Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Ísland eins og ég vil hafa það....

í Deiglan fyrir 20 árum
Nei, ég á við að karlmaður og kvenmaður, t.d. á sama vinnustað, í sama starfi með sömu ábyrgð fái ekki sömu grunnlaun. Þetta viðgengst og þarf að laga. Ég er jafnréttindasinni. Ég veit að stundum er gengið á rétt karla líka, og ég styð þá heils hugar í réttindabaráttu sinni fyrir jöfnum rétti sem hingað til hefur bara talist “konunnar”. Kannski var ekki rétt af mér að segja galli í “lögum” heldur galli í “kerfinu”. Gallinn er sá að það viðgengst að launamunur sé fyrir sömu störf. En það á...

Re: Jólafrí BÖGG

í Tilveran fyrir 20 árum
já, nú er gott að vera í skóla. ;)

Re: Leiðinlegasti hugarinn?

í Tilveran fyrir 20 árum
Hm… ætli skuggi sé að vinna sér inn stig sem “leiðinlegasti hugarinn” út af myndunum á kynlíf? ;) I say GO SKUGGI! :D

Re: Ísland eins og ég vil hafa það....

í Deiglan fyrir 20 árum
Ég sé hana svo sem ekki verða mikið ódýrari, en betri þó hugsanlega. :)

Re: Fantasia hætt að nöldra?

í Tilveran fyrir 20 árum
stafsetningarfasistar owna! því ég er einn af þeim! power to us! :P

Re: Ísland eins og ég vil hafa það....

í Deiglan fyrir 20 árum
Úff, þarna list mér ekkert á. Tildæmis er til fullt af klikkuðum foreldrum sem hafa ekkert með það að gera að vera að taka svona ákvarðanir fyrir börnin sín. Oh, ég gleymdi að skrifa um þetta sjálf. Uppeldi er eitt af mínum uppáhalds umræðuefnum og mér mjög mikilvægt. Of margir íslendingar kunna hreinlega ekki að ala upp börn. Væru börn þá svona áhrifagjörn, trendy og frek eins og raun ber vitni? Stundum þarf Alþingi að taka ákvarðanir fyrir fólk, því það kann ekki á lífið.

Re: Ísland eins og ég vil hafa það....

í Deiglan fyrir 20 árum
Eins og ég sagði, ég nota stór orð, og ég þekki bæði hugarástandið og hef orðið vitni að því hjá öðrum. EN stóra málið er að samþykkja EKKI þessa hegðun hjá sjúklingnum. Ef maður setur sjálfsmorð fram sem einhvern endakost sem hann “má” nota eru miklar líkur á því að hann nýti sér ekki þá hjálp sem að honum eru réttar. Sjálfsmorð eru ekki ásættanlegt, þótt ég viti að stundum er erfitt að halda sambandi við umheiminn. Umhverfið má ekki gefast upp á sjúklingnum, þá er bardaginn tapaður.

Re: Matt Groening

í Teiknimyndir fyrir 20 árum
haha, nerdy as hell.

Re: Ísland eins og ég vil hafa það....

í Deiglan fyrir 20 árum
ooookayyy… ég hef hvorki tíma né vilja til að skrifa allt sem mér datt í hug við lestur þessarar greinar, veri það jákvætt eða neikvætt, en mig langar til að koma mínum skoðunum á framfæri, því þetta er nú deiglan og þú ert að taka á miklum hitamálum. Ég er sammála þér um ýmislegt, s.s. trúmál og sumt um samkynhneigð, en það með að blóðbankinn taki ekki við samkynhneigðum er held ég eitthvað sem er í skoðun. Ég var að láta skrá mig sem blóðgjafa um daginn, vegna þess að góðar líkur eru á því...

Re: Of stór brjóst !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
sorry, átti að vera “feitt fólk slitni”. .. >_> ég get samt fullvissað þig um það að vaxtarkippir einir saman duga til að fólk slitni. það er náttúrulega algengara að stelpur slitni því að þær eru að fá brjóst og lendar.

Re: Square-Enix blaðamannadiskur

í Final Fantasy fyrir 20 árum
You will die a terrible, terrible death. (“No, I'm sorry, that was our last caller. OK, I'm getting something: You will die a terrible, terrible death.” -_-) Hvenær kemur FF:AC annars út á ensku?

Re: Hvar getur maður séð FFXII trailerinn?

í Final Fantasy fyrir 20 árum
Hm… af því sem þarna sést held ég að þeir haldi FFX-2 bardagakerfinu. Sem er gott. Besti parturinn af þeim leik. :P annars lítur hann út eins og svolítil blanda af IX og X fyrir mér…?

Re: Of stór brjóst !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
OK, þú ert sum sé að gefa í skyn að ég sé feit. sem ég er ekki að segja að sé móðgun, heldur barnaleg alhæfing af því að þú heldur að bara feitt fólk fitni, jafnvel þegar ég sagði þér að svo væri ekki. Mér finnst þetta svar engan vegin almennilegt, hvað þá kurteisislegt. Kannski ég sé bara feit? Kannski ég sjái ekki fituna á sjálfri mér? Geturðu ímyndað þér að kona sem er u.þ.b. 180 cm að hæð sé þybbin ef hún er um 62 kíló? Normal kona er um 170 cm og 60-65 kílógrömm. Ég er ekki feit, ég er...

