógumst þó ríkti ávalt mín ást til þín og gerir áfram er við eldumst Nú er ég stór og þú ert stærri fjaran stutt, klettaskerið litla en minningar verða aldrei færri þær ávalt huga minn munu kítla Og hér er svo hitt: Ó systir Man ég þegar klettarnir voru stórir...

Eyðimörk (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég ræktaði eyðimörk þína Sáði, Vökvaði, Bar á, Og læknaði sár En á meðan gleymdi ég að mín eyðimörk var enn sú sama; uppþornuð og óræktuð

Hámark tilgangsleysinnar? (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Líf á jörðu: Hámark tilgangsleysinnar? Eins og strákurinn sem svaraði spurningunni á enskuprófinu svo vel; - So, what happens in Iceland? - Oh, not much. We go to school, and then we die. Erum við þrælar lífsins? Eða lífið þræll okkar? Fæðumst við til að skipta ekki máli, deyja - og halda áfram að skipta ekki máli?

Frelsissvipting? (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fljúgnadi faxið hendist aftur Fákurinn með vinindum berst Þessi þvílíki ógnarkraftur Þetta gæti ekki betur gerst Hófar, holur, þúfur, móar Hefurðu auga klárnum á? Engum erfiðartíma sóar Eftir sit ég og horfi með þrá Getur gáfumennið tamið Geysilegan frjálsan andan? Látið líflegt folatryppið Leysa vinnu og margan vandan? Býr bakvið djúpsvörtu augun Barnið og leikaraskapurinn Sama sálarfreslislöngun Sem ég þekki -ég hef séð þar inn

Friður (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Úti - með goluna í hárinu gróft faxið strýkur hendur mínar og hófadynur glymur mér í eyrum áhyggjulaus finn ég frið
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok