Hér eru tvö ljóð til sömu mannsekjunnar, og nú spyr ég ykkur; hvort finnst ykkur betra? Man ég þegar við vorum litlar klettarnir svo stórir út um langa fjöru trítlar tásur og fætur fjórir Man ég elsku systir mín við rifumst, fýldumst, slógumst þó ríkti ávalt mín ást til þín og gerir áfram er við eldumst Nú er ég stór og þú ert stærri fjaran stutt, klettaskerið litla en minningar verða aldrei færri þær ávalt huga minn munu kítla Og hér er svo hitt: Ó systir Man ég þegar klettarnir voru stórir...