Re: Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!!

í Deiglan fyrir 20 árum
Já, þetta brjósta comment sem endaði á “konan” var náttúrulega mjög karlrembulegt. Einhvernveginn hélt maður að fólk væri nógu gáfað orðið til að láta slíkt vera í sjónvarpi. Ég held að nú verði að slá fast á hendurnar á Kristjáni, hann hefur oft sagt hluti á mörkunum, en núna hljóp hann yfir strikið.

Re: Coke vs.Pepsi

í Tilveran fyrir 20 árum
Coke.

Re: Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!!

í Deiglan fyrir 20 árum
Að taka hana svona fyrir, þessi óvirðing og þessi nánast ærumeiðing er nóg til að kæra hann fyrir svívirðingar. Svona atferli í fjölmiðlum fyrir alþjóð er óásættanlegt og hann ætti ekki að komast upp með þetta. Það er mín skoðun og ég hefði kært hann alveg hiklaust. Fólk hefur verið sektað fyrir minna.

Re: Whose Line is it Anyway

í Gamanþættir fyrir 20 árum
Mér finnst Wayne Brady bestur, en þó sérstaklega fyrir tónlistarhæfileikana. :) Ég hef ekki horft á þættina sem sýndir hafa verið á stöð 2, en ég hef horft á fullt af öðrum þáttum af netinu. Hef horft á þá í ár eða meira… Frábær þáttur þegar Brady lék Tinu Turner. Bara ef einhver man eftir honum. Alveg brilliant!

Re: Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!!

í Deiglan fyrir 20 árum
Hann tók 700.000 í “kostnað”. Hvaða kostnað spyr ég bara. Flugfar frá Ítalíu og til baka er undir 100 þúsundum, og ekki kostaði gistingin + matur 600+. >_> Bull og vitleysa.

Re: Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!!

í Deiglan fyrir 20 árum
Persónulega þykir mér peningarnir ekki aðalmálið (þó að ég hefði bara sent Kristjáni fingurinn og sungið sjálf ef hann hefði beðið um eitthvað meira en flugfar og gistingu) heldur framkoma mannsins við fréttakonuna. ÓTRÚLEGT virðingarleysi.

Re: Kristján Jóhannsson í Kastljósinu!!

í Deiglan fyrir 20 árum
Ekki nóg með að hann benti á hana, heldur sagði hann “sérstaklega hún” eins og hann þyrfti ekki að yrða á hann. Hún getur kært. Ég vona að hún kæri. KÆRÐU, FRÉTTAKONA, KÆRÐU! (ég man ekki hvað hún heitir heldur.. :/) Hann gekk algjörlega fram af mér. Í fyrsta lagi með að vera svona sjálfselsku or hrokafullur, með diskinn á lærinu helminginn af þættinum, og að tala í sífellu ofaní spyrlana. Síðan þegar hann sagði þetta missti ég bókstaflega andlitið, ásamt móður minni, og ég spurði mig hvort...

Re: Suttmyndakeppni huga.is

í Kvikmyndir fyrir 20 árum
Hm. Persónulega væri ég alveg til í að vera dómari. Hvar á ég að tjá áhuga minn?

Re: Vesen....

í Rómantík fyrir 20 árum
Um.. Gelda hann? Nei, í alvöru, talaðu við hann, og ef hann vill ekki taka ábyrgðinni skaltu segja henni. Leita hana uppi og segja henni. Því ekkert er betra en en harkan sex til að fá fólk til að hætta að láta eins og fífl.

Re: For the ladys

í Rómantík fyrir 20 árum
Erm… ég er ekkert rosalega mikið fyrir loðna stráka, enda náði ég mér í einn nokkuð hárlausan, fyrir utan kollinn. Hann hefur sítt hár. Og miklar augabrúnir. En svona í alvöru, ég hefði byrjað með honum þótt hann væri einn stór hárbolti, hann er yndislegur. Svo það að hann var nokkuð hárlaus var bara bónus. ;)

Re: Of stór brjóst !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Slit gera engum neitt. Ég er ekki með stór brjóst svo ég veit ekki mikið um það, en eg fékk fullt af slitum í vaxtarkippum. Þau eru rauð kannski fyrstu árin, og brjóstin mín voru nokkuð röndótt þegar ég byrjaði með kærastanum, en það hverfur og þau verða bara lík örum. Ekki ljótum örum, heldur örum sem eru húðlit og slétt. Og ef strákur segir slit ljót, þá er ekki rass varið í hann. Minn bjóst svo sem er ekki við þeim, en honum þóttu brjóstin mín ekkert verri fyrir það.

Re: Of stór brjóst !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
DÓNASKAPUR! Hefurðu heyrt um vaxtakippi? Persónulega er ég 179 cm og 62 kíló, sem ef þú fattar það ekki er ekki feitt, en ég fékk slatta af slitum við það eitt að stækka. Bæði á brjóst og rass. Og ég er hvorki með stór brjóst né rass. Annars þá verða bara ljós ör eftir, svo who cares. Ef strákur sýndi mér andúð út af slitum, þá væri bara ekkert í hann varið.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok