Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Appolo
Appolo Notandi frá fornöld 44 stig
Appolo

Re: Grein þurrkuð út

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
http://www.hugi.is/hundar/greinar.php?grein_id=49833

Re: Elding veik?

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég mundi fara með hana til dýralæknis. Hvolpar eru svo gjarnir á að éta allt mögulegt og síðan geta þeir stýflast eða garnirnar særst og þá getur komið blóð með saur. Ef hún er ekki eins og hún á að sér að vera láttu þá athuga hana.

Re: Aftur búið að handtaka Stóra-Dan hundana í Höfnum

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hvaða kona á þessa hunda? Veit það einhver? Óhuggulegt mál.

Re: Íslenska hundabókinn

í Hundar fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Veit einhver hver var höfundur nýju hundabókarinnar?

Re: Great Dane!!!

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ef tíkin hefur komið hvolpafull í Hrísey þá er eithvað að hjá einangrunarstöðinni. Það ætti að sjást á tík sem á bara eina eða tvær vikur í got. Ég veit af steingráum Dana hér, en veit einhver hvernig þessi tík í Höfnunum er á litinn? Í þessari tegund má ekki blanda saman vissum litum. Skiptir kannski ekki máli ef þeir eru ekki skráðir hjá HRFÍ hvort sem er.

Re: Lóðarí

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það blæðir aðeins fyrstu 7-9 dagana. Blóðir er dökk rautt fyrst (eins og ef þú skerð þig í fingurinn) síðan lýsist það þar til það verður eins og vatn með smá blóðlit, þú sérð þetta vel á tissjúi. Þegar blóðir er komið í þennan lit (á ca 9. degi) fer að nálgast egglos sem er á ca 11-13 degi. Frá því að blæðing byrjar og til enda tímabilsins eru ca 20 dagar. Öruggast er að passa tíkina vel allan lóða tímann. Margar tíkur þola ekki getnaðarvarna sprautuna og fá legbólgur af henni. Best er að...

Re: Að fá hund 2 á heimilið,sem þú átt ekki sjálfur???

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er margt sem þarf að huga að hér. Fyrst og fremst að þú virðist geta búið í blokk í sátt og samlyndi við aðra íbúa með hundinn þinn og kisu. Hvað ef tíkin hennar vinkonu þinnar geltir mikið? Þú gætir lent í því að íbúar hússins taki leyfið þitt til baka. Ég held að það fari eftir af hvaða tegund tíkin er hvort hún venjist kettinum, ég held að flestir terrierar hati ketti, án þess að vita út af hverju, ef þeir venjast þeim ekki strax í byrjun. Hundar koma misjafnlega út úr Hrísey, ég held...

Re: Að gerast Dýralæknir....

í Hundar fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Allar upplýsingar um dýralæknanám eru á http://www.dyr.is

Re: Aðstoð....

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eru foreldrarnir kiðfættir? Þetta er eitt af því sem erfist…… Ég get varla séð að það hefði verið hægt að breyta þessu þeð meiri hreyfingu.

Re: Pentobarbital í hundafóðri ! ! ! ! !

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
http://www.wstm.com/Global/story.asp?s=793683 Hér er linkurinn á blaðagreinina þar sem hinir linkarnir eru á. Appolo

Re: Má hundurinn koma með ??

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ef þú ferð á hótel hvar sem er í heiminum þá geturu ekki verið viss um að þar hafi ekki verið hundur. Hvort sem þú hefur ofnæmi eða ekki. Næstum öll hótel leyfa hunda þegar stórar hundasýningar eru. Appolo

Re: Ertu að leita að Hundi/góðum félaga

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
http://www.karmel.is/setter/setter.htm Síðast þegar ég skoðaði þessa síðu þá var verið að óska eftir heimili fyrir fjóra blinda settera, frá sama ræktanda. Nú eru tveir eftir.

Re: Ertu að leita að Hundi/góðum félaga

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hjá þessum Karmel setterum er arfgeng blinda, margir þeirra fæðast blindir og aðrir verða blindir seinna. Eitthvað til að hugsa um. Svo eru þeir seldir ættbókarlausir. Ég sá auglýsingu frá heimilislausum hundum á netinu þar sem fjóra blinda settera frá þessum sama aðila vantaði nýtt heimili.

