Ég sendi þetta bréf til Dyraverndar snemma í sumar, það væri gaman að heyra frá ykkur hver var ókurteis í þessu tilfelli: Ég var að skoða heimasíðuna ykkar, hún er mjög fróðleg. Þar er talað um að ef maður viti um brot á dýraverndarlögum þá eigi að tilkynna það. Telst það ekki brot á dýraverndunarlögum að aðeins 3-4 manneskjur sem vinna utan heimilis reki líka hundabúið Dalsmynni með yfir 100 hunda? Getið þið séð að hægt sé að hugsa sómansamlega um þennan fjölda, svo sem þrífa undan þeim,...