Ég tala allavega fyrir sjálfan mig þá með því að segja að ef mig sárvantar kkcal að þá kaupi ég mér gainer ef mér tekst ekki að borða nóg af góðum mat til að fullnægja minni kkcal þörf. Ég þyngdist ekki með því að borða ís, ég þyngdist með því að borða MEIRA af hollum mat og gainer af og til. Persónulega vil ég frekar þyngjast hægar og fá quality mass heldur en að fara á eitthvað dirty ís-bulk. Og jú, ég er ectomorph svo ég veit hvað þú ert að tala um.
Hvernig á hann mögulega að græða á því að borða ís? Ætla rétt að vona að félaginn vilji ekki þyngjast af eintómri fitu. Kalóríur skipta vissulega máli en það sem skiptir meira máli er hvaðan þú færð þær.
Fitan sem kom fyrst á fer seinust af. Svo getur þetta bara verið erfitt svæði fyrir þig svo eina ráðið er bara að halda áfram á sömu braut. Og nei.. ert ekkert að fara að minnka fitu á þessu svæði eitthvað meira með því að taka betur á því í bekknum eða whatever.
Af hverju að taka svona rosalega margar æfingar? Alltof mikið að mínu mati Persónulega mæli ég með því að þú takir 6 reps í stóru æfingunum og 10-12 í “shaping” æfingunum. Átt að reyna að eyða mestu púðri í stóru æfingarnar, ekki leggja aðal áhersluna að þyngja flug t.d. Fyrir chest t.d. fínt að taka 3 stórar æfingar (2 fyrir upper chest og eina fyrir middle eða öfugt, fer eftir hvort þú sért með weak upper chest eins og flestir) og svona flug í restina. Fyrir hendur skaltu einbeita þér að...
Þetta með svimann og náladofa hef ég aldrei lent í.. ég tók einmitt svona prufuskammt af þessu um daginn og efnið í sjálfu sér virkaði vel á æfingunni en ég var smá shakey eftir á.. Og já það er ekki sniðugt að taka þetta inn eftir kl. 7 eða svo uppá svefn að gera.. sterk stimulants í þessu. Persónulega fýla ég Animal Pump betur, ekkert nema goodness
Borðaðu clean, ekkert junk. Haltu þig við basic æfingar, hnébeygju, bekk, deadlift osfrv. Ef þú ert ekki að þyngjast þá skaltu auka matinn en ef þú ert að fitna grimmt þá ertu annað hvort ekki að borða nógu clean eða að borða of mikið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..