Re: Hvað mælið þið með?

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Papillon eru mjög greindir litlir hundar, þeir hafa unnið marga titla í agility, hlíðni og fleiri keppnisgreinum. Veit ekki mikið um Chihuahua og hef ekki séð þá í neinum keppnum. En þetta fer nú bara eftir hvað þú ætlar þér með hundinn og hvers þú ætlast til af honum??????

Re: Að baða hunda

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er með tegund sem hefur svipaðan feld og cavalier. Ef þú ert akki að sýna þá er það bara eftir því hversu skítugur hann verður. Þurrsjampó hef ég aldrei notað og aldrei olíu svo ég held að það hafi verið eitthvað sölutrix í pakkanum sem þú keyptir, kannski erfitt að losna við þurrsjampóið og olíuna????? En ég nota sjampó og næringu í mína hunda og baða einu sinni í mánuði eða oftar þá hunda sem ég sýni en hina mikið sjaldnar (hreinn feldur vex betur en óhreinn) Ilmvatn á hunda er alveg...

Re: Beagle

í Hundar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hvað varð um Írska setterinn og labradorinn???

Re: He's Just My Dog

í Hundar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Takk fyrir að koma með þetta. Þetta er það sem allir, ræktendur sem kaupendur ættu að hafa að leiðarljósi þegar hvolpur er seldur og keyptur. Hann er framtíðarvinur, tryggari en allt annað, horfðu bara í augun á honum og þú sérð ekkert annað en væntumþykju og tryggð. Hann mundi fylgja þér á enda lífsins ef hann gæti….. kveðja Appolo

Re: HRFÍ - Dalsmynni - Silfurskuggar

í Hundar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hún Guðrún fv formaður hefur nú sagt svo mikið í sambandi við Mörtu sem er hrein lýgi vegna þess að hún hreinlega hatar hana. Og hún er bara ein manneskja. Það hafa félagsfundir í HRFÍ undir stjórn Guðrúnar gengið út á Mörtu og hvað Guðrún geti gert til að hefna sín á henni, svo ekki sé talað um fulltrúaráðsfundi. Mín skoðun er að hún átti ekki að viðra sitt persónulega hatur þar, hún féll bara í áliti hjá mér. Þannig að ef Guðrún er á bakvið þína pappíra þá er ekki mikið að marka það. Annað...

Re: HRFÍ - Dalsmynni - Silfurskuggar

í Hundar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
brundsi, þú ert heimskur og lygari. Af hverju svararu ekki spurningum sem eru lagðar fyrir þig? Þú getur ekki rökstutt neitt sem þú segir. Það trúir engin að þú hafir neitt í höndunum, það geta allir sagt “ég get sannað þetta og hitt” ÞAÐ ÞARF ÞÁ AÐ SANNA ÞAÐ, ef þú vilt vera trúverðugur. Komdu með staðreyndir og nöfn eða ÞEGIÐU. Appolo

Re: Aðför að Dalsmynni.

í Hundar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Brundsi og royale getur verið að þið séuð í raun heimasæturnar á Dalsmynni? Það er svo margt í bréfum ykkar sem minnir á orðaforða heimasætanna. Hvað eruð þið að verja? Erlendis eru hundabú eins og Dalsmynni kölluð PUPPY MILL, framleiðsla á hvolpum og magn umfram gæði. Hvernig er hægt að umhverfisvenja hvolpa sem hafa alist upp í litlu búri og halda að heimurinn sé ekki stærri en það? Hvernig gengur að gera þá húshreina? Eru þeir ekki alltaf hræddir við allt og alla? Hafa þið tíma til að...

Re: Vinsæl hundanöfn

í Hundar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það væri gaman að heyra hvort þessi páfagaukur “Snati” er kannski Dísar páfagaukur? Ég átti einu sinni svoleiðis fugl sem við kölluðum Snati en þurfti að koma honum fyrir því hundarnir mínir ætluðu hreinlega að éta hann. En hann minnti okkur á hund, vildi láta klóra sér á hausnum og við eyrun og margt fleira sem ég er búin að gleyma núna. Kveðja, Appolo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok